Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 30.05.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 30.05.1933, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 Samfjlkingarhugsr kommúnista. Peir, sem les ð hafa blöð kommún- ista síðari hluta vetrar og i vor, hafa sjálhagt tekið eftir því, hve miklu málæði þeir hafa varið til að útmála samvinnuþrá sína og samfylkingarhug, og hve hönd þeirra sé altaf útrétt til samstarfs við Alþýðuflokkinn, til efl- ingar verklýðsmálunum í landinu. — F*á þótti það heldur mikil goðgá af Alþ.flokknum að vilja ekki samstarf við Kommúnistaflokkinn. Hve djúpt þessi samfylkingarhugur stóð hjá þeim »stéttvísu«, sést á því er kom fyrir á fsafirði í sambandi við hátíðahöld verkalýðsins 1. Maí s. I. Verklýðs- félagið »Baldur« samþykkti að gangast fyrir hátíðahöldum, og var um það enginn sjáanlegur meiningamunur innan félagsins. 1. Maí-nefnd var skipuð. í henni var 1 kommúnisti, sá skársti úr því liði í félaginu. — Nefndin skipti með sér störfum. — Kommúnistinn þóttist vera með. En er að þessum hátíðisdegi verkalýðsins kom, tilkynnti hann, að hvorki hann, né félagar hans — kommúnistarnir — yrðu með 1. Maí, og hafði hann . svikist um að gera það, er honum var ætlað sem nefndarmanni. Petta er sannur spegill af samvinnuhug þessara pilta. Fjas og sjálfshól í verklýðs- málum. — Svik f reyndinni. Svona er það allstaðar. Dr bæ og bygð. Á fundi Verklýðsfélags Akureyrar á Miðvikudagskvöldið var, mætti full- ur þriðjungur félagsmanna, þrátt fyrir mikla vinnu í bænum og annriki. — 15 nýir félagar gengu inn á fundinum og telur félagið nú nær 200 manns. Nýlátinn er í Hrfsey Porsteinn Jör- undsson útgerðarmaður. Síðasti bæjarstjórnarfundur samþykti frumvarp til nýrrar reglugerðar um lokun sölubúða í bænum. Eftir henni á að loka öllum sölubúðum í bænum kl. 4 e. h. á Laugardðgum, frá 15. Júní til 15. Seplember, og mjólkur- og brauðbúðir skulu aðeins vera opnar kl. 9 — 12 á helgum dögum. — Felst f þessu töluverð réttarbót fyrir starfs- fólk við verslanir, en ætti ekki að verða neinum til óþæginda. Mikill fiskur berst nú til bæjarins til verkunar. Lítur því út fyrir að at- vinna kvenfólksins ætli að verða góð hér í sumar. Undanfarið hefir \erið starfað að malbikun nýju bryggjunnar á Torfu- nefi, og nú er verið að undirbúa mal- bikun á Hafnarstræti, frá Skjaldborg og inn fyrir Samkomuhús, Ráðgert er að hafa póstbíl í sumar í förum milii Akureyrar og Reykjavík- ur. Verður bíllinn fyrir 14 farþega auk pósts, og mun fara að minnsta kosti eina ferð í viku. Hjálpræðisherinn heldur skilnaðar- samkomu fyrir Kapt. Boyd, kl. 8,30 á Fimtudagskvöldið. Er kapteinninn á förum héðan, til starfa annarstaðar, Á Laugardagsnóttina andaðist að heimili foreldra sinna Snorri Hjartar- son, Lárussonar skipstjóra, 16 ára að aldri. — Barnaskólastjórinn biður þess getið, að nokkrir litrar af ágætu þorskalýsi séu til sölu, við tækifærisverði, hjá umsjónarmanni barnaskólans. — Salan fer fram kl. 7,—9 e. h. Kvenfélagið Hlíf heldur fjölbreytta kvöldskemtun á annan í Hvítasunnu, til ágóða fyrir barnaheimilissjóðinn,— Vonast er eftir góðum stuðningi bæj- arbúa eins og vant er þegar Hlíf leit- ar til þeirra. Kaupeodur Alþýðumannsins hér, er verða á Siglufirði í sumar, vitji blaðs- ins í Kaupféiag Siglfirðinga meðan þeir dvelja þar vestra. Á siðasta bæjarstjórnarfundi var Gestur Bjarnason ráðinn hafnarvörð- ur frá 1. Júlí n. k. Alþingi hefir nú tekið upp sömu vinnubrögð og undanfarið — í þing- lokin — að flaustra nú af öllum aðal málum þingsins, með aibrigðum frá þingsköpum. — Stjórnarskrármálið, kreppumálin og tollmálin eru nú rek- Ifi C O -bilar besi/r. XJ.O.iy. Sím/ 260 Herpinætur, einnig aðrar síldar- og fyrir- dráttarnætur og síldarnet, fæst barkað. Nótapartar til viðgerð- ar til sölu. Símj 2. H/'emgaard. Auglýsingum í >Alþýðumanninn< er veitt móttaka á afgreiðslu blaðsins í Lundargötu 5, f Kaupfélagi Verkamauna og í Prentsmiðju Björns Jónssonar. in í gegnum þingið með þeim krafti, er helst líkist örvita æði. Utlit er fyrir að ríkislögreglan fái að sofa í þetta sinn. Þykir líklega óáiitlegur fylgifiskur út til kjósenda við kosn- ingarnar í vor. Nýlega er fallinn dómur í máli því, er Ingimar Jónsson höfðaði á hendur Ólafi jónssyni veitingaþjóni fyrir meið- ingar í Bíó Café húsinu í vetur, og þá var sagt frá hér í blaðiiju. Var Ólafur dæmdur skilyrðisbundnum dómi í 30 daga fangelsi, einnig til að greiða Ingimar 300 kr. í skaðabætur og allan málskostnað. f'ótt kommúnistastjórnin segi að allt sé í himnalagi í Rússlandi. Þar þekkist hvorki atvinnuleysi, hungur né neyð, þá er það víst að kreppan hefir gert þar vart viö sig eins og annarsstaöar. Uppskera s.l ár brást í sumum héröðum. Tolla- og við- skiftastrfö með viðskiftaþjóðum Rúss- lands. Innilokunarstefna vesturþjóð- anna í verslunarmálum. Allt þetta hefir haft lamandi áhrif á iðnað og verslun Rússa eins og von er til.— Nú segja nýjar skýrslur Sovét-stjórn- arinnar, aö mun meira hafi verið sáö af landi en í fyrra og útlit fyrir meiri uppskeru en dæmi eru til áð- ur, of ekkert sérstakt óhapp kemur fyrir jarðargróðurinn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.