Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 16.05.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 16.05.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 misþyrma þeim eftir geðþótta. — Fylgjendur Nazistanna í öðrum löndurn hafa viljað bera brigður á þetta, en eitt er víst, að daglega hefir þýska stjórnin orðið að þvo hendur sínar af hinum og öðrum hryðju- og hneyksiisverkum, sem »áhlaupaliðið — óaldar og mann- drápasveitir stjórnarinnar — hafa hafa unnið hér og þar í landinu, og stjórnin segir sér »óviðkom- andi«. — Margir höfðu álitið, að þegar búið var að svifta jafnaðarmenn og kommúnistá öilum pólitískum rétt- indum; banna blöð þeirra, félags- skap, og svifta þá málfrelsi og at- kvæðisrétti, myndi ofsóknum á hendur þeim slota að mestu. En því fór fjarri. Jafn ópólitískar stofn- anir sem versfunarfélög og sam- vinnufélög alþýðuflokkanna tók stjórnin undir sig og rak alla jafn- aðarmenn frá störfum þar. Og nú síðast hefir stjórnin látið gera alla sjóði alþýðu- og jafnaðarmannafél- aganna upptæka, af því að einhver Nasisti hefði upplýst að einhver umsjónarmaður einhverra þessara sjóða, einhverstaðar í landinu, hefði farið eitthvað öðruvísi með eitthvað af fé sjóðsins, en vera átti. — Að kvarta undan þessu er tilgangslaust, því dómstólarnir dæma allt eflir geðþótia stjórnarinnar- Af þessu má sjá að neyðin með- al þýskrar alþýðu er afskapleg og fer stöðugt vaxandi. Eftir margra ára þrotlausa baráttu, hungur og þrautir, fyrst stríðsins, síðan við að afla fjár til að standa straum af stríðsskuldur.um, lendir hún undir járnhæl argasta auðvalds og skríl- ræðis, sem þekkist 1 heiminum. — Lokaþáttinn má hún kenna því um að hún iagði eyra við æsingahjali kommúnistanna, sem svo aftur magnaði fasismann til valdatöku. — Mætti Alþýða annara landa margt af þessu læra. Stefna þýsku stjórnarinnar í ut- anríkismálum er hrein landvinninga- pólitík. Hún er þegar farin að sækja á þau lönd, er Þýskaland misti eftir stríðið. Og her og flota vill hún fá eins og hún þykist þurfa til að leggja út í nýja heims- styrjöid, þegar hroki og heimska þýsks þjóðernis krefst þess. Ekki er sýnilegt að Hitler sé neinn stjórnmálaskörungur, eins og t d. Mussoline, og fullt útlit fyrir að til valdastieytu dragi innbyrðis með aðal mönnum flokksins, þegar þeir þykjast vera búnir að ganga svo frá jafnaðarmönnum og kom- múnistum, að ekki stafi hætta af þeim. Samvinnan stendur sjálfsagt takmarkaðan tíma, og ekki er sú spá ósennileg, að stjórn Hitlers eigi eftir að hrapa af stjórnmála- himni Þýskalands eins snögglega og hún birtist þar, þótt hann sé nú meChöndlaður eins og guð og frelsari Þýskalands. Dr bæ og bygð. Lík Helgu Jónsdóttur var sent til Reykjavlkur með »Dronning Alex- andrine* til frekari rannsóknar, þar sem úrskuröur læknanna hér mun ekki hafa þótt nógu ákveðinn. — Læknarnir Níels Dungal og Guðm. Thoroddsen kruföu líkið og rann- sökuðu þegar suður kom, og gáfu þann úrskurð — samkvæmt tilkynn- ingu Dómsmálaráðuneytisins — að um drukknun væri aé ræða, og á- verkar þeir, er voru á höfði líks- ins, gætu ekki sýnilega talist benda til, að þeir hefðu á nokkurn hátt orsakað dauða. — Kaupendur »Alþýðumannsins«, er höfðu bústaðaskifti nú um kross- messuna, eru beðnir að gera af- greiðslunni eða útburðarfólkinu viö- vart nú þegar, svo þeir fái blaðið með skilum framvegis. Síld veiðist allt af nokkur hér á Pollinum, en sala er treg, því þorsk- afli er rý.r og hálfgerðar ógæftir öðru hvoru. í*ó virðist þorskaflinn vera heldur aö glæðast sfðustu dag- ana. — Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund á föstudagskvöldið, á venjulegum stað og tíma. Talaö verður um kosning fulltrúa á Stór- stókuþing. Skorað á félagsfólk að mæta. Karlm.peysur — nýkomnar — Kanpfél. Verkamanna. Gamla, gðða konu, vantar mig til innanhúsverka 1 sumar. — Hallgrímur járnsmiður. Kjuklingafóður, ásamt öllum öðrum tegundum ai hænsnafóðri, fæst í Litlu búöinni A. S c h i ö t h. Sendisveinafélagið Merkúr í Rvík klofnaði fyrir skömmu. Formaður þess, Gísli Sigurbjörnsson, ætlaði að gera það að fasistafélagi, en alþýðu- piltarnir voru á allt annari skoðun. Gengu um 60 þeirra úr félaginu og stofnuðu nýtt félag, Sendisveinafélag Rej’kja\ íkur. Gekk það strax í Al- þýðusambandið, þrátt íyrir það að kom’múnistar gerðu allt, er þeir gátu til að varna því. Nýlega féll unglingspiltur, Ásgeir aö nafni, sonur Sigtryggs Jónssonar verkamanns hér í bæ, út af vélbátn- um »Hegri« í Hrísey, og drukknaði. Ásgeir var efnilegur ungur maður. Komið er fraro frumvarp á Alþingi um að settur verði sérstakur lög- reglustjóri, við hlið bæjarfógeta, fjrrir Akureyri og Ej’jafjarðarsýslu. Blað kommúnistanna hér á staðnum er æft út af þessu, og segir að þessi lögreglustjóri muni koma lil aö berja á kommúnistum !!! Nýlega er látinn í Reykjavík Jó- hannes Sigurjónsson, fyrrum bóndi .á Laxamýri. Jóhannes var maður greindur, vel menntur og víð- lesirm.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.