Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 04.02.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 04.02.1933, Blaðsíða 2
2 ASJÞ’ÝÐtSMAÐURÐÍN | B. S. A. - Simi 9. | Verklýðsmál. II. Hvað er að gerast í verk- lýðsmálum i Akureyrarbæ? í tveim undanföraum blöðum, 'hef- ir nokkuð verið að því vikið, á hvaða stigi verklýðsmálim í bæn- um stæðu nú. Þess hefir þó ekki verið getið, sem nú virðist fullséð, að stjórn Verkamannafélágsins hefir ekki þorað að halda fund i félaginu á verijulegum fundardegi, vegna hræðslu um það, að á fyrsta íundi, sem haldinn verði, muni stór hópur manna segja sig úr félaginu. Og undanfarið hefir stjórnin farið í felur með fundina. Ekki boðað þá annar- staðar en í Verkam., sem ekki kem- ur út fyr en seint daginn fyrir fund, og engir lesa, og götuauglýsingar ekki settar upp fyr en fundardag- inn. — Undanfarna daga hafa kommúnist- ar hlaupið um bæinn, hnldið fundi, gefið út aukablöð og fi., og óskap- ast út af því, að einhver voða sprenging sé fram að fara í verlt- lýðsmálum hér i bæ. Það er ,því ekki úr vegi að athuga hvað er að gerast með uppsiglingu hins nýja verkiýðsfélags, sem stofnað verður nú á næstunni. í undanförnum blöðum hefir það verið skýrt, að framferði kommún- istanna hefir þegar rekið Stóran hóp verkalýðsins út úr verkiýðsfé- lögunum á staðnum. Annar stór hópur er á leiðinni út úr féíögun- um. — I-fvað á að verða af þessum verkalýð? Fjöldi verkamanna og kvenna hefir staðið utan við verklýðsfélög- in og fæst aldrei þangað írin, með- an kommúnistar eru þar við völd. Ekki verður annað séð en að kommúnistarnir og aðrir þeir, sem af skilningsleysi eða grunnhyggni hanga við þá enn, vilji að allt þetta fólk standi utan verklýðssamtak- ánna. — En það er þetta fólk, sem er á gagnstæðri skoðun og hagar sér eftir því. Það veit.af margra ára reýnSlu og þekkingu í verklýðsmál- um, að mesta sprengingin, sem á Sér stað inririn alþýðuhreyfingar, er það, að stjórna verklýðsfélögurium svo, að fólk vilji hvorki vera kyrt í þeim, né í þau ganga, Og það er engu síður verklýðshreyfingunni til gagns, að þetta fólk sameinist til starfs fyrir hagsmuni verkalýðsins. en annað sem gert er í þessum málum. Kommúnistunum verður mjög tíð- rætt um verklýðssvik. Það eru til tvennskonar verklýðssvik, sem þeir eru mjög riðnir við. Þau fyrri eru þau, að fara svo heimsklega með stjórn verklýðsfélaganna, að verka- lýðurinn missi trú á þeím og yfir- gefi þau. Þau síðari, að gera enga tilraun til að safna saman og kveðja til starfs þennan fráfarna lýð Þeir sem nú gangast fyrir stofn- un verklýðsfélagsins á Akureyri, eru sameiningartnennirnir, sem bæta upp verklýðssvik þeirra, sem ekki kunna að stjórna verklýðsfélögun- um. — Það er sprengingin, er kommúnist- arnir eru að tala um þessa dag- ana. — í*á er að athuga hver liætta verk- iýðsfélögunum í bænum geti stafað af stofnan nýs félags,- í hið nýja félag ganga ekki aðrir en þeir, sem nú standa utan við verklýðsfélögin, og það fólk, sem ekki getur unað starfsháttum kommúnistanna í stjórn- um félaganna, og fylgist þar af leið- andi ekkert með störfum. Skaði verklýðsfélaganna er því enginn. í öðru lagi er enginn hætta á að hið nýja félag beiti sér í nokkru gegn skynsamlegum athöfnum eldri félaganna, ef einhverjar væru eða yrðu, en myndi aftur á móti halda stöðu á þeim vettvangi, sem hægt er að vinna verklýðssamtökunum mest gagn. Er vissa fyrir þessu, þar sem stofnendur og styrktarmenn hins nýja félags eru það fólk, sem borið hefir hita og þunga dagsins í verklýðsmálum í bænum undan- farið, og þekkir af eigin reynd hvað er sigursælast og hollast verka- lýðnum í hverju máli. Þaö sem þvi er aö gerast í verk- lýðsmálum í AkUreyrarbæ þessa dagana er þetta: Það er verið að safna saman því fólki, sem stendur utan verklýðs- samtakanna, og vinna það fyrir al- þýðuhreyfinguna. Það er verið að bœta upp verk- lýðssvik og sprengingaiðju kommún- istanna innan verklýðshreyfingar- innar. — Það er verið að mynda þann málsvara, sem í framtíðinni kemur til að bera frarn til sigurs merki verkalýðsins í Akureyrarbœ. Þetta er það sem er að gerast,— í*ótt það hrelli sprengitól auðvalds- ins — kommúnistanna — verður ekki um það fengist. Úr bæ og bygð. Unglst. »Samúðc heldur fund ki, 1,30 á morgun í Skjaldborg Börnin eru ámint um að mæla öll og hafa með sér aura til að greiða ársfjórð- ungsgjöldin. K'rkjm: Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 á morgun. Karlakór Akureyrar syngur í Sam- komuhúsinu í kvöld. Á Priðjudagsnóltina brann ibúðar- og verslunarhús Páls kaupmanns KrisE jánssonar á Húsavík. Ónýttist húsið og alt sem í því var, en fólk bjarg- aðist. — Afli er tregur í Vestmanhaeyjum þessa dagana og gæftir stopúlar. Alþingi er kvatt saman Miðviku- daginn 15- þ. m. Gulíföss kom hingað í gærmorgun og fór aftur í gærkvöldi. Tuntiuefnið er væntanlegt hmgað um miðjan næsta mánuð. Náðst hafa hagkvæmari kaup á efninu en áætlað ( var í fyrstu svo líklegt þykir að hægt sé að hækka vinnuiaúnin að sama- skapi. —

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.