Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 25.03.1933, Side 3

Alþýðumaðurinn - 25.03.1933, Side 3
alÞýðumaðurinn 3 orðið tilþessað aðrir bæjarbúar ættu rólegri daga. Það verður ekki bet- ur séð en sú bæjarmeinsemd, sem uppvöðsluháttur ólátamannanna er, sé sameiginlegt böl allra þegna bæjarfélagsins, og það beri ekki verkafólkinu öðrum fremur að líða þær meinsemdir. Verklýðsfélag Akureyrar mun því láta sig einu gilda þó uppreistar- menn og svartasta íhald þessa bæj- ar gráti sameiginlegum heiftartárum yfir stofnun þess. Glæpalíf. (Framh,). Almenningur gerir sér yiirleitt ekki fulla grein fyrir því hvað tap á 36— 40 milj. króna þýðir fyrir jafn litla þjóð og íslendingar eru, Hvílík mara það er á íslensku atvinnulífi, að bank- arnir skuli þurfa að vinna upp þetta gífurlega tap með því að hafa útláns- vexti helmingi hærri en á sér stað í sumum nágrannalöndunum. En með nokkrum dæmum má skýra þetta svo að hver og einn skilji hvað um er að ræða. — Fyrir þessa Upphæð mætti byggja góðar íbúðir, með núiíma þægindum, yfir um 3500 verkamannafjölskyldur. Þessi upphæð svarar tif árskaups 1000 verkamanna í 10 ár, Fyrir þessa upphæð mætti byggja 3—4 þús. sveitabæi í nútíma stíl. Fyrir þessa upphæð mætti kaupa 80 nýja togaia. Það er sama sem nýir atvinnumöguleikar fyrir 2000 sjó- menn — Fyrir þessa upphæð mætti kaupa 800 báta, áiíka vandaða og stóra og samvinnufélagsbátarnir á ísafirði eru. Það þýðir atvinnu fyrir 10 þús. sjó- menn. Hvað mörgu fólki þessi atvinnutæki gáetu framfleytt, ef sæmilega væri stjórnað, getur hver og einn reiknað út. Fyrir þessa upphæð mætti girða, brjóta og fnllrækta 40 þúsund hektara af landi. Af þessu landi mundu fást um 2 milj. og 400 þúsúnd héstar af töðu, sem værf nægilegt fóður handa 60 þúsund kúm. Þessar kýr mundu mjólka um 150 miljónir lítra á ári. — Rannsaki nú hver og einn, eða giski sér til hvað margt fólk gæti lifað góðu lífi á þessari mjólk. Hefði ríkissjóður þessar 36—40 miljónir handbærar núna, gæti hann greitt allar utanríkisskuldir sínar núna á morgun. iVleð sömu upphæð gætu íslenskir bændur borgað allar skuldir sínar. Þótt réítvísin á ísiandi sjái enga ástæðu til að dæma þá menn, sem sóuðu miljónunum, eða þá sem sleptu þessu fé við þá, mun almenningur fella simi dóm yfir lifnaði þeirra. Hann er enn eltki orðinn svo ger- sneiddur sóma- og réttlætistilfinningu, að hann sjái ekki hvað hér er á ferð. II. Öll ofeyðsla og fávísleg sóun á fjármunum er órétt undir öllum kringumstæðum. Allt það fé, sem fer þær leiðir, er tekið frá öðrum, sem hefir þess fulla þörf. Þegar góðæri ríkir í einhverju landi, er léttar tekið á eyðslusemi, en þetta stafar af veikleika mannanna og and- varaleysi. Vegtia eyðsluseminnar á göðu árunum fáum við vonci ár. En hvað segir almenningur um það, þegar vissar stéttir manna lifa eyðslusömu lífi, þegar hinn vinnandi lýður lifir við skort og allskyns þreng- ingar? Vér höfum haft tvö kreppuár und- anfarið. — Vér lifum á kreppuári. — Kreppuár eru framundan. Ríkissjóður er í þröng — svo mikilli að við sjálft hefir legið, að starfsmenn rfkis- ins hafi ekki getað fengið kaup sitt greitt. Algerður stans má heita á op- inberum frámkvæmdum Stjórnarvöld- in hafa talið nauðsynlegt að skamta almenningi nauðsynjarvörur, svo sem fatnað og annað þvílíkt. Hver myndi trúa því að á þessum tímum væri fluttur inn í landið óþarfa- og skað- semdarvarningur fýrir milj. krónð. Eftir því sem siðustu Tjárlög áætl- uðu tekjur af áfengi, alskonar tóbaki og öðrum munaðarvörum á þessu ári, er ekkert hátt áætlað, að þjóðin eyði í þenna póst um 5 — 6 milj. króna þetta ár, og þó sjálfsagt nokkru meira þegar á það er litið að alskonar mun- aðarvörum er smyglað inn í landið í blóra við leyfilega innflutninginn. í kjölfar notkunar áfengis, tóbaks og C f) -bílar besiir. Sími 260 annara munaðarvara, sigla sjúkdómar og önnur vanlíðan þjóðarinnar. For- ráðendum þjóðárinnar kemur ekki til hugar að lélta þessari byrði af þjóðinni. Hvað heitir þessi ráðsmenska réttu nafni? — Fyrir og um síðustu hátíðar var út- varpið látið hrópa út yfir löncí og höf á hjálp handa nauðliðandi fólki í höfuðstað landsins, sem liggur um- kringt af bestu og aflasælustu fiski- miðum í heimi, Fólkið var ldæðlaust. Börnin áítu ekki skó á fæturna. Mæður komu til hjálparnefndarinnar. Biðu klukkutímum saman eft r notuð- um 3«spjörum« ti! að klæða börnin sín í um jólin, Fjöldi heimila gat ekki breytt til í mat á sjálfri jólahá- ííðinni, nema með hjálp »góðhjartaðra rnanna*. Svona lýsti útvarpið ástand- inu, og gat þess um leið að »engin tiltök væru að greiða úr vandræðum allrat. Samt var hjálpfýsi reykvískra borgara við brugðið. — Þetta ástand hefði átt að setja svip alvöru og sam- úðar á höfuðborg landsins um hátíð- arnar. Þessi tímamót á yfirborðinu eru svo fræg fyrir sameiningarmátt og bræðralag, Hvar skyldi léttúð og ó- lifnaður eiga griðland, eða láta á sér bæra á slíkri stund og stað? Eitt höfuðst2ðarblaðið bregður upp eftir- farandi mynd af þessu: Hótel Borg, aðal samkomustaður svallara og eyðsluseggja höfuðborgar- innar, hefir leyfi til að veita vín til kl. 11 á kvöldin. 1. Des. s. 1. hafði samt Ól. Thors veitt leyfi (i heimild- arleysi auðvitað) til að viðhalda full- veldisfyllirii til kl. 3 um nóttina eftir. Á Nýirsnótt var vínveitingaleyfið veitt til kl. 5 eftír miðnætti. Þetta var siðastá kreppuráðstöfun Ól. Thors. — Svb báetir blaðið vfð: *Og þessi nýársitóft á Hótel Borg — löf sé Ól. Th. — er að mörgu leyti talin eftirminnileg. Kl. 12 um nóttina, þegar atyinnumálaráðhe?rann var að enda sína útvárpsræðu, óg flytjá blessunarorðin ýfir laúdálýðn'om, þá voru Ijósin slökt á Hðtel Borg. Þetta er talinn góður og gildúr graen- B

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.