Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 25.02.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 25.02.1933, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUMAÐURINN B. S. A. — Sími 9. að annað eins geli ekki aftur komið fyrir. Magnús Guðmundsson og Vig- fús Einarsson eiga tafarlaust að víkja úr embættum sínum og næsti dóms- málaráðherra á að láta höfða ógild- ingarmál um lánið og Iáta þi Magnús og Vigfús sæta fullri ábyrgð fyrir misbeitingu embættisvalds. — En þó mun mönnum þykja kasta tólfunum, að Magnús þessi Guðmundsson flytur sjáifur nú stjórnarfrumvarp um skyldur og réttindi embættismanna!« Undir þetta munu flestir geta tekið. Jafnaðarmennirnir í þinginu hafa nú flutt þingsályktunartillögu um að for- sætisráðherra rifti jarðakaupum þess- um. Verður fróðlegt að sjá hvernig þingið snýst við þessu. (Niðurl.). Síðan næsti kafli hér á undan var ritaður, hafa nýjar upplýsingar kom- ið fram í síldarsölumálinu frá síð- asta sumri. í nýútkomnum »Ægi« ritar forseti Fiskifélags íslands um sjávarútveginn s. I. ár. Segir hann þar, meðal annars, að 7—8 krónur hafi fengist fyrir hverja hrásíldar- tunnu sl. sumar. Nú er það opin- bert mál, að s. I. sumar fengu síld- veiðendur ekki nema 4—5V2 krónu fyrir hrásíldartunnuna. Seljendur hafa því — eftir sögusögn Fiskifé- fagsforsetans haft af tunnu 2V2—4 krónur fyrir að sjá um söluna á síldinni. Allir sjá hver ósvífni er hér á ferðinni. Meðan Síldareinka- salan starfaði, komst sölukostnaður- ifin aldrei nálægt þessu. Var inn- qn við krónu á hverri tunnu. Pann- ig var allur sölukostnaður, utan tynd? og innan, t.d. árið 1930—’3l um 85 aurar af tunnu, enda fengu síldveiðendur það ár 7—9 krónur fyrir hrásíldartunnuna. Eftir þessum upplýsingum Fiski- félagsforsetans hefir sölukostnaður- inn s.l. sumar veriö kr. 3,2,5 á tn. að meíjaljaji. Eftir sömu heimild.- um vöru seldar 247 þúsund tunn- ur. Sölukostnaðurinn á þeim hefir því orðið kr. 802,750,00 — átta hundruS og tvœr þúsundir, sjö hundruð og fimmtíu krónur, — Hefði Síldareinkasalan starfað, hefði sölukostnaðurinn orðið, samkvæmt ofanrituðu, kr. 209,950,00 eða minna. Kr. 592,800,00 — fimm hundruð níutíu og tvö þúsund og átta hundruð krónur — hefðu þá getað skifst niður á milli síldveið- enda, Dregur síldarútgerðina um minna en þetta. Er á þetta bent hér til að vekja síldveiðendur til umhugsunar um það nauðsynlega mál, sem síldarsölufyrirkomulagið er. Með þeirri reynslu, sem Síldar- einkasalan gaf, er sýnt að sölu- kostnaðurinn á hverri síldartunnu þarf ekki að fara fram úr 80y-100 aurum á tunnu, þó enginn sér- stakur sparnaður sé við hafður. — Pað sem því kallar að, með mörgu fleira, er róttækar athafnir í síldar- sölumálinu, sem færa sölukostnað- inn stórkostlega niður. Að það kosti jafn mikið að selja síldartunn- una eins og að veiða hana, nær ekki nokkurri átt. En það sem nú þarf að heimta af yfirstandandi Alþingi, er fyrst og fremst þetta: 1. Fullkomin lög um mat á síld. 2. Engar tilslakanir við Norðmenn, sem gera aðstöðu síldveiðenda hér verri e-n verið hefir. 3. Niðurfærsla af útflutningsgjaldi af síld og afnám innflutnings- tolls á tunnum og salti og öðru til síldarsöltunar. 4. Ríkissala á síld, eða nauðsyn- legur, opinber stuðningur, ef síldarsölusamlag yrði stofnað. 5. Aðstoð ríkis og ábyrgð á sölu síldar til Rússlands og Eystra- saltslandanna, ef ríkissala á síld verður ekki upptekin. Hér er um atvinnugrein að ræða, sem f meðal ári á að geta fært landsmönnum lý*—2 milj. króna í hreinan ágóða, svo ekki v.eltur á litlu, hvernig um hana fer. Ög er harla undarlegt að heyra ekki eina einustu rödd frá síldveiðamönnum nrn þessa hluti. Pað er eins og hjá þeim ríki órjúfanlegur svefn og hirðuleysi um örlög íslensks síldar- útvegs, eins og hann hafi ekkert að segja fyrir afkomu þjóðarinnar. Getur slíkt fálæti varla talist fyrir- gefanlegt. — Pótt ég hefði gjarna viljað ræða nokkuð frekar um þessi mál, verð- ur að láta þetta nægja um stund Samningarnir við Norðmenn verða vonandi birtir almenningi á næst- unni, og er þá vonandi að einhver hreyfing komist á þessi mál. Halldór Friðjónsson. Afturhald. Undanfarið hafa verið haldnir þing- málafundir víða um Iand. Ekki verð- ur augum lokað fyrir því hvað þess- ar fundargerðir sýna vaxandi afturhald á öllum sviðum og hve greinilega Framsókn er búin að yfirgefa þá stefnuskrá, sem hún hefir þóst vinna eftir undanfarið. Hér er ekki rúm til að geta margs af þessu tagi, en ekki verður gengið fram hjá sinni fundargerðinni úr hverjum landsfjórð- ungi, rétt til að gefa forsmekk af and- anum, sem líklega kemur til að ríkja á Alþingi í vetur. Eru dæmin tekin bæði úr Fram- sóknarkjördæmunum. Nýlega var haldinn þingmálafundur á Blönduósi. Eyddi útvarpið nokkr- um tíma, þrjú kvöld í röð, til að segja fréttir frá honum, enda var fundurinn einstakur í sinni röð. — Svo leit út sem andi Jóns í Stóra- dal réði á fundinum, sem var fásótt- ur. Komu aldrei fram fleiri atkvæði en milli 30 og 40. Samþyktar voru tillögur um að krefjast ýtrasta sparn- aðar af þingi og stjórn. Líka að I æ k k a kaup í vegavinnu ríkissjóðs. (Kaupiq var víst 55 aurár á kl.st. í Húnavatnssýslu s. I. suroar). Og að endjngu var samþykt þakkarávarp til þeirraj setp settu hyítu hersveitina á stofn í Rvík í vetur, og áskorup uni a& halda henni v|jft í fr£tmtíðintji. — A þetta líklega að vera eitt af ýtrasta sparnaðinum í rekstri ríkisbúsins. — Margt fleira, þessu lílct, var saraþykt af fundinum, og myndi margur setla að hér væri ura »met« í afturhaldi

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.