Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 04.04.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 04.04.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn I 3 ararnir<, var drenglyndið auðsætt. hér er því ekki að ræða um nein »samantvinnuð ósannindi oddvitans og »Alþýðum.«, heldur einföld og hversdagsleg ósannindi »Verkam.« Að lokum: Ég svara hvorki fúk- yrðum né öfugyrðum þess rithöf- undar, er engin rök ritar. Ég tel vitnisburð kommúnista um »Sleif- aralag í sveitarmálum*, glöggan vott þess, að góð regla ríki um slík mál eftir borgaralegum skiln- ingi á þjóðskipulags-hugtakinu. — Enda er ekki vitanlegt annað hér en að mjög sæmileg regla ríki, svo eigi sé frekar að orði kveðið. Loks tel ég mér og öðrum ský- Iausa sæmd, en ekki vansæmd, að þeirri »þröngsýni og stórmennsku*, sem ekki leyfir kommúnistum við- námslaust í ræðu og riti, að vaða uppi með lygi og lögfeysur. Mun svo reynt hér eigi síður framvegis en hingað til. Sauðárkróki, 8, Mars 1933. Jón Þ Björnsson. Frá Alþingi. Átta brennivínsberserkir í n. d. báru í s. 1. viku fram frumvarp um algert afnám áfengisbannslaganna. Hefir frumvarp þetta verið fjórum sinnum til umræðu í deildinni og hefir senuan aðallega staðið milli aöalflutningsmanns þess, Jóns Auð- unns Jónssonar, annarsvegar, og Péturs Ottesens og Vilmundar land- læknis hinsvegar. Á Miðvikudaginn bar Vilmundur fram rökstudda dag- skrá, er vísaði málinu frá, þar sém sannanlegt væri: að drykkjuskapur hefði verið nær því enginn hér á landi meðan algert bann var í gildi; að drykkjuskapur hefði aukist að sama skápi, sem slakað héfði verið á bannlögunum; að þrátt fyrir allar þær misþyrmingar, er Alþingi hefði framið á bannlögunum, væri drykkju- skapur þó ' mihni hér en í þeim lönd- um, þar sem ekkert bann er; að áfengisdrykkja myndi vaxa að mikl- um mun, ef það, sem eftir er af bannlögunum, væri afnumið; að ó- sæmilegt væri af ríkinu að flytja inn og selja sterka drykki til ágóða íyiir ríkissjóð (en því geröi frum- varpið ráð fyrir); að af þvf myudi leiða bölvun fyrir land og lýð; og að óverjandi væri að afnema lög, sem sett hefðu verið með þjóðarat- kvæði að baki, nema slíkt væri bor- ið undir þjóðina aftur. Atkvæða- greiðsla um dagskrána hefir enn ekki farið fram. Skæðadrífa. Steingrímur hefir heyrt. Steingrímur Aðalsteinsson »hefir heyrt« að Erlingur Friðjónsson »hafi fengið á kreppuárunum nokk- ur þúsund krónur fram yfir það, sem hann var ráðinn fyrir hjá Kaupfélagi Verkamanna*, og nátt- úrlega hefir Steingrímur þá líka heyrt, að laun Erlings við Kaup- félagið séu ekkert smáræði, þótt hann geti þess ekki sérstaklega- — Laun Erlings Friðjónssonar hafa nálega aldrei farið fram úr fjögur þúsuud krónum á ári í þau 15 ár, sem hann hefir veitt Kaupfélaginu forstöðu, og hefir þess ekki orðið vart, að hann væri óánægöur með þessi árslaun, þótt, ef miðað væri við kennaralaun konu Steingríms, sem eru hátt á þriðja þúsund kr. yfir veturinn, ætti kaup Erlings að vera 8—10 þúsund kr. á ári. — Sennilega verða þá laun konu Stein- grims færð niður í samræmi við kjör Erlings við Kaupf.élagið, svo fátæku barnaheimilin hér í bænum séu ekki áð eyða fé að óþörfu í laun kenslukonunnar. Ekki er ó- megðin þar frekar en hjá Erlingi. Tíunda-svik hjá Steingrími. Steingrímur frá Lyngholti virðist kunna vel við gömlu aðferðina, að svíkja tíund, eins og það var kall- að þegar bændur töldu ekki fram nema sumt af búpeningi sínum, þótt lögum samkvæmt bæri áð telja allt fram, svo á peninginn yrði lögð þau gjöld, sem bændum bar að greiða til hins opinbera. En tíunda- svik Steingríms eru á aðra lund en þeirra, sem kvikfénað drógu undan R Q n -bilar bestir. ^ 0 Sími 260 í framtali, því hann á fátt kvikfén- aðar svo kunnugt sé, og verða það því eingöngu tekjur konunnar, sem eðli hans verður að koma tí- undasvikunum að, enda skortir þar ekki á, að undan sé dregið í fram- tali hans t »Verkamanninum« 1. Apríl s. I. Telur hann laun konu sinnar hér við barnaskólann ekki nema á »tólfta hundrað krónur á ári«, þótt öllum sé Ijóst að þau eru samanlögð frá ríki og bæ hátt á þriðja þúsund krónur fyrir vetrar- starf. Pótt Steingrímur hefði þessi laun konunnar fil að Iifa á, sótti hann um atvinnubótavinnu fyrir sig í vetur, þegar verkamenn, sem urðu að lifa á 800—900 kr. tekjum yfir árið, komust ekki að í vinnuna fyrir öðrum, sem voru meira þurf- andi fyrir hana. Pað er því ekki að undra, þótt Steingrímur hafi tíundasvik þegar hann telur fram tekjur konunnar, og reyni að gera aig sem aumastann, því ef honum yrði trúað, gæti hann ef til vill haft atvinnubótavinnuna af einhverjum verkamanninum handa sjálfum sér. Dr bæ og bygð. í kvöld kl. 8 verður haldinn stofn- fundur félags til þess að vinna að áfengisvörnum og bindindisstarfsemi á Akureyri og í grend. Ættu unn- endur reglu og réttar að fjölmenna á fundinn og taka þátt í þessu þatfa fyrirtæki. Basar heldur Kristniboðsfélag kvenna n. k. Föstudag, í Hersaln- um. Far verða á boðstólum margir góðir og ódýrir munir, sem félags- konur hafa unnið í vetur. til ágóða fyrir byggingarsjóð félagsins. Basar- inn verður opnaður kl. 4 e. h. Pétur Sigurðsson, hinn góðkunni fyrirlesari og mannvinur, kom til bæjarins með Goðafossi síðast og dvelur hér nyrðra um tíma, og flyt- ur fyrirlestra.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.