Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 16.05.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 16.05.1933, Blaðsíða 1
Akwreyri, hriðjudaginn 16. Maí 1933. III. árg. | Kommúnismi og fasismi. Komtnúnisiar hafa undanfarið hafið upp hróp mtkið og beitið á verkalýð iandsins að taka upp baráttu gegn vaxandi fasisrna í landinu. Hörmung- ar þær, er bjánaskáþur og fúlmenska þýskra k.jmmúnista hefir ieitt yfir þýska verkaiýðinn, hafa skotið þeim alvar iegum skelk í bringu; og nú sjá þeir alstaðar glitta í kjaft og klær fasisma- ófreskjunnar, og dreymir tlla drauma, eins og vant er um þá, sem ilit hafa aðhafst og vænta hefndarinnar á næstu nesjum. — Pví ber ekki að neita, að fasisminn hefir gert vart við s'g hér á landi. Hann siglir alstaðar i kjölfar komm- únismans, eins og merkisbcrar hans berjast tyrir honum víðast um lönd. Ein syndin býður annari heim. Og þegar einn hópur manna tekur upp á því að láta fíflslega, stendur atdrei á ððrum að hefja baráttuna á móti. — þjóðfélögin líkjast svo grátlega mikið hópi ölvaðra manna, þar sem ekki þarf nema einn áflogahund til að koma öllum hóptuim í áflogabendu að lokum. — Það hefir áður verið bent á það hér í biaðinu, hvernig kommúnistarnir í þýskalandi ögruðn þjóðinni þangað til hún kastaði sér í fang fasismans. Sama sagan er i byrjun í flestum öðr- 'Um löndum. Þó hafa Danir dálitla sérstöðu í þessum málum. Hægtara ■jafnaðarmennirnir kotnu nægilega snemma auga á hættuna, sem komm- únistarnir ætluðu að steypa dönsku þjóðinni í. t*eir tóku því kommún- istana þeim einu réttu tökum og fcörðu þá aistaðar niður innan verk- lýðshreyfingarinnar með nægilegu harð- fylgi lil að halda þeim í skefjum. í öðrum löndum eru kommúnistar sem óðast að undirbúa valdatöku fasist- anna, en gengur misjafnlega seint, eftir iundarlagi hverrar þjóðar og ýmsum ytri ástæðum. Þegar athuguð er þróunarsaga fs- lenskra verklýðsmála, undir leiðsögu Alþýðuflokksins og Alþýðusambands- ins, þar sem hver sigurinn af öðrum hef r verið unninn án þess að stofna til óeirða, þarf engan að undra þótt þjóðin taki því mísjafnlega, þegar hópur, að mestu leyt', óviðkomandi manna, ætía að fara að beina þessum málum inn á brautir óláta og persónu- legs ofbeldis. Það fer að vonum, að þjóðinni finnst kjarna málsins — hags- munum hins vinnandi lýðs — sleppt, en uppvöðsluháttur og óspektir gerðar að höfuðástæðum. Pegar svo er kom- ið, hverfur virðing almennings fyrir samstarfi hins vinnandi lýðs, og sam úðin með baráttu hans hverfur að mestu. — Pað þarf engan að undra það, þótt það tvent gerist í einu, að almenning- ur fari að hugsa til varna og yfir- siéttirnar komi auga á nýja möguleika til að haida vöidum áfram í iandinu, þegar þeir, sem þykjast vera forgöngu- menn verkalýðsins, lenda svo langt frá réttu máli, að farið er, með of- beldi, að varna því að unnið sé eftir réttum taxta, eins og átti sér stað hér í bænum í Novu-deilunni. Það getur ekki farið fram hjá athugulum almenn- ingi, að þegar svo ei komið, er það ekki hagsmuuir verkalýðsins, sem um er deilt, heldur það hver er starkast- ur i áflogum. Og í annan stað vakn- ar löngun ófriðarseggjanna f andstöðu- flokkum verkalýðsins til að »fara í helvitin*, eins og strákarnir orða það. | 27. tbl. ■■ NYJA BIO H Miðvikudagskvötd kl. 9: Vika í Paradís. Tal- og hljómmynd í 9 þátt- um. Aðalhlutverkin leika. Nancy Carrol. Philips Holmes. Gerist myndin að mestu á baðstaö. við Palm Bech á Florida og er mjög spenn- andi og fögur. Er þá skamt orðið til uppþota og á- rekstra og þarf ekki jafnaðarlega mik- ið til. — Ólæti kommúnista í Reykjavík og hér á Akureyri hafa verið ærið vatn á mylnu fasismans. í Reykjavik eru þessir flokkar þegar fartir að leiða saman hesta sína. F>að er opinbert leyndarmál, að alstaðar er verið að breyta félögum ungra sjálfstæðismanna í fasistafélög, og dálæti íhaldsins hér á böðulshætti þýsku fasistanna, fer dagvaxandi. Og þetia er engin dæg- urfluga. Ríkislögreglu er krafist og öll líkindi til að hún verði stofnsett og skipuð eintómum fasistum. Nýaf- staðið þing sjálfstæðisflokksins krafðist þess af miðstjórn flokksin9, að ef rík- ið kæmi ekki upp ríkislögreglu, beitti hún sér fýrir að komið yrði upp varn- arliði til verndar borgurunum, Hér er

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.