Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 28.02.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 28.02.1933, Blaðsíða 3
'.j'M.:'k-'¦x2k& m ' " " ¦ -"-' "¦'- •¦•¦- ¦-¦ mamumMSiaMamnummvmmwmmtm '] Öllum þeim. er sýndu ókkur sarh- úð og veittu hjálp við andlát og jarðarfkr Svövu Guðmundsdóttur, vottum við bugheilar þakkir. Fjölskyldan. um, sem hefir öðlast aðstöðu til þess að geta unnið þær kaupdeil- ur, sem alit af má gera ráð fyrir að verklýðsfélögin lendi í. — Verk Einars Olgeirss'onar hefir verið það frá þvr hann fyrst fór að hafa af- skifti af málum verkafóiks hér um slóðir, að sprengja Verkamannafé- lag Akureyraf út úr þeim allsherjar ^Jandssamtökum, sem Alþýðusam- band íslands er, og honum tókst það að síðustu 6- þessa mánaðar. Með því var þetta gamla félag gert máttlaust í öllum deilum. »Olæpa- . maðurinn« Einar Olgeirsson, hefir því ekki einasta drepið þau tvö fé- lög, sem hann síofnaði hér, Jafnað- armannafélag Akureyrar og Sjó- mannaíélag Norðurlands, með því að fela þeim mönnum stjórn á þessum félögum, sem allan vilja og þekkingu vantaði til að láta þau lifa, heldur hefir hann einnig dreg- ið dauðann inn í herbúðir Verka- mannafélagsins með stjórn sömu manna þar. *VerkIýðssvikarinn* Einar Olgeirsson er fuflur monts og hroka yfir fylgi sínu við síðust þingkosningar hér. En hann kærir sig sjálLagt ekki um að skýra opinberlega frá því hvernig það fylgi var fengið, að það var fengið á síðustu stundu með því að dreifa út lygum og svívirðingum um þann mann, sem á Alþingi hafði með starfi sínu skapað Einari Olgeirs- syni þá bestu aðstöðu sem fram- kvæmdarstjóri Síidareinkasölu ís- lands, sem nokkur maður á land- inu hefir fengið lil þess að bæta kjör verkalýðsins, en sem «verklýðs- svikarinn« Einar Olgeirsson hafði eingöngu notað til þess að hirða nálægt 50 þúsund krónur af fé fá- tækra sjómanna, og landverkalýðs, ^r*' og svikið alt er honum bar að gefa fýrir .þetta' fölk. 'l^V Þegar saga verklýðshreyfingarinn'f ar Norðanlands vérðUr skráð, mun »Verklýðssvikarans« Einars Olgeirs- sonar verða getið á sömu lund og tólfta postulans forðum að öðru- leyti en því að 'hann skortir þæf dygðir sem drógu Júdas fyrir 19 öldnm síðan út í hengingarólina. »Bandi'ft burgeisa- stéttarinnar.* Það er ekki ótítt að þeir menn sem einhverntíma, meðan þeir voru lítið þektir, höfðu tiltrú hjá verka- lýðnum, haldi að hlustir hans standi opnar fyrir smjarðinu og hræsninni, sem burgeisarnir vilja fá flutt í eyru verkalýðsins, þó þessir menn séu komnir á kaf í gin auðvaldsins, og æpi þaðan út til fólksins með tugi verklýðssvika, á baki og brjósti. Slíkir menn eru réttnefndir >band- íttar burgeisaséttarinnar*. Pað þarf ekki að lýsa æfiferli Einars Olgeirs- sonar á þessu sviði. Það er fyllilega kunnugt, að um Ieið og Síldareinkasala íslands hætti að greiða honum lOOOkr. á mánuði í kaup fyrir að svíkja allt, sem verka- lýðurinn hafði trúað honum fyrir í starfi þar, gekk hann beina leið fyrir kjöltu Mjólkurfélagsins og Kveldúlfs í Reykjavík og fól þar höfuð sitt og gjðrðist braskfélagi þessara auðjarla landsins. Það má nærri geta hvort verkalýðurinn á Akureyri fer að taka það hátíðlega þó þessi kjöltutík Mjólkurfélagsins og Kveldúlfs spanngóli sinn hræsnis- og svikavaðal út til hans, þó krydd- aður sé með fögrum orður og öðru yfirskyni svHcanna, sem lýst hefir verið hér að framan. Verkalýðurinn he'r veit að Einar Olgeirsson er stœrsti verklýðssvik- arinn á landinu, þó hann eigi ýmsa lærisveina á sömu braut. Að hann hefir á tveimur árum drepið 5 verk- lýðsfélög á Norðurlandi, með óstjórn sinna lærisveina. Að hann hefir ætl- að að sprengja verklýðsfélögin i Norðurlandi ut úr Alþýðusamband- inu og á þann hátt að gjöra þau máttlaus í baráttunni við atvínnu- rekendur. Að hans ráðum var fylgt 1. R^nibifar'mátír. LJ.O.^r. Sfái 26Ö þegar lærisveinar hans klufu Verka- mannafélag Akureyrar út úr Alþýðu- sambandi íslands, og gerðu félagið með því óhæft til baráttu. Span- gólið að sunnan á best við á leiði dauðu félaganna og Verklýðssam- bandsins hans Einars, sem nú er nýlega dautt líka, því þing þess átti að réttu lagi að vera í Janúar síðastliðnum, en ekkert bólar á því enn. Þega» athugaður er ávöxturinn af fúlmensku þeirri er birtist í hrað- drápi allra þeirra verklýðsfélagaj sem Einar Olgeirsson og hans fylgdarlið kemur eitthvað nærri, fer lesarinn að skilja hótanir þessa að því er virðist hálfbrjálaða uppskafn- ings um að hann skuli jafna AI- þýðusamband íslands við jörðu og hið nýstofnaða Verklýðsfélag hér á staðnum. Hann sérávöxt starfs síns í dáuða félaganna, og telur eins og heild- sali væri að telja mjölpoka. Fyrst eg hefi drepið 5 félög á 2 árum, mun >verklýðssvikarinn« segja, get eg drepið 50 félög á 20 árum, En uppskafningum skjáltast í þessu. Dauðu félögin hér norðanlands eru minnisvarði »verklýðssvikarans,« »kIofningsmannsins«, og »banditts burgeisastéttarinnar* á pólitískri gröf hans. Erlingur Friðjónsson. Á gægfum. Kommúnistarnir hafa haft það fyrir sið, síðan jafnaðarmannafélagið ,Akur' var stofnað, að hafa einhverja á gægj- um við dyr fundarhússins, til að sjá hverjir það væru, sem væru í félaginu. Á fyrri stofnfundi Verklýðsfélags Ak- ureyrar féllu þessar gægjur niður, því þá var stórhríð, og líklega lítið um hetjur í hópi þeirra stéttvísu, ea síðari daginn stóð Eggert Ót. Eiríksson á gægjum í nánd við Akur- eyrar-Bio, þar sem stofnfundurinn var haldinn, enda var veður þá hið besta, En er Olafur hafði séð á eftir 90 fé- lagsmönnum inn í Bíó-húsið, reykaði hann heim og fót ásjónu sína fytír umheiminum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.