Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 25.03.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 25.03.1933, Blaðsíða 1
III. árg. 18. tbl. Akureyri, Laugardaginn 25. Mars 1933. Málamiðlim. Verkamennirnir taka fram fyrir hendurn- ar á æsingafíflunum. Eins og spíð hefir verið í undan- förnum blöðum, hafa verkamennirn- ír, sem dregnir voru út í Novu uppþotið, sansað sig á málinu, þegar þeir fengu tírna til að yfirvega það á rólegan hátt. Eru ávextir þessa nú að koma fram í málamiðlun og samningum milli bæjarstjórnar og Verkamannafélagsins. Strax eftir að Nova fór héðan, óafgreidd, um daginn, fór að bera á megnri óánægju meðal verkamann- anna, sem höfðu verið spanaðir út x uppþotið. f*eir sáu, sem var, að verið var að svifta þá atvinnu og fé, og uppþotið var öllum til skaða og vanvirðu. Við þetta bættist og að kommúnistar á Siglutirði kjánuðust til að gera samning við skipstjórann á Novu, sem velti allri ábyrgð af bæjarstjórninni hér yfir á skipið og Verkamannafélag Akureyrar. Bætti þetta svo aðstöðu bæjarstjórnarinnar 1 deilunni, að hún stóð með pálm- ann í höndunum og gat sagt við skipstjórann, að nú skyldi hann sigla heiminn á enda með tunnuefnið upp á sína ábyrgð. Aðalbjörn Pétursson kom hingaö með Dettifossi — til að »starfa með samherjunuta«, en helst lítur út fyrir að verkamennirnir hafi ekki þurft .annað en sjá framan í hann til að sannfærast til fullnustu um að þeir væru á röngum vegi, því eftir það hættu þeir aö hlusta á æsingafíflin og fariö var að hugsa til að útkljá jnálið á samningagrundvelli. Fyrir milligöngu nokkurra manna, komu atvinnubótanefnd og fjárhags- nefnd á fund með stjórn Verka- mannafélagsins, þar sem eftirfarandi punktar til samkomulags voru'sam- þyktir af nefndunum og meiri hluta stjórnar Verkam.fél. — þremur verlcamönnunum úr henni. — (Allar leturbrevtingar gerðar hér). 1. Vinna skal tunnusmíðið í akk- orðsvinnu, þannig að verkamenitirnir beri úr bytum allt það, er inn kem- ur fyrir tunnurnar, að frádregnum kostnaði. Samningar bæjarstjórnar- innar við verksmiðjueigandann standi óbreyttir. 2. Bærinn annist allt reikningshald við vinnuna, sölu tunnanna og inn- heimtu andvirðisins, allt án endur- gjalds. 3. í lok hverrar vinnuviku skal greiða verkamönnunum minnst kr. 1,00 á klukkustund, og er þá miðað við það að unnið sé í 10 stunda vöktum. 4. TiL að fyrirbyggja allan misskiln- ing, taki bæjarstjómin það fram, að þó hér sé samið um kaupgjald við ákveðna vinnu, þá viðurkennir hún að ööru leyti kauptaxta Verkamanna- félags Akureyrar. Enda stendur enn í gildi samþykkt bæjarstjórnarinnar frá 1.929 um það, að greiða skuli kaup í bæjarvinnu samkv. kauptaxta þessa verkamannafélags. 5. Heimilt skal Verkamannafélagi Akureyrar að gera tillögur um ráðn- ingu inanna í vinnuna og má þaö senda fulltrúa sinn á þann fund at- vinnubótanefndar, er endanlega ákvörðun tekur um ráðninguna. 6. Engan kostnað má leggja á tunnugerðina, er á kann að falla í sambandi við afgreiðslutöf e.s. Novn. 7. Niður skulu falla allar skaða- bótakröfur og málshöfðanir í sam- bandi við undanfarandi deilu. Lesendur eru nú beðnir að bera þetta saman við kröfur þær, sem stjórnir Vmfél. Ak. og »Einingar« ' voru áður búnar að gera til bæjar- stjórnar. Sést þá hvað er nú orðið af stóru orðunum æsingapostulanna og öllum gauraganginum í sambandi við þau Samkomulagið sýnir aö aðstaða verkamannanna eftir þessa samninga er mun verri en hefði verið, ef Verkamannaíélagið hefði þegrtr í vetur gengið að skilmálum bæjar- stjórnar. Samkvæmt réttum útreikn- ingi kunnugra manna hefði tunnu- akkorðið gefið algengum verkamönn- um, við fyrstu útborgun 90 anra á tímann og beykiruin 110 aura. I’á hefði þessi vinna orðið unnin um háveturinn, þegar elckert annað var að gera. Nú fá verkamennirnir, beykirarnir sem aörir, aðeins krónu á tímann, og þar sem beykirarnir verða að hafa hærra kaup en al- gengir verkamenn, verður að draga af kaupi algengu verkamannanna handa þeim. Útkoman verður því hin sama og í akkorðinu átti að verða. En með aðförum sínum hefir Verkamannafélagið dregið þetta verk fram á vor. Nokkuð af verkinu gengur fram á hærri mánaðartaxtann og þann tíma, sem verkamennirnir hafa venjulega mest að gera við útivinnu. Vinningurinn er því eng- inn. En samkomulagið gerir aðstöðu verkamannanna að ýmsu leyti verri en áður var, og þó einkum í tveim atriðum. f*að er fram tekið, að samningur- inu við verksmiðjustjórann standi

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.