Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 11.04.1933, Page 2

Alþýðumaðurinn - 11.04.1933, Page 2
2 alÞýðumaðurinn B. S. A. — Sími 9. | málum, ef það neitaði að vinna við verkun síldar úr norskum skip- um, og benti hann á að ef þeir, sem réðu yfir bryggjum neituðu Norðmönnum um afnot þeirra eða ef verkafólkið hefði góð samtök um að vinna ekki við síldina hjá Norð- mönnum, þá yrðu þeir að sigla til hafs með síldina aftur, þótt þeir reyndu að leita lands með hana. Svöruðu þeir útgerðarmennirnir Stefán Jónasson og Bjarni Einars- son fyrirspurn Erlings á þann veg, að þeir myndu »ekki leggja stein í götu« verkafólksins við hindrun vinnunnar úr norsku skipunum. — Enginn viðstaddur útgerðarmaður lét í Ijós, að hann teldi slíkt illa til fallið, enda hafa útgerðarmennirnir sömu hagsmuna að gæta gagnvart Norðmönnum eins og sjómennirn- ir og verkafólkið í landi í þessum málum. — Eftirfarandi tillaga var samþykt á fundinum: »Almennur borgarafundur, hald- inn á Akureyri, krefst þess að Alþingi falli frá samþykkt viðskifta- samninganna við Noreg (kjöttolls- samninganna), þar sem þeir eru fyr- irsjáanleg eyöilegging fyrir íslenzk- an síldarútveg, ef til framkvæmda koma, en á síldarútveginum hvllir afkoma megin hluta útvegsmanna, sjómanna og verkaiyöi i Norðlend- ingafjórðungi*. (Aðaltillaga. Flutningsm. H. F.). Tillagan samþykt með samhljóða atkvæðum. — Viðaukatillaga frá Þorsteini Þorsteinssyni: »Verði samningarnir samþykktir, álítur fundurinn óhjákvæmilegt, að alvarleg barátta verði háð til að hindra framkvæmd þeirra, með öllum hugsanlegum ráðum*. Var viðaukatillagan borin upp í tvennu lagi eftir ósk E. F. Fyrri hlutinn samþyktur með megin þorra atkvæða gegn 1, en orðin: »með öllum hugsanlegum ráðum* samþyktur með 10 atkv. mun. — flumingja Péiur! • (Nt.J. Kommúnistarnir segja nú að Al- þýðuflokksmenn hafi klofið sig út úr samtökum verkalýðsins. Mér finst að E. O. og aðrir kommúnistar, er þá töldu s!g Alþýðuflokksmenn, hafi gjört það, samanborið við framangreindar setningar. Og þær eru til sýnis hjá mér hvenær sem vera skal, svo ekkert þýðir að segja mig Ijúga þessu. — Ja, hvað finst nú íslensknm verkalýð? Eg er ekkert að hnýta að E. O. minum gamla kunningja, fyrir það þó hann hafi skift um skoðun. Eg er að hnýta að hverjum þeim kommún- ista, sem heldur því fram að við jafn- aðarmenn, — við Alþýðuflokksmenn, — höfum svikið verkalýðinn eða svik- ist frá hugsjónum okkar. Og það má ekki »gleyma greyinu honum Katli«. — Pann 20. Apríl 1926 skrifar Jón G. Guðmann, sem margir þekkja, m. a. á þessa leið : »Fréttir allar fáið þið í gegnum verkamanninn« — (hann var þá ekki orðinn honum eins kunnugur eins og nú svo hann gleymdi því að þetta var sérnafn) »og fljótlega landskjörs- lista Alþýðuflokksinsy og um hann verðum við að fylkja okkur fasU. í sama bréfi virðist svo að þessi ágæti Alþýðuflokksmaður, Jón G. Guðmann, — gjöri sér rojög ant um líf og heilsu jafnaðarmannafélagsins hér á Sauðárkrók. Sama félagsins, sem hann Pétur minn Laxdal er að reka hníflana í, í grein sinni. Jú það er satt, Pétur minn góður, að félagið hefir stundum átt erfitt með lífsbjargir, en eg gét Ifka frætt lesendur um það, að P. Laxdal hefir ekki iagt sínar líkn- arlúkur að því að styðja félagið, en það gerði þó Guðmann einu sinni á árunum. Pað er alveg satt sem þú segir, P. minn, að talsvert margir innan verka- mannafélagsins hér vilja losna við samvinnu við ykkur í því félagi, vegna þess að illt er að ferðast með sama skipinu ef tveir eru skipstjórarnir á þvf og nokkur hluti háseta fylgir hvor- um og allt lendir svo f stælum og þvælu um það hvort fara akuli austur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlutteknÍDgu við andlát og jarðarför Freygerðar Júlíusdóttur frá Hvassafelli. Aðstandendur. eða vestur. Eg held því að betra sé að hvor flokkur sigli sinni skútu. Pað eru a. m. k. meiri líkur til þess að komast á ákvörðunarstaðinn með því lagi, heldur en að rífast dagiega og standa í stað. Eg veit að það veikir samtökin á móts við það sem þau þyrftu að vera, en þau yrðu ekki verri en með nú- verandi ástandi. Sauðárkróki 4. Mars 1933. Kr- Ingi Sveins. Slysfar r. Togarinn »Skúli fógeti* strandar. 13 menn farast. Aörir skipverjar bjarg- ast ineð naumindum. Kl. að ganga eitt í fyrrinótt strandaði togarinn »Skúli fógeti* við Grindavík syðra- Var hann að koma af veiðum. Stórhríð og rok var á. 13 menn drukknuðu, þar á meðal skipstjórinn, Þorsteinn Por- steinsson. Hinn hluti skipshafnar- innar, 24 menn, björguðust fyrir hjálp slysavarnastöðvarinnar. Stóð björgunin yfir til kl. 5 í gærmorg- un. Mennirnir, sem drukknuðu, voru allir úr Reykjavík. Um orsök slyssins vita menn ekki aðra en dimmviðrið. Nýjar Kvöldvökur, 1—3 hefti þ.á., er nýkomið út. Efni er sérlega fjölbreytt og skemtilegt aflestrar. Höfundar: Jón- as Rafnar, Sigurður Bjarnason, Benja- mín Kristjánsson, Jakob Ó. Pétursson, auk útlendra höfunda. Nýjar-Kvöldvök- ur fást í Bókaversl. Porsteins M. Jóns- sonar.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.