Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.06.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 12.06.1933, Blaðsíða 1
111. arg. Akureyri, Þriðjudaginn 12. Júní 1933. 31. tbl. Fataskifti íhaldsins. Það er einkenni á stjórnmálaflokk- utn, sem annað tveggja eru myndaðir til að vinna þjóðinni skaða, eða eru orðnir svo hlaðnir pólitískum syndum, að áberandi ér, að þeir eru að mynda sér allskonar aukadeildir undir öðrum nöfnum, eða þá umskfra sig áriega til að villa á sér heimildir. . Kommúnistaflokkur fslands, þótt ungur sé, er frjósamastur að því er snertir hina pólitísku afleggjara undir hinum og öðrum nöfnum. Samfylk- ingin, Baráttuliðið, Sovét-vinirnir, Ung- herjar, A.S.V. og fl. af þessu tagi, er allt grímuklætt kommúnistaflokksdót; veiðarfæri til að lokka til sin fólk, sem ekki sér í gegnum þennan svika- vef. — íhaldið, samábyrgðarfylking auð- valdsins á íslandf, er frægt fyrir hin tíðu fataskifti og nafnabreytingar. Það er alveg sama hvaða nafn þessi flokk- ur hefir tekið sér. Eftir örskamma stund hefir það veuð s\o atað póli- tískum syndum, að flokkurinn hefir ekki treyst sér til að bera það áfram, Nú er sjálfstæðisnafnið orðið flokknum svo til vanvirðu, eða réttara sagt, flokkurinn orðinn nafninu svo til skammar, að talið hefir verið nauð- synlegt að Iáta hvorutveggja draga sig í hlé fyrir hinu nýjasta afsprengi auð- valdsins — Þjóðernishreyfingunni. — Það kemur betur f ljós með degi hverjum, sem líður, að Þjóðernishreyf- ingin er ekkert annað en ný föt auð- valdsins á íslandi, sem gengið hefir með sjálfstæðiskápuna á öxlunum und- anfarið. Að örfáum pólitískum villing- um undanskildum, eru það »sjálfstæð- ismeniu, sem mynda hinn nýja flokk. Ekkert ber þar á milli annað en það, hverjir eigi að fara með völdin. — Gömlu íhaldsseggirnir kunna því illa að láta taka af sér völdin í einni svip- an, ekki síst fyrir það, að þeir treysta þeim angurgöpum, sem Þjóðernishreyf- ingúna leiða, ekki til að fara með þau. Á hinn bóginn játar »hreyfingin« það opinskátt, að hún hafi ekkért annað út á sjálfstæðið að setja, en stjórnina á flokknum. Blaðakostur auðvaldsins ber þessa líka Ijósast vitni'. Völd gömlu íhaldsmannanna eru sterkust í Reykjavík. Þar urðu hinir nýju framherjar auðvaldsins að stofna nýtt blað fyrir sig, því »Morgunbl.« og »Vísir« voru svo föst í sessi. Hið nýja blað blakar ekki við þessum máttarstólpum auðvaldsins, og gömlu blöðin gera gælur við >hreyfinguna«. A ísafirði var íhaldsblaðið dautt. Þar var sett á stofn nýtt blað, gefið út af sameinuðum »gðmlu« og »nýju« flokkunum. Á Siglufirði víkur blað sjálfstæðisins fyrir nýju blaði »hreyf- ingarinnar«. Hér á Akureyri lá við sjálft að >íslendingur« væri .lagður í líkkistuna og nýtt blað sett'á stofn. Var engu öðru en deyfð og áhuga- leysi um að kenna, að þetta var ekki gert. Á Austurlandi var blað íhaldsins dautt. Þar mun nú í uppsiglingu nýtt blað, stutt af báðum >elimentum< auðvaldsins. Það er í það vitnað, að þeir Gíslar »hreyfingarinnar« skammi sjálfstæðið á róg9feiðum þeirra um landið. — Þetta er aðeins yfirdrepskapur, og gert í þeitn eina tilgangi, að gera skammirnar um Framsóknarflokkinn áhrifameiri. Og nú þegar til útnefningar full- trúa auðvaldsins við þingkosningarnar, sem fram eiga að fara f næsta mán- uði, kemur, verða einir og sömu >kandidatar« fyrir »báða flokka«. En vinnubrögðin eiga að verða þau f kosningahríðinni, að »hreyfingin« á að sækja á hina flokkana, en »sjálfstæðið« að liggja sem mest á milli hluta, — Með þessu hygst auðvaldið að leiða athyglina frá þess fyrri syndum, en að »hreyfingunni«, en hún hefir þvi láni að fagna, að vera ný og syndlaus. En bak við tjöldin liggur allt í faðmlögum. Þar æsa eldgamlir íhalds- hólkar ófyrirleitna ærslabelgi til óláta, yfirgangs og hermdarverka, þó þeir, framan i kjósendur, láti sem svo að þeir séu gætnir menn. Skæðadrífa. Sigur Framsóknar. »Dagur« lætur svo um mælt, í sam- bandi við lausn stjórnarskrármálsins, að »aðalsigur Framsóknarmanna sé fólginn í því, að þeim hefir tekist að verja réttindi sveitanna til eigin full- trúavals*. Með öðrum orðum: að aðalsigur Framsóknar er, að dómi blaðsins, sá að viðhalda sama órétt- lætinu í kjördæmamálinu og verið hef:r. Oeta áfram alið lægstu hvatir þröngsýnustu bænda á hugsuðum heimaalningshætti og glepja þeim nauðsynlegt víðsýni yfir þjóðmálin f heild. Viðhalda smásálarlegum reip- drætti milli þingmanna um bein og hnútur handa sérstökum kjördæmum, og lönguninni til að troða skóinn niður af náunganum. Flokkur, sem telur þetta sigur, virðist standa of neðarlega á pólitfskri þroskabraut. Hinar leitandi sálir. Kommúnistarnir eru auðsjáanlega f hálfgerðum vandræðum með lystuga

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.