Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 23.05.1933, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 23.05.1933, Blaðsíða 4
4 ÍJTVARPTÐ Priöjudaginn 23. Maí: Kl. 20,30 Erindi, Björg Þorláksson — 21 Hliómleikar. Miövikudagihn 24. Maí: Kl 20,30 Erindi, Guðbr. jónsson — 21 Grammofónhljóml. Fimiudaginn 25. Maí: Kl. 17 Massa. í Frík., Á. S — 20,30 Ferðafélagskvöld Föstudaginn 26. Maí: Kl. 20,30 Erindi, Björn Jónsson — 21 Grammofónhljómleikar. 21,15 Upplestur, Steinn Steinar. Grammofónhljómleikar. I.augardaginn 27. Maí: Kl. 19,05 Barnatími. —. 20,30 Leikþáttur, Har. Björns- son o. fl. — 21 Htiómleikar. Mjög hefir bcrið á því í Reykja- vík undanfarið, að Nasistaskríll sá, sem Gísli í Ási hefir safnað undir þýska blóðhundafánann, viðhafi yfir- gang á götum úti og misþyrmingar á börnum. Hafa verkamannabörn orðið íyrir árá'Sum af þessum lýð og verið misþyrmt á svívirðilegan liátt. Einnig kvarta verkamenn og gamalt fólk undan þessum lýð, sem viröist vera farið að dreyma um að hann ráöi lögum og lofum í borg- inni. .Vlæður hafa kvartað undan þessu opinberlega, og lögreglan hef- ir íengið fleiri kærur um þetta. Sigurbjörn í Ási hefir verið spurður að hvað barnaverndarráð og barna- verndarnefnd geri ‘í þessum málum, og hin kristilegu félög, sern hann S, Á. G. sé meðlimur og pottur og panna í, en S. A. G. er einn af stofnendum Nasisla-(fasista) flokksins. Sigurbjörn hefir svarað þessum fyr- irspurnum í »Vísi« á þá leið, að hann kippi sér ekki upp við þaö þó »hundar gelti*. T’etta á víst að sýna »íslenska þjóðrækni* og þrosk- ann, sem Ásfólkið hefir hlotið á »guðsríkisbrautinni *. ALl’tÐVlCAÐURfNN Útbreiðslufund héldu Pjóðernishreyfingar-nasasnarnir (Nasasnar er nýjasta nafnið á hinum ísiensku Hitlers-mönnum í Rvik). nafn- arnir frá Reykjavík, í Akureyrar-Bíó í gærkvöldi, og buðu þangað öllum, nema kommúnistum. Settu þeir þre- faldan vörð á leiðinni inn í salinn, og létu satnviskuspurningar rfgna yfir hvern þann, sem ekki bar á sér glögg merki hins »sanna þjóðernis*. Sögð- ust þeir gera þetta af því, að eins og gæfi að skilja, gætu þeir ekki þolað nokkurn óþjóðlegan mann undir sama þaki og þeir héldu (helgunar)samkom- ur sínar. Má á þessu sjá að »guðs- rikisbrautin* á að vera lokuð kom- múnistunum, en ekki til að snúa þeim til réttrar trúar. Sérstaklega voru gerð- ar margar atrennur að konu einrti, er siapp inn á fundinn, en þótti grun- samlega bolsaleg á veili. Var sálar- djúp hennar kafað og rannsakað tii botns af , fremstu mannfræðingum »hreyfingarinnar*. en konunni þótti þetta ónæði óþarft, og sagði að þeir skyldu sjá um að hleypa engum óheiðarlegri manni inn í dýrðina en sér. Samt gekk hún burtu, er hún hafði fengið leyfi til fundarsetu. Um 80 manns mættu á fundinum, eða réttara sagt fyrir fundinn, því flestir gengu út er fundur var settur. Fundur verður haidinn í Verklýðs- félagi Akureyrar annað kvöld, eins og auglýst er í blaðinu í dag. Fundur féll niður á Krossmessudaginn, vegna anna margra félagsmanna við flutn- inga, en vegna fermingarinnar var ekki hægt að hafa fundinn á Sunnu- daginn. — Er þess að vænta að fé- lagsfólk fjöimenni annað kvöld. Frá Alþingi fréttist lítið enn þá. — Pó er talið nokkurn veginn víst að samþykkt verði einhver kákbreyting á stjórnarskránni og kosningar fari fram í sumar. Atvinnurekendafélag, sem kallar sig Vinnuveitendafélag Akureyrar, er ný- stofnað hér í bænum. í stjórn þess eru Jón Kristjánsson, Páll Einarsson og Hallgr. Davíðsson. Hjartarsalt, Eggjaduft, Kardimotnmur, Kokosmjöl, Sukkat, Sætar möndlur, Makkarónur, Soya, Ávaxtalitir, Ivanel, Púðursykur, Vanilledropar, Sitróndropar, Möndludropar, Karditnotnmudropar, Flórsykur, — fæst f Kanpfélagf Verkamanna. YerkaniJt nýkotnin í Kaupfél. Verkamanna. Getum enn tekið 4—5 börn á sutnarbarnaheimili okkar. Talið við okkur fyrir næstu mánaðamót. Börnin séu 1 — 5 ára. Hiálpræðisherinn. óskast að Grenjaðar- Jlli IKd stag ,- vor 0g sumar. Upplýsingar hjá Konráði Vilhjálms- syni, Norðurpól, kl. 11 — 12 f.h. og 7-8 e. h. Fiskafli er nú orðinn góður hér úti fyrir, og síld hefir fengist, næg til beitu, hér á Pollínum undanfarið. Hjónaband. Ungfrú Bjðrg Stefáns- dóttir frá Fjósatungu og Þormóður Sveinsson bókhaldari. Ábyrgðarmaður. Erlingur Friö,iónsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.