Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 14.03.1933, Page 1

Alþýðumaðurinn - 14.03.1933, Page 1
Nova fer íafgreit Kommúnistar berja á mönnum með bar- eflum. í gærdag sendu stjórnir Verka- mannaíélagsins og Einingar bæjar- stjórninni tiJkynningu um, að félög- in ætluðu að stöðva alla uppskipun úr Movu, nema bæjarstjórnin lofaði að verða við öllum kröfum Verka- mannafélagsins um kaupgreiðslur við tunnusmíðið, og þar að auki á- kvæði félagið hverjir ynnu og hverj- ir ekki. Bæjarstjórnin skaut 4 fundi í gærkvöldi og samþykkti þar að sinna þessu ekkert, og sækja félög- in til ábyrgðar á gjörðum þeirra, ef -þau færu að stöðva vinnu, sem fullt taxtakaup væri goldið við. Seint í gærkvöldi festu svo félögin upp til- kynningu um verkbann á Novu, og héldu vörð í alla nótt. Kl. að ganga 10 í morgun kom Nova, og þyrftist múgur og margmenni á bryggjuna, eins og gengur. Lét bæjarfógetinn forráðamenn verkbannsins segja tii um það, hvort þeir ætluðu að stöðva vinnuna meö valdi, ef hafin yrði, og játtu þeir því. Var þá ákveðið að byrja kl. 1. Stigu ræðumenn kommúnista í stólinn þar á bryggj- unni og töluðu til lýðsins, en lítið heyrðist til þeirra, því unglingar úr áhorfendahópi höfðu nokkurn háv- aða í frammi. Kl. 1 mættu verkamenn til vinnu, en þá hafði verkbannstiokkurinn fylkt sér fyrir skipið og tók að berja á mönnum, sem ætluðu 4ið fara að vinna. Skipaði lögreglu- stjóri ærslaseggjunum burt af bryggjunni, svo hægt væri að vinna. en þeir neituðu. Sagði lögreglu- stjóri skipstjóranum 4 Novu þá, að ekki fengist friöur til að afgreiða skipið og blés það til brottferðar strax á eftir. Var það ekki ætlun lögreglunnar, á þessu stigi málsins, að efna til áfloga. Þetta framferði kommúnistanna lýsir þeim mjög vel. f’eir halda því fram að þeir byrji aldrei 4 bar- smíðum að fyrra bragði, og reynsl- an hefir víðast verið sú, að lögregl- an hefir byTjað að berja á verka- lýðnum. Bér taka þeir á sig sök- ina ofan á það að leggja til kaup- deilu á alröngum grundvelli. Með þessu baka þeir verkalýðnum tvö- falda skömm, aö því leyti, sem þeir eru málsvarar hans. Alt er þetta gert til að gera að- stöðu verklýðsfélaganna verri í bar- áttunni og æsa upp á móti þeim. Hvert heimsku- og skálkapar, sem unnið er, vekur andúð gegn sam- tökunum, og setur á verkalýðinn ómenningarsvip. — Allt er þetta gert til að nema burt virðingu fyrir kröfum verkalýðsius, þegar ráðist er á lífskjör hans, og honum liggur á að standa með málum sínum með þeim öflum, sem nauðsynin löggildir. Hér var ekki um neina árás á lífskjör verkalýðsins að ræða. Tunnu smíðið hefir altaf verið rekið með lægra kaupi en tímavinnutaxti hefir ákveðið, og ekki orsakað neina kauplækkun, enda er sú vinna svo óskyld öðrum störfum, að engum dettur í hug að miða kaup við al- menna vinnu við tunnusmíðið. Nei, hér er bara um að ræða að svala ólátaeðli verklýðsmálaglæpa- mannanna, þótt það skaði verkalýð bæjarins í einu og öllu. . ■- vf ■. .—wry 1.. . . . r 1—1— L- J'vr Liggur nú fyrir verkalýðnum hér í bæ að segja til, hverri stefnunni hann vill fylgja í framtíðinni — óláta- og óhappastefnunni, sem kom- múnistarnir halda uppi og fram- kvæma, eða þeirri stefnu, sem ber hag verkalýðsins fyrir brjósti og hagar störfum eftir því. Þetta Novu-mál er glöggnr veg- vísir fyrir hvern þann, sem hugsar þessi mál. Til skýringar skal þaö tekiö fram, að Alþýðusamband íslands og þau félög, sem eru í því, taka engan þátt í þessu uppþoti kommúnistanna, og eru því algerlega mótfallin, Fac stastjórnin í F’ýskalandi eflir ein- ræði sitt á alla lund. Setur hvarvetna sína menn í trúnaðarslöður, en rekur embættismenn, sem tilheyra öðrum stjórnmálaflokkum, miskunarlaust úr embættum. Lýðveldisfáninn hefir verið bannaður, en keisaraláninn og flokks- fáni Fadsta dreginn að hún á öllum opitiberum byggingum. Allir, sem stjórnin telur sér stafa hætta af, eru handteknir. Óeirðir gjósa upp dag- lega hér og þar í landinu. Talið er víst að kommúnistum verði bönnuð þingseta. Sveitastjórnakosningar fóru fram í Prússlandi á Sunnudaginn. — Facislar unnu mikið á. Kommúnistar töpuðu að sama skapi. Aðrir flokkar stóðu nokkurnvegin í stað. Fjárhagsvandræði eru nú mikil í Bandaríkjunum. Hefir bönkum verið lokað víða um ríkin um lengri og skemmri tírna. Hefir jafnvel komið til tals að Bandaríkin hverfi frá gull- innlausii, eins og svo mörg önnur ríki hafa orðið að gera, en slikt þykir enginn hversdagsviðburður, þegar Bandaríkin eiga í hlut.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.