Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.06.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 12.06.1933, Blaðsíða 2
3 alÞýðumaðurinn ÍJTVARPIÐ ÁVAR P. Háttvirtu bæjarbúar! Eins og yður mun kunnugt, er nú sundlaugarmálum Akureyrar það á veg komið, að bæjarstjórn hefir gert þau boð, að Akureyrarbær leggi fram 22 þúsund krónur til hitaveitu sundlaugarinn.tr, gegn því að áhuga- menn og félög í bænum útvegi helming þeirrar upphæðar og taki að sér að annast um verkið fyrir þessar tilteknu 22 þús. kr. Lánið er þegar fengið að mestu leyti, fyrir tilstyrk nokkurra áhuga- samra manna, óg tilboð er fengið, og frá samningum gengið, við verk- fræðing hr. Höskuld Baldvinsson. Tekur hann að sér að leggja til allt efni og vinnu.við leiðsluna, frá laugarþró í Glerárgili, og norður gljúfrin þar til komið er upp úr gljúfrunum, og alla leið niður í sundstæði bæjarins. Verk þetta og efni kostar rúmlega 21 þúsund krónur, en þá er eftir öll vinna við að leggja leiðsluna frá því gljúfrunum sleþpir og niður í sundlaug, eru það h. u. b. 2,700 metrar. Vinna sú er aðallega í því falin, að hlaða og moka upp moldargarði sem leiðslan á að liggja í. í trausti þess aö vinna þessi fáist með frjálsum framlögum frá borg- urum þessa bæjar, hefir verið samþykkt að ganga að boði bæjarstjórnar, og nú heitum við á alla borgara bæjarins að bregðast vel við, þegar full- tingis þeirra verður leitað — sem verður nú næstu daga. Vonum við að þeir leggi fram vinnu eða peninga hver eftir sinni getu, til þess að verk þetta geti orðið framkvæmt þegar á þessu sumri. Verkstjóri hefir verið ráðinn, og verður hann til staðar til að skipa mönnum til verks, Verður séð til þess, að þeir sem vinnu. gefa, geti fengið að vinna á hverjum þeim tíma er þeim er hentugastur — á hvaða tíma sólarhringsins sem er. — Einnig verður þeim, er þess óska, séð fyrir verkfærum við vinnuna. Við vitum að flestum er ljóst að hér er um eitthvert mesta velferðar- mál þessa bæjar að ræða, og væntum þess, að hver og einn vilji leggja hönd að þessu starfi, svo það komist í framkvæmd sem fyrst. Með því vinnið þið ykkur sjálfum og btejarfélaginu til gagns og sæmdar bæði í nútíð og framtíð. Akureyri 8. júní 1933. Axel Kristjánsson. Erlingur Friðjónsson. Jakob Frímannsson. Svanbjörn Frímannsson. Sveinbjörn Jónsson. Friðgeir H. Berg. Hermann Stefánsson. Halldór Halldórsson. Ólafur Magnússon. Jóhann Steinsson, f- h. Trésmiðafélags Akurreyar. Tómas Steingrímsson f. h. Knattspyrnufélags Akureyrar. Leo Sigurðsson f h. Iþróttafélagsins Þór. Jón Hinriksson f h. Vélstjórafélags Akureyrar. Árni Jónsson f. h. Ungmennafélags Akureyrar. Þriðjudaginn 13. Júní: Kl. 20,15 Tilkynningar. — 20,30 Erindi, Jón Eiþórsson. — 21 Fréttir — 21,50 Hljómleikar. Miðvikudaginn 14. Júní: Kl. 20,15 Tilkynningar. — 20,30 Frá útlöndum V. í5. G. — 21 Fréttir. — 21,30 Hljómleikar. Fimludaginn 15. Júní: Kl. 20,30 Tilkynningar. — 20,30 Óákveðið. — 21 Fréttir. — 21,30 Hljómleikar. Föstudaginn 16. Júní: Kl. 20,15 Dagskrá næstu viku. — 20,30 Upplestur Guðrún Guðmundsdóttir. — 21 Fréttir. — 21,30 Grammafónhljómleikar. Laugardaginn 17. Júní: Kl. 20,15 Tilkynningar. — 20.30 Kórsöngur Karlakór Reykjavíkur. — 21 Fréttir — 21,30 Hljómleikar og síðan danslög til 24. kosningabeitu, ef ráða má af skrifum »Verkam.« á Prjðjudaginn var. Eru það nú helst norsku samningarnir, sem blaðið ætlar að gera að flothylki fyrir Kommúnistaflokkinn. Fer mjög vel á þessu, þar sem vitanlegt er að flokkurinn var mjög spentur fyrir að þessir svívirðingarsamningar væru gerðir, af því að þeir myndu auka á vandræði og neyð sjómanna og verka- fólks í landi. Til að látast vera eitt- hvað, þykist blaðið vilja gera ósköp mikið til að lumbra á Norðmönnum, en það er nú ekki hægt um vik, segir blaðið, af því samningar hafa verið gerðir við íslenska síldarsaítendur um kaupgjald í sumar. Pykir »Verkam.« auðsjáanlega mjög illa farið að is- lenskir sildarsaltendur skuli starfa { sumar og greiða hærra kaup en í fyrra: Hitt var von blaðsins, að með vitlausum kaupkröfum mætti fá þá til að starfa ekki- Bola svo Norðmönn- um frá að leggja síld á land, svo verkafólkið yrði atvinnulaust- — Verklýðsfélag Akureyrar , tryggði at- vinnu í bænum í sumar og hærra kaupgjald en var í fyrra, með því að semja við atvinnurekendafélagið. Hin göiuga áætlun kommúnistaliðs’ns rask- aðist svo óþægilega við þetta, að nú snýst allt í hring fyrir hinum pólitísku glirnum »Verkamanns«-fjölskyldunnar. 50-krúna seöill 'fi s inni neðarlega á Strandgötu og inn að Gudmanns Efterfölgers versiun. Finn- andi er beðinn að skila seðlinum 'á afgreiðslu blaðsins gegn fundarl, AuglfsiB í Alþyðnm. Ábyrgðarmaður: Erlingur Friðjónsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.