Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.03.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 07.03.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 Akkorðslaxtinn er miðaður við, að verkið sé að mestu leyti unnið á virkum dögum. Allir þeir, sem akkorð vinna, skulu vera þátttakendur í akkorðinu. Verði tekin akkorð við verk, sem taxtinn nær ekki yfir, er félags- mönnum skyll að fá samþykki félagsstjórnar og kauptaxtanefndar, áður en samningar um akkorðið eru fullgerðir. Verði akkorð unnin utan Akureyrar, ber akkorðstökum fríar ferðir þangað, sem vinnan fer fram og heim aftur. Félagið áskilur að öll vinna á Akureyrarhöfn, viö afgreiðslu frakt- skipa — önnur en talning, skriftir og vinna við spil — sé unnin af mönnum úr landi. Lágmarkskauptaxti kvenna við fiskvinnu; Dagvinna..................................kr. 0,70 Eftirvinna..................................— 1,00 Helgidagavinna..............................— 1,50 Fiskþvottur skal unninn í akkorði og greiðíst með kr. 1,00 fyrir hver 100 kg. af himnuteknum fiski og kr, 0,80 fyrir 100 kg. afóhimnu- teknum fiski. — Vinnudagur kvenna er hinn sami og fyrir karlmenn, og tími til mat- ar og kaffi hinn sami. Helgidagavinna telst einnig eftir sömu reglum og helgidagavinna karlmanna. Við lok hvers vinnudags skulu verkstjórar afhenda verkafólki vinnu- nótur, er sýni tímafjölda og kaup þess, þó má við stöðuga vinnu — og að fengnu samþykki hlutaðeigandi verkafólks — tilfæra vikuvinnu á einni nótu. — Vinnukaupið skal goldið í vikulokin á vinnustöðvunum og í vinnu- tímanum, nema verkafólkið kjósi annað frekar. Verði íslenska krónan lækkuð, hækkar taxti þessi f réttum hlutföll- um við lækkun krónunnar. Taxti þessi, þannig samþyktur á fundi Verklýðsfélags Akureyrar 5. Mars 1933, og gildir frá birtingu hans, og þar til öðruvísi verður ákveðið. — Akureyri, 7. Mars 1933. Erlingur Friðjónsson Ólafur Magnússon Svanlaugur Jónasson formaður. ritari. féhirðir. Guðlaug Benjamínsöóttir og Benedikt Jóhannsson meðstjómendur. Hitler sem frelsara Þýskalands, en Hitler Hindenburg, sem hinn stóra anda hervaldsins, sem nú eigi að lyfta Þýskalandi upp í hæðir frægð- ar og frarna. Báðir hafa fallið að fótum facismans, sem á að ríkja í Þýskalandi um aldur og æfi. En máske fer nú eitthvað öðru- vísi í þessum málum, en þessa faðmlaga-félaga dreymir um, meðan fyrsta sigurvíman stendur yfir. Vorþing Umdæmisstúkunnar hér hefir verið ákveðið að halda bér á Akureyri dagana 29. og 30. þ. m. Norsku sctmningarnir eru nú mjög umtalaðir um þessar mundir. Þykir öllum á einn veg með þá, að þeir séu óaðgengilegir og háðulegir í einu. Mun verða boðað til borgarafundar um þetta mál hér í bænum í vikulokin, og er þess að vænta að bæjarbúar láti ekki standa á sér að mótmæla samningunum á kröftuglegan hátt. ísfirðingar og Hafnfirðingar hafa þegar mótmælt samningunum. Stúkan Ísafold-Fjallkonan no. 1. heldur fund á Föstudagskvöldið kem- ur, í Skjaldborg. C f) -bilar best/r. ° Sími 260 . - ......... i uX-: „Forystuliðinu“ sárnar. í »Verkamanninum« 9. tbl. þ. á.^ er greinarkorn á fremstu síðu, þar sem »forystulið« V. S. N. sendir verkamönnum Sauðárkróks kveðju sína, og gefa mér vitnisburð um leið. Eðlilega eru kommúnistar mjög ergilegir yfir því, hve verka- menn sýna þeim lítið traust, em leggja hinsvegar kapp á að styrkja landssamtök sín, með því að fylkja sér við hlið stéttarbræðranna innan Alþýðusambands íslands. Eitt helsta vopn þeirra í stöðugum árásum á Alþýðusambandið, er að yfirfæra nokkurn hluta »samfylkingarliðs« síns til Alþýðuflokksins. Er þeim nokkur vorkunn, þótt þeir sverji af sér samvinnuna við íhaldið í blöð- um sínum, en lítt munu þau mein- særi gagna frammi fyrir verkalýðn- um, sem fylgist með og þekkir bardagaaðferðir þeirra. Eða hvað ætli verkamenn á Sauðárkróki segi um þá staðhaéf- ingu >Verkamannsins«,að »samein- uðu liði krata og íhalds hafi tekist að véla verkamannafélagið inn í Alþýðusambandið?« Formaður ungra íhaidsmanna á Sauðárkróki — Jón Agnarsson — gekk fram fyrir skjöldu »forystu- sveitar« K. F. í. og barðist gegrt því, að verkamannafélagið gengi inn í Alþýðusambarfdið. Hann flutti tillögu um að fresta atkvæðagreiðslu, — líklega í því skyni að »fjarver- andi kommúnistar* gætu setið næsta fund, — og hann greiddi atkvæði með kommúnistum, ásamt sínum fáu hræðum, — móti því að félagið gengi í Alþýðusambandið. Þetta er einfalt mál og ofurskiljan- legt. Engum er ver við Alþýðu- samband íslands en íhaldsmönnum* Yfirstéttin, atvinnurekendurnir, ótt- ast þann mátt, sem brýtur veldi þeirra á bak aftur. Þeir sjá sinn^ versta óvin í landssamtökum hins stéttvísa verkalýðs. Þeim er kær-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.