Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 14.03.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 14.03.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 Norskn samningarnir hafa verið mjðg á dagskrá undanfar- ið. Hefir þeim verið mótmælt harð- lega af flestum útgerðarmannafélöguro, sjómannafélögnm og verkamannafélög- um á landinu. Hér á Akureyri hafa Verklýðsfélag Akureyrar. Skipstjórafé- lagið, Sjálfstæðisfélagið og Útgerðar- mannafélagið mótmælt samningunum, en vegna samkomubannsins var ekki hægt 'að halda fyrirhugaðan borgara- fund nú um helgina. Finnur Jónsson á ísafirði hefir ritað fjórar greinar í Alþýðubl. undanfarið og sýnt glögglega fram á hve samn- ingarnir eru hætlulegir fslendingum, ekki einungis fjárhagslega, heldur sjálf- stæði landsins, þar sem aðrar þjóðir hljóti að gera sama tilkall til land- helginnar hér og Norðmönnum er veitt í samningunum. Enginn hefir treyst sér til að verja samningana. Á ferð- inni er frumvarp í þinginu um inn- flutningstoll á fiski og sild. Er þetta óbein neitun á samningnum, því í honum stendur, að 'nið opinbera megi engar hömlur leggja á sfldarsölu Norð- manna til íslands. Umræðum um samningana verður útvarpað frá Al- þingi kl. 9 í kvöld. Eitthvað boéið. »Verkam.« gerir mér þá sérstöku virðingu í gær, að »spandéra« upp á mig nokkrum vel völdum orðum, vegna þess að ég hafi átt að kalla einhvern fátækan barnamann »besefa« »viðrini« og fl. þess háttar, á fundi er atvinnubótanefndin hafði með vænt- anlegum tunnusmiðum á Föstudaginn var. Og á eftir hafi ég átt að hrópa á lögregluvernd. Pað hlýtur að vera eitthvað alvarlega bogið við sbarna- manninn*, sem þykist bafa orðið fyrir þessari óverðskulduðu árás frá minni hálfu, því eins og allir fundarmenn eru til vitnis um, komu þessi orð aldrei yfir mínar vaiir. Hitt sagði ég Tryggva Emilssyni þegar hann var að skora á okkur, sem ætlum að starfa við tunnusmiðið, að »hugsa« um hvað við værum að gera, að við mundum ekki hugsa minna af viti um verklýðs- mál en hann »og hans nótar«. Það þarf mjög einstæðan skilning á ís- lensku máli, til að finna út úr þessu »besefa« og »viðrini« — og þó sér- staklega mikið nánari kynni af »nót- um« Tryggva en ég hefi af að segja. Halldór Friðjónsson. Einar fær á baukinn. Þóroddur nokkur Guðmundsson af Siglufirði, sem talinn mun meðal helstu »baráttu-fúsanna« þar, hefir fyrir skemstu stofnað félag í Hrísey og látið það samþykkja hitt og annað, eins og vani er til hjá »baráttu-fús- unum«. — Meða! annars, segir blað sprenginga-kommúnista frá því, að Þóroddur þessi hafi látið Hríseyjar- félagið *lýsa andstygð sinni á starf- semi þeirra manna, sem vinna að því að sprengja verklýðssamtökin.« (Leturbr. hér). — Ýmsum mun þykja að Einar Olgeirsson fái all verulega á baukinn hjá þessu unga afkvæmi Þór- odds í Hrísey, því, eins og kunnugt er, hefir alt starf Einars innan verk- lýðsfélaganna hér, verið óslitið spreng- ingastarf. Og síðasta óþverraverkið af hans hendi í þessum efnum er það, að kljúfa Verkamannaíélag Akureyrar út úr Alþýðusambandi jslands, sem útlit er fyrir að muni ríða því félagi að fullu áður en langt um líður. Því á tæpum mánuði er talsvert á annað hundrað manns flúið úr þesssu félagí, meðal annars fyrir þessar aðgerðir klofningsmannsins Einars — og munu fleiri á eftir fara. Osannindi Verkamannsins. Það kom engum á óvart þó blað kommúnista á Laugardaginn var væri sóðalegt innrætis og útlits, enda var svo, svo sjaldan hefir verra verið. Blaðið er alt ein ósannindaþvæla, enda hafa útgefendur þess ekki öðru á að fljóta nú. »Verkam.« segir að bæjarstjóri hafi rekið verkamenn út af fundi á Föstu- dagskvöldið, af því þeir hafi ekki viljað ganga að kaupkúgun bæjarstjórnar. Það var ekki bæjarstjóri, sem gerði þetta, heldur stjórn Verkam.fél. Akureyrar, sem bannaði þessum mönnum að sæta þeirri vinnu, sem þeir - á fundinum — kváðust vilja vinna, og hafa meira upp úr en nokkurri annari vinnu á Auglýsingum í *Aiþýðumanninn« er veitt móttaka á afgreiðslu blaðsins í Lundargötu 5, í Kaupfélagi Verkamauna og í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Alþýðuinaðurinn er ódýrasta blaðið á Akureyri, en flytur mest lesmál. þessum tíma. ef þeir ekki væru bundn- ir við samþyktir félags síns, Þá hefir »Verkam.« það eftir þess- ura mönnum, a"ð Halldór Friðjónsson hafi átt að segja það á þessum fundi, að í Verklýðsfélagi Akureyrar »væri standandi nefnd, sem hefði ótakmark- að vald lil að gefa undanþágur frá kauptaxtanum*. Auðvitað er þetta ósannindi. Halldór sagði að félagar Verklýðsfél. Ak. yrðu að fá samþykki stjórnar og kauptaxtanefndar fyrir þeim samningum sem þeir gerðu við bæjar- stjórnina, enda er þetta tekið fram í kauptaxta Verklýðsfél. Akureyrar. Sýnir þetta vel hve þeim, sem eru undir áhrifum stjórnar Verkamanna- félagsins, gengur illa að segja satt orð, þó sæmilega sannorðir séu sera einstaklingar — utan allra verklýðs- mála. — Annars er alt þetta taxtabrotahjal kommúnistanna, í sambandi við tunnu- málið, harla kátlegt, þegar þess er minst, að árið 1931, þegar Einar Ol- geiisson var form. var hann rétt að því kominn að semja við Hjalta Esp- holin um kaup verkamanna í tunnu- verksmiðjunni, þegar hann var rekinn úr formannssæti, og það kaup átti að vera 80 aurar um tímann, en var hækkað af Erlingi Friðjónssyni, sem þá tók við forrnensku Verkamannafé- lagsins, upp í 85 aura. Þegar því kommúnistar eru að tala um taxta- brot og kauplækkun í satnbandi við tunnusmíðið, höggva þeir óþægilega nærri æðsta presti sínum, Einari Olgeirssyni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.