Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 25.02.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 25.02.1933, Blaðsíða 1
ALÞYÐUMAÐURINN III. árg. Akureyri, Laugardaginn 25. Febrúar, 1933. 11. tbl. Pað er óþarfi að segja að langt sé nú milli stjórnarhneykslanna. Og enn er það Magnús Guðmundsson og skjólstæðingur hans, sem komnir eru á dagskrá. 1.3. þ. m. ritaði Héðinn Valdimars- son grein í Alþýðublaðið, sem vakti geysi athygli í Keykjavík. Segir hann þar frá því sem hér fer á eftir: »Árið 1914 stofnaði Jóhann Jó- hannesson fasteignasali »minningar- sjóð hjónanna Jóhanns Jóhannessonar og'Sigurbjargar Guðnadóttur*. Stofn- íéð voru ýmsir fjarmunir, er Eggert Claessen var falið að koma í peninga og afhenda sjóðnum, sem var undir stjórn ríkisstjórnarinnar, samkvæmt sérstakri skipulagsskrá frá 14. Oktober 1914. — Tilgangur sjóðsins er að veita fátæku ellihrumu fólki, eidra en 65 ára, lífsuppeldi til dauðadags. Til þess að fullnægja þessum tilgangi skyldi kaupa jörð i sveit á heilnæmum stað, þar sem fagurt væri og vistlegt fyrir gamalmennin. Skyldi byggja hús vandað að gerð, en stofnunin skyldi skýrð »Æfikvöld«. — Stjórnarráðið skyldi sjá um bygginguna og hafa út- boð um hana, og skyldi öll tilhögun hennar miðuð við tilganginn. Hiísiö skyldi vera fullbyggt og siofnunin vigö og taka til starfa d aldaraf- mœli konu Jóhanns, 13. April 1973 (4. og 5. gr.). vPangað til skal hann (sjóöur- dnn) vera á vöxtum með sömu trygging sem lög skipa fyrir d hverjum tima sem er um ómynd- ngra fé, — en að ððru leyti ræður stjóarráðið ávöxtun sjóðsins.* Þessu næst skýrir Héðinn frá hversu stofnandinn gekk vel frá ðllu til trygg- ingar því að sjóðurinn gæti komið til að \inna hlutverk sitt á tilsettum tíma. 1930 var sjóðurinn orðinn 173 þús kr. auk nokkurra eigna, er til hans áttu að falla og voru í umsjá Eggerts Claessen. Reiknast Héðni svo t l að árið 1973 gæti sjóðurinn — með sæmilegri vöxtun — verið orð- inn rúmar 2 milj. króna, og þá hægt að byggja veglegt »Æfikvöld* eins og gefandinn hafði hugsað sér, þar sem »fátækt, ellihrumt fólk* gæti notið góðrar elli við ylinn af kærleika hinna góðkunnu. hjóna. En harmþáttur þessa leiks hófst síðastliðið haust, — og leikend- urnir eru engir hversdagsmenn, — heldur Vigfús Einarsson skrifstofu- stjóri í atvinnumálaráðuneytinu, sá, er aðallega hefir haft umsjón með sjóðnum, — og dómsmálaráðherrann, Magnús Guðmundsson. Segir Héðinn framhald sögunnar á þessa ieið; »Fyrir nokkrum árum réðist Vigfús í það að kaupa lökustu jörðina í Mos- fellssveit, Hlaðgerðarkot, er hann end- urskýrði Reykjahlíð. Jörðin er lítil og var léleg bygging þar og sólargangur lítill vegna fjalla að sunnan. Jörðin var að faste'gnamati 2,600 kr.t þar af landverð 2100 kr. — Engin sérstök hlunnindi eru við jörðina, nema heitt vatn og þó ekki mikið. Vigfús hefir reist þarna miklar byggingar, en gert litlar jarðabætur. Við nýafstaðið fast- eignamat er jöröin metin 31 þtísund kr. viröi, par af landverö 4900 kr. Búskapurinn hefir eðlilega gengið illa á þessari margyfirbygðu jörð og mun Vigfús hafa stórtpað á jörinni ár frá ári. Út d þessa jörÖ fœr Vigfús lánaö úr sjóönum. En ekki nóg með það. — Vigfús hatoi enga löngun til þess að tapa ár- lega á jarðeign og búskap. Hann hefir viljað selja jörðina — að sagt er á 15 þús. kr. eða 2]/2 sinnum fasteignamatsverðið, en enginn viljað líta við kotinu yfirbygða. En Vigfús er séður maður og hefir góða að- stöðu og niikið hugmyndaflug. Hann hefir sjóð Jóhanns undir höndum, en það er dýrí að greiða vexti. Hann lœtur pá sjóöinn kaupa kotið ásamt 10 kúm. ekki á 31 þúsund kr., eöa 75 þús. kr., heldur fyrir níutiu þús- und krónur. — Rannig er hægt að snúa tapi í gróða á kostnað gamal- menna-framtiðarinnar. — Til þess að hafa allt í lagi staðfestir Magnús Guömundsson, sem aö rétlu lagi hefir yfirstjórn sjóösins, söluna, sem fór fram 1. nóvember 1932, viku áður en undirréitardómurinn féll á Magnús.« Nú vita allir, sem til þekkja, að jörð þessi ski'ar ekki einu sinni sæmi- legum vöxtum af þessari upphæð, hvað þá upphæðinni sjálfri, fyrir utan það að þessi jarðakaup eru þverbrot á skipulagsskrá sjóðsins. Ems og von er til, hafa þessi mál vakið geysi athygli og umtal viða um land. »Alþýðubl.«, »Verklýðsbl.« og »Tíminn hafa tekið fast á málinu, en íhaldsblöðin »Morgunbl.« og »Vísir« hafa algerlega þagað. Og ekki hefir útvarpið verið að segja frá jafn óveru- legum fréttum og þetta. Dæmi þetta er ágætt sýnishorn af því hvernig herrar þessir haga sér í æðstu stöðum ríkisins, þegar þeir finna öryggið af sambræðslu íhald- anna á bak við sig. En krafa allra manna, sem ekki eru samdauna svindil- braski þessara herra, hlýtur að verða á einn veg. Héðinn segir síðast í grein sinni: »Sé nokkuð réttlæti enn til í land- inu, verður svo að taka f þetta mál,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.