Alþýðumaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðumaðurinn - 06.06.1933, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 06.06.1933, Qupperneq 1
ALÞÝDUMAÐDRINN í tveimur síðustu blöðum >Verka- mannsins« hefir kveðið við væl þeirra Steingríms formanns Verkamanna- félagsins og Elísabetar forstýru Verkakvennafélagsins, um að verið sé að lækka l^aupið hér á staðnum með aðgerðum Verklýðsfélags Akur- eyrar. Pað mun fáa undra þó þessir vesa- lingar, sem bæði eru jafn aum í félagsmálum, reyni að hylja þá sneypu, sem á þeim hangir hver- vetna fyrir sífeldar hrakfarir í mál- efnum verkalýðsins, með því að berja bumbuna um að veriö sé að lækka kaupið, því ef þau ekki héldu slíku fram gæti jafnvel farið svo að þeir allra heimskustu í liði þeirra töpuðu trúnni á þeim eins og allir aðrir, því vitanlegt er að ekkert annað en blind fáfræði þeirra .sem aftan í Steingr. og Elísabetu hanga getur haldið þeim í trúnni á því að kaup fólksins hafi lækkað nú í ár, frá því sem þau Steingrímur_ og Elísabet sömdu um viö atvinnurekendur í Ýyrra. Allur almenningur veit að kaup þeirra kvenna, sem fiskverkun stunda heíir hækkað fyrir aðgerðir Verk- lýösfélags Akureyar úr 30 kr. á viku, eða 50 aurum á tfmann, sem Elísa- bet og Steingr. sömdu um við at- vinnurekendur í fyrra, í 70 aura á tímann, og akkorð á fiskþvotti, sem nú gefur fiskþvottakonunum minst eina krónu á tímann, var feldur nið- ur af Elísabetu og Steingr. svo þvottakonurnar máttu sætta sig við Akureyri, í'riðjudaginn 6. Júní 1933. 50 til 65 aura á tímann við fisk- þvottinn hvernig sem viðraði, og mun þaö þó allra mál að í kuldum sé-fiskþvotturinn sú versta vinna, sem konum er ælluð. Til þess þarf því einstaka heimsku eða sérstaka lygatilhneigingu að halda því fram, að kaup íiskverkunarstúlknanna hafi lækkað eins og Elísabet og Stein- grímur halda fram í vísdómi sínum. Allmörg undanfarin ár hefir Elisa- betarfélagið sett kauptaxta fyrir kon- ur yfir alla vinnu, en þeim kauptaxta hefir aldiei verið fylgt í nokkru at- riöi. Hafa atvinnurekendur altaf ráð- ið því hvaða kaup verkakonurnar hafa fengið. Hefir svo ramt kveð- ið að þeim vesaldómi Eeísabetar í kauptaxtamálunum, að í fyrra urðu karlmennitnir að gefa eftir af sínu kaupi í helgidagavinnu og eftirvinnu til þess að kaup kvenfólksins við síldarvinnu færi ekki langar leiðir niður fyrir það sem greitt var við sömu vinnu t. d. á Siglufirði. Ekki vantaði þó að Elísabetarfélagið setti nógu háan taxta, því í þeim efnum var dingiað aftan í félagi kommún- ista á Siglufirði, en atvinnurekendur hér virtu þann taxta að engu og lækkuðu hann allan frá 10 til 20% án þess að Elísabet fengi á nokkurn þátt rönd við reist. Nú verður ekki betur séð á skrif- um Elísabetar og Steingríms í blaði þeirra en að þau ætlist til að fólk trúi því að taxti sá, sem félög þeirra hafa sett við síldarvinnu í sumar, hljóti að vera viðurkendur af síld- arsaltendum, þó þeir hafi aldrei á undanförnum árum farið neitt eftir því, sem Elísabet hefir látist vilja í kaupgjaldsmálum. Á hverju ætti það að byggjasi nú aö atvinnurekendur tænju upp á því 30. tbl. m N YJA BIO BH Þri&jud&gs og Miðvikudagskvöld kl. 9. BenHiír Tal- og hljómmynd í 15 þáttum Ramon Novarro í aðalhlutverkinu. Mynd þessi er hvervetna sótt svo mikið, að margir verða frá að hverfa. að heiöra taxta Elísabetar sem þeir hafa aldrei gert áður? Myndi það byggjast á því að félag hennar er í andarslitrunum og hefir ekki getað komið á lögmætum fundi í langan tíma ? Eða hefir Elísabet gleymt hrakförunum frá í fyrra og hittiðfyrra og árinu þar á undan, sem öll hafa sömu minningar að gejmia um niðurlægingu og vesal- dóm hennar í kaupgjaldsmálum kvenfólksins ? f*ó Elísabet viti ekki um sinn vanmátt og getuleysi í að standa við það sem hún lætur van- máttugt félag sitt samþykkja um kjör verkakvenna í Akureyrarbæ, þá vita verkakonurnar um vanmátt hennar og hafa því yfirgefið fyrirhyggjulausa og getulausa félagið hennar og þess- vegna taka vinnukáupendur ekkert tillit til taxta sem það setur. Komið til mín segir Steingrímur, sem ábyrgð ber á öllu moldviðri lioramúnistanna í >Verkamanninum«. Ef þiö snúið ykkur til Verkamanna-

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.