Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 11.04.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 11.04.1933, Blaðsíða 3
ALPÝÐUMAÐURINN íslenska vikan. BRATTÐBÚBIR okkar verða ópnar eftirtalda daga, sem hér segir: Skírdag, opið k!. 10 f. h. til 4 e. h. Föstud. langa, lokað allann daginn. Páskadag, lokað allan daginn. 2. Páskadag, opið kl. 10 f. h. til 4 e- h. — Aðra daga sem venjulega. Kaupfélag Eyfirðinga. Kristján fónsson. Stefán Sigurðsson. Ákveðið hefir verið að halda »ís- lenska viku* yfir Iand allt 30. Apríl til 7. Maí n. k. Hér í bsenum er 7 manna nefnd farin að starfa að undirbúningi vikunnar. Eru það 4 félög, sem hafa kosið fulltrúa í hana. Iðnaðarmannafélag Akureyrar kaus Stefán Árnason (form. nefndarinnar) og Ólaf Ágústsson. Verslunar- mannafélag Akureyrar kaus Baldvin Ryel (gjaldk. nefndarinnar) og Einar Methusalemsson. Félag verslunar- og skrifsfofufólks kaus Svein Pórð- arson (ritari nefndarinnar) og Starfs- mannafélag K.E.A. kaus Jakob Frí- mannsson. En þessi nefnd hefir aftur kosið Sveinbjörn Jónsson sem oddamann. Nefndin ætlast til þess, ,að »ís- lenska vikan« hér í bænum verði með svipuðu sniði og í fyrra. En auk þess er í ráði að stofna félag fyrir Norðlendingafjórðung erfram- vegis starfi árlega að >íslensku vik- unni*. Er þetta gert í samráði við »íslensku viku«-nefndina í Reykja- vík, og ætlunin að stofna eitt slíkt félag í hverjum landsfjórðungi og þar að auki landssamband. Væri mjög æskilegt að áhugamenn um þetta ágæta málefni, í sveitum og kaupstöðum norðanlands, settu sig sem fyrst í samband við þessa undirbúningsnefnd. Er ætlast til að allskonar félög, verslunar- og iðnaðarfyrirtæki, svo og einstakl- ingar, gerist meðlimir þessa félags- skapar, og styrki starfsemina á ýmsa lund, meðal annars með því, að leggja til hennar dálítið gjald ár- lega eða í eitt skifti fyrir öll. Nefndin mun fúslega greiða fyrir sölu og sýningu á hverskonar smá- tðnaðarvöru og heimilisiðnaði, um »íslensku vikuna*. Væntir nefndin þess, að allir leggist á eitt um það að íslenska vikan verði sem áhrifa- rlkust. Sérstaklega væntir hún þess, að allir skólar beiti áhrtfum sínum. ___________________________&_ Kristniboðsfélag kvenna heldur op- inbera samkomu 2. páskadag kl. 5 i Hersalnum. Skæðadrífa. Prír ræðumenn — tólf tíl- heyrendur. Einar Olgeirsson, heildsali í Rvík, Jón Rafnsson, sem staðið hefir fyrir götuupphlaupum hér á Akureyri, og Póroddur Guðmundsson, samherji 'Jóns Rafnssonar, boðuðu til »al- menns sjómannafundar*, Föstudag- inn 7. Apríl s. 1. og rituðu nafn Sjómannafélags Norðurlands undir auglýsinguna, en það félag er dautt fyrir meir en ári síðan. — Peir 3 »garpar«, sem nefndir eru hér að ofan, voru ræðumenn á hinum »al- menna sjómannafundi*, en tilheyr- endur reyndust 12. — Átti þá að kjósa nefnd manna af þeim sem mættir voru úr dauða Sjómanna- félaginu, til þess að gangast fyrir öðrum fundi, en ekki reyndust nógu margir mættir ör dauða fé- laginu til þess að hægt væri að kjósa nefndina, og þó er heild- salinn úr Reykjavík í Sjómannafé- Iaginu, en mun hafa verið sá eini úr félaginu sem mætti. Sjómenn- irnir munu vera búnir að fá nóg af stjórn heildsalans í Reykjavík á fé- lögum hér norðanlands, og munu ekki hafa talið að þeir ættu erindi á fund hans. Einn af tólf. Skátakennari á að koma hingað til lands frá Englandi 20. Maí n. k. — Á hann að leiðbeina íslenskum skátum í starfi þeirra. — Skátar í Þórshöfn í Færeyjum hafa boðið sam- bandi ísl. skáta að senda þangað skátailokk til að vera viðstaddur Ólafsvökuhátíðina á komandi sumr.i R Q D bilar bestir. u.Kj.iy. simi 260 ðr bæ og bygð. Klemens Guðmundsson bóndi í Bólstaðahlíð í Húnavatnssýslu er hér á ferð. Flytur hann erindi í bæjar- stjórnarsalnum, kl. 4 e. h. á Skírdag, um Kvekaratrú. Hefir hann kynt sér þessa grein trúarbragða í Englandi og ferðast all víða um landið að kynna stefnu þá. fiann gengst ekki fyrir síofnun trúarflokka þó hann kynni stefnu Kvekaranna, En honum mun vera kært að sem flestir komi (il að hlýða á erindið. — Aðgangur er ó- keypis. — Ársskemturt Verklýðsfélags Akureyr- ar verður haldin ,í Samkomuhúsinu annað kvöld. Til skemtunar verður erindi, upplestur, tvisöngur, gaman- vísur, sjónleikur og dans. Pélags menn vitji aðgöngumiða í Kaupfélag Verkamanna á mergun — mat. vörudeildin — kl. 1—4 e. h. — Er þess vænst að félagsmenn sæki miðana á þessum tfma, svo sem minsf þurfi að afhenda við innganginn. Séra Sigurður Gíslason flutti erindi um Talisman-slysið i Samkomuhúsinu á Miðviku- og Fðstudagskvöldið, í' bæði ikiftin fyrir fuliu húsi. Siðara kvöldið las hann einnig upp kvæði um Krist eftir sig, Einnig kvæði eftir þessi vestfirsk alþýðuskáld: Lilju Bjarnadóttnr, Böðvar frá Hnífsdal, Bjarna M. Gíslason, Guðmund Geir- dal og Áslaugu Gfsladéttur. Að öllu þessu var gerflur hinn besti rómur. ;, Leikfimisfélag Akureyrar (LFA) hefir fimleiitásýningu i annan í Páskum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.