Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 28.02.1933, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 28.02.1933, Síða 1
ALÞYDUMAÐORINN III. árg. Akureyri, t'riðjudaginn 28. Febrúar, 1933. 12. tbl. ÍVí var lofað í siðasta blaði, aö birtur skyldi útdráttur úr samning- unum milli Noregs og íslands í þessu blaði. Þetta verður gert, þó ágrip það, sem birt var í grein Halldórs Friðjónssonar: *Framtíð síldarút- vegsins*, í undanfarandi blöðum, sé í öllum aðalatriðum rétt. Et'tir samningsuppkastinu eiga Norðmenn að fá þessa aðstööu hér við land: — a) Norskar síldarverksmiðjur meg2 kaupa 60%^ af síld, er þær bræða, af útlendum skipum. b) Norsk veiðiskip mega gera að veiðarfærum sínum og öðru er þeir með þurfa við síldveiðarnar í landi á íslandi. — Þar á meðal þurka nætur sínar og net, Umskipa síld, leggja tunnur í land o. s. frv. c) Norsk veiðiskip þuría ekki að greiða hafnargjöld eöa ljósagjöld á íslandi, nema þegar þau f}7rst koma frá útlöndum. d) Norsk veiðiskip mega ótak- markað selja bræðslusfld í land á íslandi. e) Norsk skip, sera veiða og salta í sig sjálf, hafa leyíi til að selja 500 — 700 tunnur af síld í land, en skip, sem leggja síld upp í bræðslu, eftir samningi, mega selja í land 700 — 1200 tn. f) Norsk skip, sem leita hafna á íslandi vegna óveðurs, veikinda um borð o. s. frv. þurfa ekki að greiöa hafnargjöld ect. ' g) Norsk veiðiskip skulu ekki sótt til sakar þó þau hittist að veiöum -eða aögerð aíla innan landhelgislín- unnar, ef þau geta afsakað sig með því, að þau hafi hrakið vegna storms eða straums inn fyrir línuna, eða séu þar stödd vegna ókunnugleika. h) Ekki má kyrsetja norskt veiði- skip, þar til mál þess er dæmt, heldur sleppa því þegar í stað gegn tryggingu. Fetta er í aðalatriðum innihald samninganna, hvað viðkemur veiðum Norðmanna héi við land, Þarf ekki mörgum orðum að því að eyöa, að ef þetta verður samþykt af Alþingi, er síldveiði landsmanna til söltunar búin að vera. Margir munu spyrja hvernig í ó- sköpunum geti á þvi staðið að full- trúar íslendinga skyldu ganga inn á þetta. — Val samningamannanna skýrir þetta. Annar er og telur sig aðeins fulltrúa bænda, og erindi hans til samningageröarinnar sé einungis það aö fá kjöttolliun lækkaðan, hvaö sem pað kostar annars. Á síldar- útvegsmálum heíir hann enga þekk- ingu eða vit. Hinn maðurinn er stórútgerðarmaöur, sem ekki saltar síld, en er í þörf fyrir að fá ódýra bræðslusíld, til aö græða á henni. Fái Norðmenn þá aðstöðu hér við Iand, sem samningarnir veita þeim, geta þeir selt síld í íslenskar síldar- bræðsluverksmiðjur fyrir miklu lægra verð en íslendingar. Samn- ingarnir eru því persónulegur gróði fyrir síldarverksmiðjueigandann Ólaf Thors, Það lítur því frekar út fyrir að hann hafi verið fulltrúi Kveldúlf9 við samningana, en fulltrúi síldarút- vegs íslendinga. Líklegt er, aö þegar íslenskir síldarútgeröarmenn hafa nú samn- ingana íyrir framan sig, vakni þeir NYJA BIO Miðvikudagskvöld kl. 9 Spanskflugan Tal- og hljómmynd í 9 þátt- um. — Aöalhlutverkin leika þekktustu og vinsælustu leik- arar Þjóðverja, svo sem: Fritz Schu/tz, Oscar Sabo, Betty Byrd, Ralp Arthur Roberts, Lizzi Waldmuiler (Spanskflugan) Myndin er með afbrigöum skemmtileg og fjörug, listavel leikin og með ágætum hlj'óð- færaslætti. til sjálfsvarnar í þessu máli. Sjó- menn og landvei'kafólk hér nyrðra er líka sett í gapastokkinn með þessu. — Krafa þessara aðila — og yfirleitt allra hér nyrðra — hlýtur því að verða sú, að samningarnir við Nor- eg — í þeirri mynd sem þeir nú eru — verði ekki samþyktir af Alþingi. Verði ekki hafin hrein og bein uppreist í landinu gegn samr.ingun- um, er sameinuðu stórlaxa- og bændavaldinu i þinginu fyllilega trú- andi til að leggja blessun sína ýfir ósóma þennan. Barnaskólabörnin efna til hinnar árlegu skemtunar sinnar, til ágóða fyrir ferðasjóð sinn, nú um komandi helgi. Undanfarandi skemtanir barn- anna hafa þótt hinar bestu og mun því enn verða gestkvæmt hjá þeim. — Skemtiskráin verður fjölbreytt.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.