Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 21.03.1933, Page 1

Alþýðumaðurinn - 21.03.1933, Page 1
ALÞYÐUMAÐURINN [. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 21. Mars 1933. | 17. tb Valdarán 09 hótanir uppreistarmanna. Þó skýrt hafi verið hér í blaðinu frá ólátum þeim og yfirgangi, sem hafður var í frammi af uppþots- mönnum hér í bæ, þegar Nova var á suðurleið, hefir ekk? enn verið skýrt frá þeim þætti málsins, sem eðlilega hlýtur að vekja mesta undr- un bæjarbúa og annara áhorfenda. Svo er að sjá á málgagni uppþots- manna, sem deila sú, er þeir hafa vakið við bæjarstjórn Akureyrar, sé eingöngu um kaup það, er greitt yrði við tunnusmíðið. En frá hendi bæjarstjórnar er óhætt að fullyrða að deila þessi er ekki eingöngu vegna kaupkrafanna, heldur vegna þess að uppreistarmennirnir heimta að bæjarstjórnin afhendi þeim það vald, sem henni einni að sjálfsögðu ber að hafa yfir vinnu þeirri, sem unnin er á hennar vegum. í bréfi því, er stjórnir Verkamannafélagsins og Verkakvennafélagsins hér rituðu bæjarstjórninni áður en Nova kom með tunnuefnið, var þess krafist af þessum stjórnum, að þœr réðu því hvaða menn ynnu við tunnusmíði bæjarins, en eins og kunnugt er, hefir bæjarstjórnin falið atvinnu- bótanefnd sinni að ráðstafa þessari vinnu eins og annari atvinnubóta- -vinnu. — Er bréfið birt hér til sönnunar því að rétt er frá skýrt: Vegna þess að kunnugt er, að bæjarstjórn Akureyrar hefiríhyggju að láta framkvæma smíöi á ca. 20 £úsund síldartunnum, án þess að iaka tillit til þeirra krafa, sem Verka- mannafélag Akureyrar hefir gert, í þessu efni, tilkynnist yður hérmeð, að Verkamannafélag Akureyrar og Verkakvennafélagið »Eining«, hafa ákveðið að líða ekki framkvæmd þessa verks, nema bæjarstjórn Ak- ureyrar undirriti samning við þessi félög, um að vinnulaun við þetta verk verði greidd samkvæmt kaup- taxta Verkamannafélags Akureyrar, en það er kr. 1,25 á klukkustund, ef um tímavinnu er að ræða, en kr. 250,00 á mánuði yfir vetrarmánuð- ina, ef ráðið er til minst tveggja mánaða. Ennfremur krefjast félögin þess, að við tunnusmíðið vinni ekki aðrir en þeir, sem stjórnir félaganna sam- þykkja. — (Leturbr. hér). Óskum svars fyrir kl. 6 síðdegis 13. þ. m. — Ef svar verður ekki komið fyrir tilsettan tíma, skoðast það sem neitun, og munu félögin haga sér samkvæmt því. Akureyri, p. 13. Mars 1933. ( stjórn Verkakvennafél. »Eining«: (Sign.) Elísabet Eiríksdóttir. — Steinunn Jóhannesdóttir. — Aðalbjörg Helgadóttir. — Kristjana Grímsdóttir. — Margrét Vilmundardóttir. í stjórn Verkamannafél. Akureyrar: (Sign.) Steingr. Aðalsteinsson, — Magnús Gíslason■ — Björn * Grímsson. — Sigurjón fóhannesson- — Sigurður Vilmundarson. Til bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar Akurey ri. Annar þáttur þessa máls gerist, er þrír menn úr iiði uppþotsmanna fara á fund bæjarstjóra með áskor- ISMB N YJ A BI O H M ið vikudags- og Fim tudagsk völd kl. 9: Kvikmyndasjónleikur í 8 þátt- um. — Aðalhlutverkið leikur hinn heimsfrægi cowboy T O M M I X. Óvenjulega skemtileg og spennandi mynd. með einum besta og hetjulegasta reið- manni heimsins. Aukamynd; MICKY MOUSE í SKOTGRÖFUNUM. un um að haldinn sé opinn fundur í bæjarstjórninni, og þar sé gengið að öllum kröfum, sem setlar séu fram í ofanrituðu bréfi, og skýra menn þessir þannig frá, að ef ekki verði tafarlaust gengið að kröfum þessum, þá geti fyrirliðar uppþots- manna ekki borið ábyrgð á þvi þó einhverjir úr þeirra liði fari að mis- þyrma vissum mönnum, sem þó eru ekki nefndir á nafn. Að sönnu er bæjarstjórinn einn til frásagna um ummæli þessara manna, en engum mun til hugar koma að hann skýri rangt frá um að ofan- greindar hótanir hafr verið hafðar í frammi við hann. Er áskorun þessi um opinn fund birt hér til sönnunar um heimsókn þremenninganna til bæjarstjórans, og geta menn séð á uncfirskriftun-

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.