Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 30.01.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 30.01.1933, Blaðsíða 1
III. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 30. Janúar, 1933. 5. tbl. Reynsla liOins m. (Niðurl.). Á fyri kafla þessarar greinar sést það, að af tveim ástæðum getur ekki verið að ræða um félagslegt samstarf milli kommúnista og gætnari manna verklýðshreyfingarinnar, Fyrst er það, að kqmmúnistana skortir vilja og kunnátfu til að starfa á grundvelli beil- brigðrar skynsemi í verklýðsmálum, og í ððru iagi sýna þeir verklýðssamtök- unum fullan fjandskap í hvívetna. Þeir menn, sem bygt hafa upp al- þýðusamtðkin á íslandi, og hafa öðl- ast þekkingu og reynslu í þeim mál- um, geta enga samleið átt með á- byrgðartilfinningarlausum angurgöpum og græpamðnnum í verklýðsmálum, — sem þá líka sýna alþýðusamtök- unum lítilsvirðingu og fjandskap, — Það eru aðeins áttaviltir moðhausar f verkamálum, sem láta blekkjast af hamagangi og sjálfshóli kommúnist- anna(; og.sem betur fer eru þeir 11- tölulega fáir, þegar á reynir. í ððru lagi hefir Kommúnistaflokkur íslands nú hafið skipulagða klofn ngsárás á samtök verkalýðsins, þar sem reynt er að flæma yerklýðsfélög út úr Alþýðu- sambandi fslands — aðalvígi verka- lýðsins á fslandi — og h;ndra það að verklýðsfélög, sem standa utan við Ajþýðusambandið, gangi í það. Hið fyrra hefir átt sér stað með nokkur félög, þar sem kommúnistar voru nógu sterkir í félagsstjórnunum til að varna því að félögin greiddu skatt til Aliýðusambandsins, Qg nú síðast með því að æsa félag járniðnaðarmanna í Reykjavík tíl að þráast við að ganga f Alþýðusambandið, þó það kostaði "rnásfié "féiagið taþ í verkfalli þvf ef það nú hefir staðið í um tíma. Petta klofningsstarf var skipulagt til fullnustu á þingi K. f. í haust. iJó átt hafi að fara leynt með þennan verklýðsmálaglæp, hefir þetta þó síast út frá kommrlnistunum sjálfum, enda hefir verið hægt að lesa það út úr skrifum »Verkl.bl.« nú í kringum ára- mótin. Ætlunin er, ef þetta herbragð tekst, að nota þessi félög til að eyði- leggja verklýðssamtökin, t. d. til að svíkja ef Alþýðusambandið boðaði til alsherjar verkfalls, því eins og það er áhugamál K. í. að einstök félög tapi kaupdeilum, svo þráir hann og heitt að hið sama hendi Alþýðusambandið — alt til þess að verkalýðurinn missi trú á félagssamtök og asnist inn á byltingaleiðina. Um hag og heiður verkalýðsins hugsa kommúnistarnir á Islandi ekkert. Á undán aðalfundi Verkamannafél- ags Akureyrar nú í þessum mánuði, báru kommúnistar út þá lygasögu að verið væri að ganga um bæinn með undirskriftaskjöl, þar sem verið væri að efna til samraka um að verkamenn gengju úr félaginu. Pessi saga skap- aðist f heila sprengingarmannanna af því að þeir heyrðu alstaðar utan að sér, frá verkamönnum, að sterk alda var að rísa, sem falla myndi út úr félaginu fyr eða sfðar. Menn neituðu að greiða gjöld sín. Sögðust vera — í reynd — komnir úr félaginu, og þeir sæu enga ástæðu til að greiða fé í þa'ð. Aðrir sögðust mundu segja sig úr á einhverjum næslu funda. — Sagan um undirskriftirnar var upp- spuni einn. Peírra þarf ekki með. yerkalýður bæjarins; sá er borið hefir hita og þunga dagsins til þessa, og muri bera að sínum fulla parti í fram- tíðinni, hlýtur að fara þá einu sjálf- sögðu leið, sem fyrir liggur, yfirgefa þann félagsskap, sem ætlað er að fremja svik við landssamtðk verkalýðs- ins, og byggja upp á ððrum stað samtök sín, í samræmi við reynslu sfna og þekkingu á verklýðsmálum, og halda áfram að vera öflugur hlekk- ur í samtakakeðju íslensks verkalýðs. Og hann mun byggja upp þennan félagsskap á skynsamlegri yfirvegun verklýðsmálanna og halda fyrir utan hann angurgöpum og flugumönnum Kommúnistaflokks íslands. Peirra eiga að bíða sömu örlög og samherja þeirra i nágrannalöndunum, sem getið var um í fyrri hluta þessarar greinar. Skæðadrífa, Ouömann og Steingrímur segfa frá. Peir sem lifa á lygi, leika það oft að unga henni út sem fjærst þeim slöðum, þar sem þeir atburðir gerast, er hún er spunnin um, Kommúnistar eru leiknir í þessari list. >Verklýðs- blaðið« í Reykjavík er látið Ijúga um það sem gerist hér norður á Akureyri, og »Verkam.« um þa5 sem gerist suður í Reykjavík. Petta er gert til þess að lygin geti lifað nokkra daga. — »Verklýðsblaðið« 17. þ. m. er látið segja frá aðalfundi Verkamanna- félagsins hér þannig, að það lítur svo út fyrir ókunnugum lesara, að Alþýðu- flokksmenn og kommúnistar hafi sleg- ist um völdin á fundinum, þó um ekkert þessháttar væri að ræða, þar sem Alþýðuflokksmenn létu kosningu stjórnarinnar hlutlausa. Þá er frá því sagt, að Erl. og Halldór Friðjónssynir hafi ekki þorað að láta sjá sig á fund- inum. Líka er getið úm undirskrifta- smölunina, sem kommúnistamir voru að skrökva upp rétt fyrir fund- inn. Ekkert af þessu þorir »Verka-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.