Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 31.01.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 31.01.1933, Blaðsíða 1
III. árg. || Akureyri, í’riðjudaginn 31. Janúar, 1933. _y 6 ibl. ■ Ungmennafélagar! Fjnlmennið á Élnia næsta Fnstudajjskv. kl 8,30. NYJA BIO Verklýðsmál. Járniðnaðarmannaverkfallinu í Rvík «r nú lokið. Voru samningar undir- skrifaðir á Sunnudaginn, og gengu íárnsmiðjueigendur að kröfum járn- iðnaðarmanna — sem sagt var frá í næst síðasta blaði — nema hvað lágmarkskaup nemenda, sem ráðnir voru s. 1. ár, verður 40 aurar á kl.st. og fer hækkandi eítir sömu reglum og kaup eldri nemenda. Kommún- istar börðust með hnúum og hnefum gegn því að félagið gengi í Alþýðu- sambandið, en hefði það gert það strax og deilan hófst, hefði hún aldrei staðið nema noltkra daga. Eftir nær mánaðar þref tók félagið ráðin af sprengingamönnum, oggekk 1 Alþýðusambandið nú fyrir helgina. Létu járnsmiðjueigendurnir þá strax undan. Það sem »Verkam.« sagði um þessi mál á Laugardaginn, var ósatt, eins og alt annað hjá þeim sorpsnepli. Járniðnaðarmannafélagið hlýtir sömu lögum og önnur félög í Alþýðusambandinu. Fékk ekki inn- göngu í sambandið fyr en það hafði breytt lögum sínum í samræmi við Alþýðusambandslögin. Vinnustöðvun í járnsmiðjunum var ekki fullkomin fyr en Alþýðusambandið kom til skjalanna. Atvinnurekendur voru hættir að semja og ætluðu að svelta verkfallsmennina til auðsveipni, en tóku strax upp samninga er félagið gekk í Alþ.samb., enda gekk forseti sambandsins, Jón Baldvinsson, um sættir og leysti deiluna á hagkvæm- an hátt fyrir verkalýðinn, þótt stjórn- \ ir tilheyrandi félaga undirrituðu samningana. Kommúnistar höfðu engin önnur áhrif á þessa deilu en þau, að teyja hana og spilla fyrir verkfallsmönnum. Verkamannafélagið »Dagsbrún« í Reykjavík hélt aðalfund sinn á Sunnudaginn. Héðinn Valdimarsson var kosinn formaður, og hægfara jafeiaðarmenn í stjórn með honum, með 301 — 310 atkv. Kandidatar kommúnista fengu 99 —101 atkv. Á fundinum voru reknir úr féalginu — fyrir ósæmflegt háttalag á fundum fé- lagsins og opinbera skemdastarfsemi — þeir Brynjólfur Bjarnason, rits.tj. »Verk’ýðsbl.«, og bræðurnir Guðjón og Gunnar Benediktsynir. Kommún- istar höfðu haft mikinn undirbúning undir fundinn. Fundi á hverju ein- asta kvöldi alla daga vikunnar á undan og slitalausa smalamensku. Eftirtekjan varð sú, að þeir fengu um 100 atkv. í félagi, sem telur um 1300 félaga. Hafa þeir hæst komist upp í 108. Við rannsókn, sem fram hefir farið, vegna krafa kommúnista um að ekki séu aðrir en verkamenn í verkamannafélaginu, hefir það komið í ljós, að af þefm 100 fylgis- mönnum, sem kommúnistar eiga í Dagsbrún, er aðeins 40 verkamenn, en af þeim 12 hundruðum, sem fylgja Alþýðufl. eru aðeins 15, sem ekki eru algengir verkamenn. Verklýðsfélagið »Baldur« á ísafirði hélt aðalfund sinn á Laugardaginn. Alþýðufl.menn voru kosnir í stjórn Þriðjudagskvöld kl. 9 — Ný myndl Qamanmynd í 9 þáttum. Aðal- hlutverkið leikur; CLARA BOW. Ákaflega skemmtileg mynd! Miðvikudagskvöld kl. 9 Marokko. :íyý;C:; .ý FUNDUR verður lialdinn í Jafnaðarmannafél. »Akur« Fímtudagir.n 2. Febrúar í Alþýðuhúsinu, Sírandgötu 7, kl. 8 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Mál, sem frestað var á síð- asta fundi. 3. Erindi frá áfengismálanefnd. 4. Tunnusmíðið. 5. Upplestur. Akureyri 31. Jan. 1933. Félagsstjórnín. meö um 140 atkv. Kandidatar kommúnistu fengu um 40 atkv Undanfarið hafa staðið harðar deilu

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.