Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 04.04.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 04.04.1933, Blaðsíða 1
III. árg. Akureyxi, Þriðjudaginn 4. Apríl 1933. Mat á síld. Þeir, sem hafa fylgst með þing- fréttum í vetur, hafa hlotíð að taka eftir því, að aldrei í sögu Aiþingis hefir verið unnið eins mikið og nú að koma á mati á allskonar vöru- tegundum, sem ekki hafa verið matskyldar undanfarið, og herða á mati því er fyrir var. Vér höfum all umfangsmikið fiskimat, og hefir það verið rækt í mörg ár. Þó segir forseti Fiskifé- lagsins, að þetta mat þurfi að auka og herða. Undir því sé heill fiski- útvegsins komiri. Mat á ull og kjöti heíir átt sér stað í mörg ár, og gert mikið gagn. Þá er hið yfirstandandi Alþingi að endurbæta fyrirmæli þessara mats- laga og herða á matinu. Bændur telja þetta brýna nauðsyn. Þingmenn Skagfirðinga eru að !áta Alþingi samþykkja heimildarlög um mat á heyi, sem gengur kaup- um og sölum. Þetta er talið nauð- synlegt, og gerir þó heysala lands- manna ekki mikinn hluta af við- skiftum þeirra. Þá er Alþingi að samþykkja skyldumat á meðalalýsi. Feður þessa matsfrumvarps telja það allt að því glæpsamlegt að þetta skuli hafa dregist fram á þennan dag. Ennfremur hefir sú tillaga komið fram á Alþingi nú, að ákveðið sé að meta ýmsar iðnaðarvörur, sem selja á út úr landinu, og innan lands. — Eti að sem/'a lög um mat á síld, dettur etigum í hug. Þetta er því einkennilegra fyrir- brigði, sem vitanlegt er að síldin er, sú vara, sem jafnvel mest af öllum útflutningsvörum vorum þarfnast mats, og þess á fullkominn hátt. Á meðferð Alþingis á norsku samningunum sést það, að harla fáir af þingmönnum virðast hafa þekkingu á síldarútgerðinni og flestir þeirra eru algerlega kæru- Iausir um allt það, sem að þeim málum lýtur. Er þetta að vonum, þar sem þingmannavalið er svo rammvitlaust, eins og sést á því, að allir þingmenn Eyfirðinga og Akureyrar, eru bændur, sem virðast hata alla síldarútgerð, þótt nær því öll síld, sem veidd er hér við land, sé verkuð og flutt út úr þessum kjördæmum. Og eftir skrípaleik Alþingis með síidarmatslögin s. 1. ár, er ekki að undra þó jafn þörf ráðstöfun, sem síldarmatslög, eigi ekki upptök sín í þeirri samkundu. En hvers vegna þegja síldarút- gerðarmenn og saltendur? Finnst þeim ekki nóg átt á hættunni þó þessi þarfi liður, sem síldarmatið er, sé ekki feldur burtu? Það á sér hvergi stað, þar sem síld er veidd og verkuð, að það séu ekki til heimildarlög að minsta kosti, sem gefa þeim kost á að fá metna síld, sem þess æskja. — Skotar, sem ekki hafa skyldumat á síld, hafa heimildarlög um síldar- mat og merkingareglur, og getur hver sem vill notfært sér það. Varla mætti minna vera hér. Það virðast vera tiltölulega fáir menn sem gera sér Ijóst hve mikil stoð síldarseljendum er að útfiutn- ingsmati, sem hið opinbera stendur á bak við- Svo má heita að nýir seljendur síldar, sem ekki eru þektir á erlendum markaði, hafi ekkert annað að styðjast við en viður- kenningu ríkisins fyrir að vara 21. tbl. M NYJA BIO M Miðvikudagskvöld kl. 9: GÖtlÞ söngvararnir. (3>Mary-Mary«) Þýsk tal- og hljómmynd í 9 þáttum. Aðalhlutverkin leika og syngja: Comedian Harmonists. »COMEDIAN HARMONISTS< eru orðnir frægir um víða veröld á síðustu árum, og eiga myndir með þeim jafnan vísa góða aðsókn. þeirra sé frambærileg. Og vöntun hins opinbera mats verður oft og einatt til að fella verðið að nauð- synjalausu. Hvaða bagi er að því að hafa ekki opinbert síldarmat sást haiia vel hér nyrðra s. I. haust. Síld átti að selja til Danzig. Salan átti að fara fram hér og kaupendur kröfð- ust mats á síldinni. Ekkert síldar- mat var til, og til þess að láta það eitthvað heita, setíi seljandinn, eða réttara sagt milligöngumaðurinn milli seljanda og kaupanda, um- boðsmenn sína til að meta síldina. Þetta var sala til staðar þar sem kaupendur voru vanir að kaupa eftir matsvottorði. Þrátt fyrir það að síldin var að öllu leyti verkuð eftir kröfu kaupanda, feldi hann hverja tunnu um ca. 5 krónur þeg-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.