Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 07.03.1933, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 07.03.1933, Síða 1
ALÞYÐUMAÐDRINN [. árg. || Akureyri, Þriðjudaginn 7. Mars 1933. | 13. tb NYJA BI O Frá tundi Verklýösfélass flkureyrar. Verklýðsfélag Akureyrar hélt fund á Sunnudaginn var. Var aðalmál fundarins-að ganga frá kauptaxta félagsins. Er taxtinn birtur hér í blaðinu og er, eins og lesendur sjá, svo að segja eins og kaup- taxti Verkamannafélagsins er. Pó hefir helgidagakaupið verið selt kr. 2,50, eins og það er í Reykjavík, en stjórn Verkam fél- lækkaði þann lið ofan í kr. 2,00 við síldarvinnu s. I. sumar. Einnig er almenn eftir- vinna sett kr. 1,90, en var s. 1. sumar við síldarvinnu kr. 1,80. — Kauptaxti kvennanna taefir verið færður í Iíkt horf og hann var, áð- ur en stjórn »Einingar« iækkaði hann og eyðilagði, til stórskaða fyrir verkakonurnar. Er þess að vænta að verkakonur fylki sér um þennan taxta og fái hann viðurkendan í bænum, eins og hann áður var. Félagið sá ekki ástæðu til að setja kauptaxta við síldarvinnu kvenna að svo komnu. Pá er það ákvæði kauptaxtans, að hann hækki, ef gengi ísl. krónunnar verði fellt, — nýmæii. Annað aðalmál fundarins var norsku samningarnir. Var í því samþykt svohljóðandi tillaga: »Fundur, haldinn í Verklýðsfélagi Akureyrar 5. Mírs 1933, mótmælir harðlega samningum þeim, er samn- fngamenn íslendinga hafa gert við samningamenn Noregs um bætta aðstöðu Noiðmanna við síldveiðar iiér við land, og nú verða lagðir fyrir Alþingi til endanlegrar sam- þyktar, þar sem þeir, ef þeír ná fram að ganga, leggja annan höfuð atvinnuveg Norðlendinga í rústir, og svifta margar þúsundir manna atvinnu og lífsuppeldi, og eru þar að auki stórkostlegt peningalegt tap fyrir landið. Skorar féiagið á hið háa Aiþingi að samþykkja ekki þessa samninga, eða aðra slíka, sem gerir erlendum þjóðum léttara fyrir að keppa við íslendinga á síldarmarkaðinum. Skorar fundurinn sérstaklega á fulltrúa Alþýðuflokksins á Alþingi að berjast gegn samþykt nefndra samninga.« Kaus fundurinn þriggja manna nefnd til að starfa að þessu máli með nefndum úr öðrum félögum úr bænum. Pá var á fundinum samþykt eftir- farandi ályktun út af bréfi sem stjórn Verkamannafélagsins hafði sent ýmsum félögum Verklýðsfél. Akureyrar: »Út af kröfu stjórnar Verka- mannafélags Akureyrar um aö fé- lagsmenn í Verklýðsfélagi Akur- eyrar, sem hafa sagt sig úr Verka- mannafélagi Akureyrar, greiði því hálft árgjald fyrir þetta ár. tekur fundurinn það fram, að slík krafa er hrein tilraun til svívirðilegasía fjárdráttar, og algerlega réttlaus, þar sem árgjald þess félags fellur ekki í gjalddaga fyr en 1. Júií n. k. og þeir, sem segja sig úr nefndu félagi fyrir þann tíma, hljóta að vera Iausir við greiðslu árgjaldsins. Ennfremur hefir stjórn Verkamanna- félagsins nýlega tilkynt í útvarpinu, að úrsðgn þessara ntanna vceri í alla staði Iðgleg, og hefir stjórnin á þann hátt viðurkent að krafa um Miðvikudagskvöld k/. 9 Dansinn ( Wíen -- Der Kongress tanst — Heimsfræg Ufa óperettumynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika fallegustu og vinsælustu leikarar Pýskalands: Lilian Harvey — Willy Fritsch — Conrad Veidt — Li/ Dagover — Otto Wallhurg — Paul Hörbiger. Fimtudagskvöld kl. 9: Spanskflugan Sýnd í síöasta sinn. greiðsiu á umræddu hálfu árgjaldi væri vísvitandi tilraun til fjárdráttar af hennar hendi.« Sendimaður Alþýðusambandsins, Ouðjón Baldvinsson, var staddur á fundinum og talaðí þar. Fundinn sátu 95 félagar og 16 nýir félagar gengu inn. Guðjón Baldvinsson, sendimaður Alþýðusambandsins, er hér i bSenum þessa dagana. Er hann á ferðalagi milli verklýðsfélaganna til að sain- ræma störf þeirra, og leiðbeina þeim. Ársskemtun skólabarnanna fór fram á Sunnudaginn, og var endur. tekin í gærkvöldi. í bæði skiftin var húsfyllír áhorfenda. Pótti skemtun- in hiu besta hjá börnunum, eins og vant er.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.