Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 28.02.1933, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 28.02.1933, Blaðsíða 4
ALPmavMAÐ\xam ÚTVARPIÐ Miðvikudaginn 1. Mars. Kl. 18,40 Barnatími — 19,05 Þingfréttir. — 20,30 Háskólafyrirlestur, Á. P. — 21,15 Grammofónhljómleikar. Fimtudaginn 2. Mars. Ki. 10,12 Kensluútvarp. — 18 Endurvarp. — 19,05 Þingfréttir. — 20,30 Stjórnmálaumræöur. — 21,20 Hljómleikan Fösiudaginn 3. Mars: Kl. 10,12 Kensluútvarp. — 19,05 Þingfréttir. — 19,40 Dagskrá næstu viku. — 20,30 Stjórnmálaumræöur. Laugardaginn 4. Mars: Kl. 10,12 Kensluútvarp. — 18,15 Háskólafyrirl., Ág. H. B. — 19,05 Þingfréttir. — 20,30 Upplestur, E. H. Kvaran. — 21 Hljómleikar. Ur bæ og bygð. Verkamannafél. >Fram« á Sauð- árkróki hefir sótt um inngöngu í Alþýðusamband íslands. Áöur hafði félagið gengið úr Verklýðssambandi Norðurlands. Félagið hélt aðalfund 7. þ. m. — Kosnir voru í stjórn: Kristinn Guðmundsson, Friðvin Þor- steinsson, Sigurður Stefánsson, Páll Þorgrímsson, Brynjólfur Danivalsson, alt Alþyðuflokksmenn. Fengu þeir 42 — 62 atkvæði á fundinum en full- trúar kommúnista 19—22 atkv. Sex nyir félagar gengu inn á fund- inum. — Gunnar Pálsson söngvari söng í Nyja-Bfó kl. 4 á Sunnudaginn. — Áheyrendur voru fáir, því hálfur bærinn var á skautum frammi á Polli, en söngnum var tekið forkun- ar vel af áheyrendum. Er vonandi að fleiri verði áheyrendur Gunnars, er hann syngur næst. — Fru Else Pálsson var viö hljóðfærið. Frá Alþingi heyrist lítið. Jón Bald- vinsson lagöi frani í e.d. á Laugar- daginn frumvarp til stjórnarskrár- breytingar, að mestu samhljóða aðal frumvarpi Alþýðuflokksins á síðasta þingi. — Vilmundur Jónsson flytur irv. til laga um breyting á lögum um Verslun Péturs H. Lárussonar Leður- og gúmmí- skófatnaður Kven- og karlm. sokkar Gúmmí-lím N Ý K O M I D 4 Sitrónur — Appelsínur - Epli — Sultutau — Kex - Kakó — Te - Sælgæti - Smávindlar — Vindlar - Vindlingar — Reyktóbak- Munntóbak — Rjól — Fyrst UÍD Mllíl um tækifæri á að fá hreinsaðar og viðgerðar ritvélar og ýmsar fleiri smávélar.' — Ennfremur lóðningar o. fl. — Tekið á móti og afhent kl. 10 — 12 f. h. — Verkstæðið við Túngötu. Ebenharð Jónsson. St yAkureyrit nr. 137. Fund- ur í kvöld á venjulegum stað og tíma. Allir á fund. Afmælisfagn- aður á eftir. St Brynja. nr. 99. - Fundur annað kvöld kl. 8,30 í Skjaldborg. Félagar fjölmenni. skemtanaskatt, sem ákveður, að skemtanaskattur sé greiddur af alls-, konar heiðursmerkjum — krossum — 50 — 250 krónur af hverjum krossi. Segir í greinargerð fyrir fiumvarpinu, að þar sem skattlögð séu leikföng og bíómiðar barna í landinu, sé sjálfsagt að skattleggja þessi leikföng »stóru barnanna*. — Skattur þessi falli á efnafólk, því þó heiðursmerki, svo sem fálkaorðuna, eigi ,að veita þeim körlum og kon- um, sem gert hafi landi sínu sóma og gagn, hafi orðunefndin enn ekki fundiö neirin verkamann eða verka- konu, sem það hafi gert. Engin Ukindi séu til að hún verði fundvís- ari á þetta í frámtíðinni og þurfi verkafólk því ekki að óttast að skattur þessi íþyngi því. ADALFUNDUR Útvarpsnotendaíélagsins á Akureyri verður haldinn í Skjaldborg Sunnu- daginn 5. Mars 1933 kl. i e. h. — Dagskrá samkvæmt félagslögum, — Allir útvarpsnotendur í bænum velkomnir á fundinn. Stjórnin. ÍMð óskast fra 14. Maí n. k. — 2 stofur, eldhús og geytnsla. Ebenharð /ónsson. Fimleikasýningu höfðu þau hjónin Hermann Stefánsson og Þórhildur Steingrímsdóttir í Samkomuhúsinu'á Sunnudagskvöldið var. Aðsókn var ágæt og þöttu fimleikarnir hinlr bestu. Sérstakíega rómuðu áhorf- endur frammistöðu kvenflokksins, sem þótti eitt af því besta, sém-hér hefir sést af því tagi. Munið kvöldskemtun Nemenda- sambands Gagnfræðaskólans í Nýja- Bíó, kl. 8,30 í kvöld. Verið er nú að aka grjóti í Leiru- garðinn. Hefir ekki verið hægt að byrja á því verki fyr í vetur, vegna ísaleysis á Leirunni. Best aí anglfsa í M^ Ábyrgðarmaöur Erlingur Friöjónsson. Prentsmiöja Björns Jónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.