Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 18.04.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 18.04.1933, Blaðsíða 1
samþyktir af Alþingi. íslenskur síldarútveg- ur lagöur i rústir til þess að ríkisstjórnin geti lafað við völd áfram. Á Miðvikudaginn var samþykti efri deild norsku samningana með 9 atkv. gegn 4, en einn þingmaður. sat hjá. Pað var þó vitað að stór meiri hluti deildarinnar var á móti samningunum, en hræðslan við að stjórnin stæði við hótun sína og segði af sér, ef landið yrði ekki selt Norðmönnum, knúði samþykt- ina í gegn- Hér verður ekki rætt um þann fjárhagslega skaða, sem þjóðinni er unninn með samþykkt samning- anna. Pað vita allir og viðurkenna, að samningarnir eyðileggja 5 krón- ur móti hverri einni sem með þeim vinst; að útlendingum er gefinn veiðiréttur í landhelgi, og að þingið gengur að því með opnum augum að svelta norðlenskan verkalýð. Á hitt verður aftur bent, að með- ferð Alþingis á þessu máli hefir dregið upp þá hrygðarmynd af ís- lenskum stjórnarvöldum og íslensku -stjórnmálaástandi, að slíkt hefir ekki áður sést, og hefir þó oft ekki verið glæsilegt um að litast þar í sveit. — Það hefir komið í Ijós, að ríkis- stjórn og samningamenn þjóðarinn- »ar hafa með opnum augum svikið þjóðina og gert hluta landsins að nýlendu yfirgangssamrar erlendrar ^þjóðar, sem í mörg ár hefir unnið að því að eyðileggja einn af aðal- atvinnuvegum þjóðarinnar, síldarút- veginn. Pað hefir komið í ljós, að stærsti flökkur þingsins, Framsóknarflokk- urinn, er albúinn til að vinna sjáv- arútveginum og verkalýð við sjávar- síðuna allan þann skaða, sem hann getur, til þess að þóknast þröng- sýnasta Og illvígasta hluta bænda- stéttarinnar. Svo langt hefir þessi undirlægjuháttur gengið, að þiiíg- menn Eyfirðinga vinna þetta níð- ingsverk á sínum eigin kjósendum, til þess að þóknast nokkrum íhalds- sálum f bændastétt. Pað hefir komið í Ijós, að Sjálf- stæðisflokkurinn!!!! — sem þanið hefir gúlana undanfarið og þykist vera vörður Iands og réttar, er al- búinn að svíkja sjálfstæði landsins hvénær sem er. Pingmenn hans taka þátt í afsali þjóðarinnar á land- helginni og yfirráðum á sínum eigin atvinnumálum. Pað hefir komið í Ijós, að ríkis- stjórnin, sem skipuð er þeim stjórn- mála-vesaimennum, sem ekkertgagn gera iandi og þjóð; ekkert stolt virðast eiga og enga löngun til að leysa vandamál þjóðarinnar, notar aðstöðu sína til að knésetja þingið. Og það hryggilegasta af öllu þessu hefir ennfremur komið í Ijós: Alþingi íslendinga 1933 er svo illa á vegi statt; svo sundurleitt, dáð- laust og viljalaust, vonlaust og kjarklaust, að það treystist ekki til að mynda nýja stjórn — þorir ekki að efna til nýrra kosninga. Pegar þetta er athugað, þarf engan að undra þótt ekki komi dúfa úr hrafnsegginu því. En þeim, sem órétturinn er ger og sviftir eru möguleikum til að bjarga sér á NYJA BIO Aíiðvikudagskvöld k/. 9: — Móðurást. — Stórfengleg hljóm- og talmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: inn Harding. Clive Brook. Conrad Nagel. Myndin er snildárlega leikin og hefir hlotið feikna aðsókn og aðdáun og var sj'nd sem páskamynd í iívík í fyrra. Finitudagskvöld kl. 9 — Ný mynd. heiðarlegan hátt, er þetta alt Ijóst, og menn muna það iengur en daginn. En það heíir líka enn eitt komið í ljós í sambandi við þetta mál- Pegar ríkisstjórnin, trúnaðaimenn hennar og fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisins!!! brugðust þjóð- inni og unnu gerræðisverk á stór- um hluta hennar, voru það íslenskir jafnaðarmenn á þingi, sem eirtir stóðu með þjóðinni og vörðu sjálf- stœði hennar, hagsmuni og sóma. Pað voru Alþýðuflokksfíilltrúarnir á Alþingi, og hvarvetna uni landið, sem hófu alla þá andstöðu, sem við varð komið, gegn þessu fá- heyrða níðingsverki á íslenskum sjómönnum og verkalýð.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.