Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 23.05.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 23.05.1933, Blaðsíða 1
III. arg. Akureyri, Þriðjudaginn 23. Maí 1933. 28. tbl. II! Sjálfstæðisflokkurinn lýsir vantrausti á sjálfum sér. í síðasta blaði var vikið að því að fasistaflokkur væri í uppsiglingu í Reykjavík. Gísli Sigurbjörnsson í Asi er foríngi þessa íiokks og talinn Irúnaðarmaður Hítlers hins þýska. Flokkurinn hefir þegar fengið tölu- vert stóran hóp af fólki í Reykja- vík undir merki sitt, og hefir hafið opinbera útbreiðslustarfsemi, bæði með blaðaútgáfu og sendiförum til félagsstofnana út um land. Hann lætur hið mesta yfir sér og þykist ætla að jafna alit við jörðu — menn og málefni — sem ekki gangi taf- ariaust honum á vald og lúti boði hans og banni. — Tilverurétt sinn þykist flokkurinn sækja til þeirrar aðkallandi nauðsynjar að útrýma kommúnismanum úr landinu. Hann sé óþjóðlegur og verði því að víkja fyrir hinni þjóðlegu!! stefnu, sem sótt er til ítalíu og Pýskalands, og sigurbraut þessarar þjóðlegu fasista- stefríu á að vera >guðsríkisbraut<. Eftir því ætlar flokkurinn að fremja alla stórglæpi sína í Ouðs nafni, eins og t. d. kommúnistar fremja öll afglöp sín og heimskupör í nafni verkalýðsins Það leikur ekki á tveim tung'um um það, að þessi flokkur er allra flokka ólíklegastur til að framkvæma þetta tvöfalda hlutverk sitt. Hann er myndaður og borinn uppi af þeim mönnum, sem óþjóðlegastir finnast á landi hér. Kunna minnst að sníða líferni sitt og kröfur við íslenska staðhætti, og eru flestir gagnsýrðir af útlendingadekri og gleypigjarnastir á allt sem útlent er. I flokknum í Reykjavík er aðallega sagður kaffihúsalýður borgarinnar og aðrir iðjuleysingjar, sem bera á sér harla lítinn þjóðræknissvip, — Starfshættir þessa lýðs eru lítt þjóð- legir. Oötupredikanir, hópgöngur, ærsl, yfirgangur, óspektir og mis- þyrmingar á börnum og ungling um, er það sem þessi lýður gerir sig aðallega kunnan að, eftir því sem höfuðstaðarblöðin herma frá, — en allt er þetta svo fjarri ís- lensku lundarlagi og framferði, sem mest má verða. Ofan á allt þetta hefir flokkurinn tekið upp flókks- merki erlends flokks, Nasistaflokks- ins þýska, eins og aðrir fasistaflokk- ar, sem verið er að koma á fót í öllum Norðurlöndutn, allt eftir fyr- irskipan og fyrir starfsemi þýska Nasistaflokksins. Um nokkuð það, sem þjóðlegt getur heitið, er því ekki að tala hjá þessum nýja flokkj. Stefna hans er erlend yfirráða- og ribbalda-stefna. Að þvf leyti stend- ur hún jafnfætis kommúntsmanum, sem hún þykist ætla að útrýma, sem að-fluttri vöru. Þá er að athuga hversu þessi nýja »hreiyfing< er líkleg til að út- rýma kommúnismanum, eins og hann er rekinn hér á landi. Það sem aðallega hefir staðið kommún- ismanum fyrir þrifum hér á landi, er það, að hann hefir skort áfloga- flokk til að kljást við. Eins og sakir stóðu nú í vor virtist þjóðin vera að átta sig á því, að stysta leiðin að hægtt andláti kommúnista- hreyfingarinnar hér á landi væri það, að lofa henni að ðrepa sjálfa NYJA BIO Miðvikudagskvöld kl. 9. I Feneyjum. Hljóm-, ta!- og söngmynd í 8 þáttum. Aðalhlutv. leika : Lily Damita, Charles Ruggles, Roland Yonug. Myndin er ágætlega leikin af hinni fögru Lily Damita, méð góðum söng og spennandi atburðum. Tvœr ágœiar aukatnyndir. FUNDTJR verður haldiun í Verklýösfélagi Akureyrar Miðvikudaginn 24. Maí 1933, kl. 8 e. h. í bæjarstjórnar- salnum. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Síldarvinnutaxti kvenna í sumar. 3. Fiskverkunarkaupið. Áríðandi að sem flestir félags- menn mæti á fundinum. Akureyri 22. Maí 1933. Stjórnin,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.