Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 25.03.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 25.03.1933, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUMAÐURINN B. S. A. - Sími 9. óbreyttur. í þessum samningi eru ýms atriði, sem ganga svo á rétt verkamannanna, að varla er liggj- andi undir, enda var nefnd sú, sem verkamennirnir kusu sér á fundinum, sem fél'agar Verkamannafélagsins gengu af, sællar minningar, búin að ákveða að fá lagfæringu á þessu, verkamönnunnm til hagsbóta, en nú er þetta útilokað. Þáer 7anda atriðið, þarsem Verka- mannafélagið viðurkennir að bæjar- stjórnin eigi »skaðabótakröfur« A hendur félaginu vegna uppþotsins við Novu. Þetta er einsdæmi í ís- lenskri verkiyðsmálasögu, að verk- lýðsfélag hafi hagað sér svo* að hægt hafi verið að sækja það til sakar fyrir framferði þess — og félagið viðurkennir þetta, sjálft og biðst friðar. Hvílíkt niðurlag! — Og þvílíkt kjaftshögg á æsingamennina, sem drógu verkalýðinn út í þessa deilu, sem hann verður að kaupa sig út úr og auðmykjast fyrir! í fyrrakv. var sameiginlegur fund- ur í Verkam.fél. og »Einingu« um þessi mál, og stóð hann langt út á nótt. Þar settu verkamennirnir hnef- an í borðiö og knúðu æsingaseggina til að samþykkja miölunartillögurnar. Samt voru sett fram þrjú skyringar- atriði á samkomulaginu og þar að auki farið fram á að tveir menn, sem búið var að ákveða í vinnuna, ynnu þar ekki. Var þetta samþykt með örfáum atkvæðum, en feld til- laga, er fram kom á fundinum um það, að reyna að útiloka félaga Verk- lyðsfélags Akureyrar frá vinnu. Svo var vilji verkamannanna á fundin- um einbeittur aö æsingaseggirnir þorðu ekki að íáta á sér bera. í gær skaut bæjarstjórnin á fundi og samþykti þar að taka hin þrjú skyringaratriði inn i væntanlega samninga, en fjórða atriðinu — um útilokun þessara tveggja manna — var neltað ákveðið og. taliö fyrir neð&n allar hellur. Var svo Verka- mannafélaginu gefinn frestuf þar til á morgUn. í gæfkvöldi béldtt svo hlutaðéig- andi félög fund og samþyktu þar, að falla frá fjórða skilyrðinu og semja á þeim grundvelli. Var verk- bannstilkynningin þá tekin ofan og má nú biíast við að þetta mál sé þar með á enda kljáð, — Nova kemur á morgun. F"að sem sérstaklega einkennir endalok þessa máls er það, að það eru verkamennirnir sjálfir, sem taka fram fyíir hendurnar á æsingafífl- unum og bjarga málum sínum á þann besta hátt, sem kostur er á. — ÍPetla sannar og enn einu sinni það, sem altaf hefir verið haldið fram hér í blaðinu, að verkalýðurínn vill vinna sig áfram á friðsamlegan hátt, og bjargar málum sínum altaf á þann hátt, þótt hann hafi verið æstur til óláta í bili. Þaö sannar og áþreifanlega þá kenningu jafn- aðarmanna, að verkalyðurinn eigi að viniía sig áfram eftir leiðum skyn- semi, reynslu og athyglis, en leggja ekki hlustir við ópum ærslaseggj- anna, sem aldrei gera neitt annað en draga verkalýðinn út í ófæruna, sem svo hann sjálfur verður aö bjarga sér úr, ef hann ekki á að farast. — Uppreistarmenn og ílialil sameinasí. Forgöngumenn uppreistarinnar við Novu hafa haldið því mjög á lofti að, ef Verkiyðsfélag Akureyraf hefði ekki verið stofnað, :þá hefðu þeir aldrei gert neitt uppþot, og svart- asta íhaldið hér í bæ hefir tekið mjög hjartnæmt undir .þessa yfirJýs- ingu uppreistarmannanna, og bás- únað það út um allan bæ, að Verk- lýðsfélagið væri sá vargur í véum, sem þeim bæri að stefna heift sinöi að með uppreistarmönnunum. Þessi játning uppreistarmannanna um að uppþot þedrra Jbafi ekki byggst á því, sem var haft að yfirvarpi, að bæjar- stjðrn Akureyrar hafði ákveðið að framkVæma tunnusmíði hér í bæn- um í akkorði er gerði ekki taxakaup Verkamannafélagsin^, synir mæta vel þaðt sem að sönnu var fyrir löngu vitað, að það \ar ekki umhyggja þeirra fyrir velferð verkaiyðsins, sem hvátti þá til starfa, heldur er slíkt notað á sama hátt og fyrirbænir hræsnarans" á strætum og gatnamötum, í fyrstu mun það hafa átt að fara leynt er uppreistarmennirnir hvísluðu því f eyru íhaldsins, að þeir hefðu orðið góðu börnin ef verkalýðurinn hér í bæ hefði staðið tvístraður og ófélags- bundinn, eins og íhaldið óskar eftir að hann sé, en vígamóður uppreist- armannanna og samhygð íhaldsins með því áframhaldi þeirra að sundra kröftum verkaiyðsíns hefir gjört þetta mál svo opinskátt að það er komið inn í gatnaræður æsinga- mannanna, og á opinbera mann- fundi. Að einu leyti er sannleiksvottur í þessu máli og hann er, sá að verka- mennirnir hér í bæ hafa haldið ó- látamönnunum niðri 3 síðastliðin ár með því að taka fram fyrir hendur á þeim þegar átt hefir að fremja upphlaup svipað því er hér hefir gerst fyrir skemstu. Þeir hafa tekið fram fyrir hendur þeirra manna í Verkamannafélagi Akureyrar, sem slík óvitaverk hafa ætlað að vinna og upphlaupsmönnunum hefir vaxið þróttur í þessu félagi, þó tala þeirra hafi ekki aukist við það, að hyggnari og gætnari mennirnir hafa yfirgefið þá og myndað nytt félag. Slíkt kemur engum kunnugum manni á óvart þó uppreistar- og ó- látamenn þessa bæjar hatist við þá menn, sem haldið hafa uppreistar- hug og athæfi þeirra niðri undanfarin ár, og ihaldið feti í slóð ólátanna með hefndarhug til hins nýja fé- lags. íhaldið veit að uppréistar- mennirnir eru samherjár, sem kalia íram ríkislögreglu óg facisma, sem því er kæfkomið ástand. Það verð- úr þvi ekki talið óeðlilegt þó sam- starf verði með þessum eðlisskyldu yfirgangsflokkum, þó annar laumist áffam að einveldistakrtiarkinu, en hinn berjist með axarsköftum í sama augnamiði. Fáir munu Vera svo staurblindir á eðíi máls og manna, að þeir telji það skyldu hygginna óg rólyndra verkamanna eða krenna, að pintast í féfagsskap, með að því er vifðist, báii brjáluðum uppreistarmönnumr sem frémja götuóeifðif pg friðar- spell á almannafæri, þó það gæti

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.