Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 02.05.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 02.05.1933, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn . B. S. A. — Sími 9. semi kommúnista hefir átt sinti mikla þátt í óförum alþýðusamtak- anna. Jafnvel á þessum örðugu baráttutímum alþýðu ailra landa, bika kommúnistarnir ekki við að dreifa sundrungarfræi sínu, og með sundrung og alkunnu einræðis- brölti særa þeir fram fasismann og og alls konar kúgun auðvaldssinna. Pegar nú j>Kommúnistaflokkur ís- lands* snýr sér til Alþýðusambands- ins með svo kallað »samfylkingar- tilboð* sitt, samtímis þvt, sem kommúnistar hér á landi gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að kljúfa alþýðusamtökin og ófrægja forystumenn þeirra, þá getur Al- þýðusambandið ekki ályktað á aðra íund en þá, að hér sé um að ræða eina tilraun enn til þess að sundra og tvístra, en alis ekki til þess að sameina, og hafnar því þessari grimuklæddu sundrungartilraun kommúnistanna. — Pað voru kommúnistarnir, sem klufu alþýðusamtökin á íslandi. — Ef að þeir vildu viðurkenna villu síns vegar, væru þeir velkomnir á ný inn í Alþýðuflokkinn, til þess að berjast þar fyrir bættum kjörum íslenzkrar alþýðu og til undirbún- ings valdatöku hennar á íslandi- Alþýðusambandið mun hér eftir sem hingað til beiti valdi samtaka sinna til harðrar baráttu gegn fas- ismanum og öllu einræðisbrölti, er miðar til þess að kúga alþýðusam- tökin. En bezta vörn gegn fasism- anum er hin skipulagða, ákveðna og örugga barátta Alþýðuflokksins, en skipulagslaust brölt og ótíma- bært uppþotaskvaldur kommúnist- anna gefur fasismanum byr undir báða vængi. Baráttunni gegn rík- islögreglunni mun hlífðarlaust verða áfram haldið af Alþýðuflokknum, svo og baráttunni gegn vinnudóm- um og öllu öðru, er beinist gegn hagsmunakröfum alþýðunnar. — Sama er að segja um baráttuna gegn launalækkunum og versnandi vinnuskilyrðum, gegn tollum og skattaálögum, er íþyngja alþýðu, gegn óréttlæti og mannúðarleysi fátækralaganna- En samtímis mun Alþýðusambandið hér eftir sem hingað til af öllum mætti berjast fyrir þeim umbótamálum sfnum, að hrint verði í framkvæmd stórfeld- um atvinnubótum, að lögfestar verði alþýðutryggingar og ný fram- færslulöggjöf, og aðrar þær um- bætur, er miða til þess að bæta kjör alþýðunnar í landinu, auka ör- yggi hennar, frelsi og mentun. — Allir þeir, sem með einlægni og áhuga vilja vinna að þessum end- urbótum á kjörum íslenskrar alþýðu og vernda hana fyrir árásum auð- valdsins, eiga því að skipa sér undir merki Alþýðuflokksins. Sundrungin er vatn á myllu aft- urhaldsins og auðvaldsins. Pýska- land er átakanlegt dæmi þess. Par hefir einræðið haldið innreið sína. Par eru alþýðusamtökin kúguð og ætlunin að útrýma jafnaðarstefn- unni með fangelsunum, pyntingum og allskonar ofsóknum. Og það er unnt að sundra sterkum félags- skap og kúga skoðanir um leið. — En hugsjón jafnaðarstefnunnar verð- ur ekki myrt. í öruggri vissu um það sendir Alþýðusamband íslands allri hinni þrautpíndu þýsku alþýðu samúðarkveðju sfna. íslensk alþýða vill læra af reynslu annara þjóða. Hún vill treysta sam- tök sín og einarðlega og ákveðið vísa á bug öllum sundrungartilraun- um kommúnista og annara and- stæðinga. Hún vill sameinast l sínurn eigin samtökum, Alþýðusam- bandi islands, og á grundvelli stétta- baráttunnar berjast þar gegn allri sundrung, fasisma og einræði. — Og hdn vill einnig berjast þar fyrir einingu alþýðunnar, lýðræði og jafnaðarstefnu- Og undir því merki — merki Alþýðuflokksins — mun hún berjast — og sigra. Reykjavík, 22. apríl 1933. Stjórn Alþýðusambands Islands. Trúlofun slna opinberuðu á sumar- daginn fyrsta ungfrú Halldóra Davfðsdóttir og Aðalsteinn Bjarna- son trésmiður. Jarðarför Daníels Gunnarssonar múrara, sem andaðist 24. í. m. er ákveðin föstudaginn 5. maí n. k. og hefst frá heimili hins látna, Brekku- götu 2, kl. 1 e. h. Fjölskyldan. 1. Maí. Akureyri, Reykjavík, Hafnarfirði. — — — Verkamannafélag Akureyrar, — Verkakvennafélagið »Eining« og Verklýðsfélag Glerárþorps, gengust í gær fyrir kröfugöngu um bæinn og samkomu í Samkomuhúsinu, og hefði mátt ætla að myndarsvipur hefði verið á öllu þessu, þar sem þrjú félög stóðu að því að heiðra daginn. En fjarri var að svo væri. Kröfugangan var fámenn — tæp- lega 150 manns — mest kvenfólk og börn, sem kommúnistarnir höfðu fengið til að elta sig. Verkalýður- inn sat heima- — Aðalefni ræða þeirra, er fluttar voru, voru svívirð- ingar um og álygar á verklýðssam- tökin í landinu, en lofsöngur um klofningslið kommúnista og verk- lýðssvikara. í Reykjavík hafði Alþýðufiokkur- inn afar fjölmennan útifund á Aust- urvelli og samkomu í Alþýðuhús- inu um kvöldið. Gaf flokkurinn út blað — »1. Maí« — og Stefán Jóh. Stefánsson talaði í útvaipið kl. 16. Einnig var gengið í skrúð- göngu um bæinn. Kommúnistar höfðu kröfugöngu og útifund viö Lækjargötu, gáfu út 6 blöðl! (nóg rússneskt fé) og höfðu tvær sam- komur um kvöldið. Aðra fyrir ör- eigana, og kostaði hún 75 aura, en hina fyrir kommúnistaburgeisa, og kostaði hún 2 krónur!! í Hafnarfirði byrjuðu hátíðahöld Alþýðuflokksins með messu í þjóð- kirkjunni. Síra Sig. Einarsson pré- dikaði. Var messunni útvarpað. — Síðan voru fundir og afar fjölmenn samkoma í stærsta fundarhúsi bæj- arins um kvöldið. Frá fleiri stöðum er ekki frétt ennþá.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.