Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 02.05.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 02.05.1933, Blaðsíða 1
III. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 2. Maí 1933. 25. tbl. Gegn sundrung, fasisma, éinræði. Fram til haráttu fyrir einingu, lýðræði og jafnaðarstefnu. Svar til „Kommúnistaflokks íslands". [Kommúnistablöðin hafa bíásið sig út af pví undanfarið, að Alpýðusambandið hafi neitað .samfylkingartilboði", sem „Kommúnistaflokkur íslands" hafi gert pví. Pótt hver hugsandi maður geti skilið að Alpýðusambandið , getur enga samvinnu haft við sprengingalýð pann, sem myndar K. í. og „aftaniossa" hans, pykir rétt að birta hér svar Alpýðusambandsins, sem hefir að geyma rök fyrir pessari sjálfsögðu neitunj »Kommúnistaflokkur íslands* hefir sent Alþýðusambandi íslands bréf, þar sem rætt er um »að mynda samfylkingu gegn fasismanum og sókn auðvaldsins*. Sem svar við þessu bréfi »Kom- múnistaflokksinsc og öllu starfi hans fyr og síðar, og sem ávarp til allrar íslenskrar alþýðu til sjávar og sveita, vill Alþýðusamband ís- lands taka fram eftirfarandi: Vegna yfirvofandi hættu, sem ógnað hefir alþýðunni og samtök- um hennar víða um lönd, lýsti Al- þjóðasamband verkamanna og jafn- aðarmanna (2. Internationale) yfir því með ávarpi 19. febr. 1933, að það óskaði eindregið eftir því, að alþýða allra landa sameinaðist til öflugrar sóknar með einlægri og op.inskárri samvinnu og tjáði sam- bandið sig reiðubúið til þess að semja við Alþjóðasamband komm- únista (3. Interrtationale Komintern) um leið og það samband lýsti yfir "vitja sírtum til samvinnu. Ekki „farr en nokkru síðar, eða 5. mars s. I., daginn sem hin sundr- aða þýska alþýða hafði verið hnept í kúgunarfjötra, kom >svar< komm- únistasambandsins. — Og »svar« þetta var fult af smánaryrðum og illdeilum í garð jamaðarmanna, og beindi aðeins þeirri áskorun til kommúnistaflokkanna að leita »sam- fylkingar« í hverja landi fyrir sig með vissum skilyrðum, er komm- únistar skyldu setja, en jafnaðar- menn samþykkja. Um leið voru kommúnistaflokkarnir hvattir til þess, án þess að bíða eftir endan- legu svari frá jafnaðarmannaflokk- unum, að byrja strax á skipulagn- ingu baráttusveita bæði með al- þýðumönnum, er fylgdu jafnaðar- stefnunni og öðrum stjórnmála- stefnum. Pannig svaraði Alþjóðasamband kommúnista engu, eða út í hött, áskorunum Alþjóðasambands jafn- aðarmanna um einlæga samvinnu alþýðunnar. / stað þess var kotn- múnistaflokkunum fyrirskipað að vinna að svokallaðri 'samfylkingu*, án vilja og samráðs við alþýðusam- tökin og þá menn, er hafa með 'hðndum stjðrn og umboð alþýðu- samtakanna í hinum ýmsu Wndum. Með því að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna var Ijdst, af allri NYJA BIO Miðvikudagskvöld kl. 9: Hann, Hún og Harniet. Sprenghlægileg dönsk tal- og hljómmynd í Q þáttum. Að- alhlutverkin leiká: Litli og Stðri þessari framkomu kommúnistasam- bandsins, að ennþá væri ekki unt að gera neina einlæga samninga um sameiginlega baráttu á milli jafnaðarmanna og kommúnista, þá hefir Alþióðasamband jafnaðar- manna eindregið ráðlagt flokkum þeim, sem í sambandinu eru, þar á meðal Alþýðuflokknum, að gera enga sérsamninga við einstaka kommúnistaflokka, fyr en Alþjóða- samband kommúnista hefði svarað því skýrt og skorinort, hvort og á hvern hátt það gæti hugsað sér samvinnu við Alþjóðasamband jafn- aðarmanna og samkomulag náist um það og þar með við jafnaðar- menn yfirleitt. Pað verður ekki annað séð, en að kommúnistar vilji halda áfram sundrungarstarfsemi sinni meðal alþýðunnar, og þeir hafi lítið lært af hinum ömurlegu örlögum al- þýðunnar í Þýskaíandi, þar sem margra ára óslitin sundrungarstarf-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.