Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 14.02.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.02.1933, Blaðsíða 1
ALÞÝDUMAÐDRI III. árg. [ Akureyri, Priðjudaginn 14. Febrúar, 1933. 9. tbl. Nýtt verklýðsfélag var stofnað hér í bænum á Sunnu- daginn var. Þrátt fyrir afíaka illveður mættu á fundmum 90 manns, af 130, er áður voru búnir að skrá sig sem stofnendur. — Félagið heitir Verklýðsfélag Akur- eyrar og fylgir lögum og stefnu Al- þýðusambandsins. f félagið geta geng- tð karlar og konur, sem ekki eru í öðru verklýðsfélagi á staðnum og stnnda almenna daglaunavinnu, svo og þeir, sem eru búnir að starfa í verklýðsfélagi 10 ár eða lengur, en' samt þurfa allir að vera samþyktir af :/i fundarmanna. Þessir voru kosnir í stjórn: Erlingur Friðjónsson, formaður.* Ólafur Magnússon, ritari. Svanlaugur Jónasson, gjaldkeri. Ouðlaug Benjamínsdóttit og Bened. Jóhannsson, meðstjórnendur. Varastjórn; Haraldur Þorvaidsson, Júlíus Bogason, Skfán Árnason, Aðalsteinn Stefánsson og Jón Vopni Stefánsson. Kosnir voru endurskoðendur: Sig. H. Anstmar, Gestur Bjarnason, og til vara Jdn Austfjörð. í dómnefnd voru kosnir. Páll Magnússon, Jón Austfjðrð, Sig. H. Austm.Tr, Magnús Sigurbjörnsson, Halldór Friðjónsion. Samþykt var að sækja um inngöngu i Alþýðusambandið ntí þégar. Framhaldsfundur verður haldinn á Sunnudaginn kemur. Munu þá margir nýir bætast við í hópinn. Þessar einsdæma góðu undirtektir fólksins undir þessa félagsstofnun, sýna best hvort vanþörf hefir verið á að gengið væri inn á þessa braut. — Þetta sýnir og hve fólkinu er að verða Ijóst, að af kommúnistum er einskis aó vænta, nema niðurdreps fyrir verklýðsamtökín. Verklýðsfélaga- dráp þeirra, hvar sem þeir hafa náð yfirráðum, hefir þegar kennt fólkinu nógu mikið. Það hópast saman og byggir upp samtðk sín, þar sem það fær að starfa í friði fyrir flugumönn- um og angurgðpum, sem ekkert kunna annað en að rífa niður og leggja í rústir. Og það mun sýna sig á næstunni, að Verklýðsfélag Akureyrar er og verður félag Yerkalýðsins. Mannlegur breyskleiki. »Verkamaðurinn« áLaugardaginn var sýnir meiri háttar hugarhræringar roeðal kommúmsta. Hefir þeim farið eins og öðrum misindismönnum, þeg- ar þeir sjá að skálkabrögð þeirra koma ekki að notum lengur, að þá »ærast þeir«. Blaðið er allt saman- bnoðaðar lygar og svívirðingar um þá menn, sem standa að stofnun nýja verklýðsfélagsins, og til áréttingar þessari framleiðsht eru hótanir hafðar í frammi um ofbeldi, og annað þvi- Ifkt er þar að finna. Hér verður ekki eytt rúmi til að ræða nánar um þetta saurhnoð blaðs- ins. Verkalýður Akureyrar felhr dóm f því máli. Á hitt verður benf, að NYJA BIO Miðvikudagskvöld kl. 9 Litli og Stóri með reiddan Imefa. Sprenghlægileg gamanmynd í 9 þa'ttum. Komum með Dr, Alexandrine og dveljum aðeins nokkra daga. Segjum frá ferðalaginu á sjó og landi. — Hittumst heil og glöðl Litli og Stóri. hér eru kommúnistar að uppskera það, sem þeir sjálflr hafa sáð. Menn, sem staðnir eru að svikum við heilbrigðan málstað verkalýðsins, verða að þola það að hann tari frá þeim. Peir verða að þola það að lygutn þeirra sé ekki triíað. Steingrímur Aðalsteinsson skrifaði langa lygaþvælu um Erling Friðjónsson í Verklýðsbl. s.l. haust. Hann gat við ekkert af því staðið, þegar á hann var skorað að færa sönnur á mál sitt. Nú lepur hann það sama upp aftur. Og getur við ekkert staðið. Slikt óvita-æði er broslegt og aumkvunarvert í einu, þó það að öðru leyti sýni hinn mann- lega breyskleika, að reyna að hylja skömm sfna fyrir sjálfum sér, þótt hún ekki verði hulin fyrir öðrum. Verkam. segir, að það sé ekki vilji verkafólksins að stofna nýtt félag til að vinua að hagsmunamálum verka-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.