Alþýðumaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðumaðurinn - 14.02.1933, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 14.02.1933, Qupperneq 1
ALÞTDUMAÐuRINN III. árg. | Akureyri, f’riðjudaginn 14. Febrúar, 1933. 9. tbl. Nýtt verklýðsfélag var stofnað hér í bænum á Sunnu- daginn var. Prátt fyrir aftaka illveður mættu á fundmum 90 manns, af 130, er áður voru búnir að skrá sig sem stofnendur. — Félagið heitir Verklýðsfélag Akur- eyrar og fylgir lögum og stefnu Al- þýðusambandsins. í félagið geta geng- ið karlar og konur, sem ekki eru í öðru verklýðsfélagi á staðnum og stpnda almenna daglaunavinnu, svo og þeir, sem eru búnir að starfa í verklýðsfélagi 10 ár eða lengur, en samt þurfa allir að vera samþyktir af a/i fundarmanna. Þessir voru kosnir í stjórn: Erlingur Friðjónsson, formaður.’ Ólafur Magnússon, ritari. Svantaugur Jónasson, gjaldkeri. Guðlaug Benjamínsdóttir og Bened. Jóhannsson, meðstjórnendur. Varastjórn; Haraldur Porvaldsson, Júlíus Bogason, Stefán Árnason, Aðalsteinn Stefánsson og Jón Vopni Stefán9son. Kosnir voru endurskoðendur: Sig. H. Aiistmar, Gestur Bjarnason, og til vara Jón Austfjörð í dómnefnd voru kosnir. Pált Magnússon, Jón Austfjörð, Sig. H. Austmar, Magnús Sigurbjörnsson, Halldór Friðjónsson. Samþykt var að sækja um inngöngu i Alþýðusambandið nú þegar. Framhaldsfundur verður haldinn á Sunnudaginn kemur. Munu þá margir nýir bætast við í hópinn. Þessar einsdæma góðu undirtektir fólksins undir þessa félagsstofnun, sýna best hvort vanþörf hefir verið á að gengið væri inn á þessa braut. — Petta sýnir og hve fólkinu er að verða ljóst, að af kommúnistum er einskis aö vænta, nema niðurdreps fyrir verklýðsamtökin. Verklýðsfélaga- dráp þeirra, hvar sem þeir hafa náð yfirráðum, hefir þegar kennt fólkinu nógu mikið. Pað hópast saman og byggir upp samtök sín, þar sem það fær að starfa í friði fyrir flugumönn- _ um og angurgöpum, sem ekkert kunna annað en að rífa niður og leggja í rústir. Og það mun sýna sig á næstunni, að Verklýðsfélag Akureyrar er og verður félag verkalýösins. Mannlegur breyskleiki. »Verkamaðurinnt á Laugardaginn var sýnir meiri háttar hugarhræringar meðal kommúnista. Hefir þeim farið eins og öðrum misindismönnum, þeg- ar þeir sjá að skálkabrögð þeirra koma ekki að notum lengur, að þá »ærast þeir«. Blaðið er allt saman- hnoðaðar lygar og svívirðingar um þá menn, sem standa að stofnun nýja verklýðsfélagsins, og til áréttingar þessari framleiðslu eru hótanir hafðar í frammi um ofbeldi, og annað því- líkt er þar að finna. Hér verður ekki eytt rúmi til að ræða nánar um þetta saurhnoð blaðs- ins. Verkalýður Akureyrar feilT dóm í því máli. Á hitt verður bent, að HB nyja bio h Miðvlkudagskvöld kl. 9 Litli og Stóri meí reiddan hnefa. Sprenghlægileg gamanmynd í 9 þáltum. Komum með Dr. Alexandrine bg dveljum aðeins nokkra daga. Segjum frá ferðalaginu á sjó og landi. — Hittumst heil og giöð / Litli og Stóri. hér eru kommúnistar að uppskera það, setn þeir sjálflr hafa sáð. Menn, sem staðnir eru að svikum við heilbrigðan málstað verkalýðsins, verða að þola það að hann fari frá þeim. Peir verða að þola það að lygum þeirra sé ekki trúað. Steingrímur Aðalsteinsson skrifaði langa lygaþvælu um Erling Friðjónsson í Verklýðsbl. s.l. haust. Hann gat við ekkert af því staðið, þegar á hann var skorað að færa sönnur á mál sitt. Nú lepur hann það sama upp aftur. Og getur við ekkert staðið. Slíkt óvita-æði er broslegt og aumkvunarvert f einu, þó það að öðru leyti sýni hinn tnatm- lega breyskleika, að reyna að hylja skömm sína fyrir sjálfum sér, þótt hún ekki verði hulin fyrir öðrum. Verkam. segir, að það sé ekki vilji verkafólksins að stofna nýtt félag til að vinna að hagsmunamálum verka-

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.