Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.06.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 12.06.1933, Blaðsíða 1
ALÞÝDUMAÐURiNN III. árg. Akureyri, f*riðjudaginn 12. Júní 1933. 32. tbl. Framboð Alpvðuflokksins á Akureyri. Stefán Jóh. Stefánsson ritari Alþýðu- sambandsins, verður í kjöri fyrir flokksins hönd. Stjórn Alþýðuflokksins hefir nú, í samráði við Alþýðuflokksmenn hér, ákveðið að Stefán Jóhann Stefáns- son hæstaréttarmálaflutningsmaður og ritari Alþýðusambandsins, skuli verða í kjöri hér á Akureyri fyrir flþkksins hönd við kosningar þær til alþingis, er fram eiga að fara 16. Júlí.n. k. Petta hefir staðið til fyrri, því margir Alþýðuflokksmenn hafa haft auga á Stefáni, sem þingmanns- efni Akureyrar. Og þegar nú að Erlingur Friðjónsson vildi ekki vera í framboði hér, réðist það þegar að Stefán kæmi. Að sinni mun ekki verða rit- að langt mál um þingmannskosti Stefáns Jóhanns. Hann er þegar orðinn þjóðkunnur maður fyrir starf- semi sína fyrir verkalýðinn og rétt- sýni í þjóðmálum. Hann mun líka koma hingað á mæstunni og eiga tal við kjósendur. Þegar Stefán fyrir nokkruin árum var í framboði iiér í sýslunni, kyntust honum marg- ir, og hinir mörgu æskuvinir hans hér um slóðir munu fagna því að mega fá hann til samstarfs í þjóð- málum. Þegar Stefán, þá ungur stjórnmálamaður, var í framboði f sýslunni, létu ýmsir af hinum eldri mönnum svo um mælt, að þeir hefðu ekki kynst álitlegra þingmannsefni, síðan þeirSkúli heitinn Thoroddsen og Hannes Hafstein sóttu hingað. Var þetta jafnt mál andstæðinga Stefáns sem fylgismanna. Má nokk- uð af þessu marka hvað er í mann- inn spunnið. Stefán Jóhann Stefánsson hefir ýms trúnaðarstörf á hendi fyrir Al- þýðuflokkinn og Alþýðusambandið. Hann hefir verið ritari sambandsins í mörg ár og fengið þannig ágæta þekkingu á högum verkalýðsins í landinu. Líka tekur hann virkan þátt í starfi verkalýðsins í höfuðstaðn- um;- er fullrtúi hans í bæjarstjórn og bæjarráði. og sem málaflutnings- maður er hann athvarf þeirra, sem minna mega sín, þótt það gefi minni tekjur en málafærslan fyrir stórlaxana- Annars mun »Alþm.« láta Stefán tala fyrir sig sjálfan hér. Hann þarf eingrar hjálpar við á þeim vett- vangi. Um það eru ekki skiftar skoð- anir, að Alþýðuflokkurinn á að eiga þingmannssætið hér. Aftur á móti verður hvergi unnið meira til að svo verði ekki. Sameirtað íhald ogkomm- únistar munu einkis láta ófrestað til uð ná sætinu handa íhaldinu. Því ber verkafólki þessa bæjar að hefja nú þegar öfluga sókn fyrir fulltrúa sinn og láta féndur alþýðusamtak- anna finna það glögglega að hér eru menn þéttir á velli og þéttir í lund. « NYJA BIO BBB Miðvikudagskvöld kl. 9. Ástin sigrar. Tal- og söngvamynd í 8 þáttum. Aðalhlutverkin leika og syngja: Grace Moore og Lawrence Tlbbet. Hrífandi fagurt rússneskt ástar-o æfintýri með eldheitum ástríð- um. Ríkislögreglan. Þá hefir auðvaldið á íslandi fengið hinn langþráða draum sinn uppfyltan, að fá ríkislögreglu til að beita fyrir sig í baráttunni gegn verkalýðnum. Kommúnistar komu því til hjálpar og höguðu sér svo fíflslega, að þeir þing- menn, sem áður hafa ekki viljað sinna beiðni burgeisanna um hervernd, létu nú undan síga og tramkvæmdu þessa óhæfu, sem leiða mun til meira þjóð- arböls eti núverandi kynslóð hefir af að segja, ef ekki er tekið með nauð- synlegri festu og stAlingu á þessum málum. Verður síðar í þessari grein vikið að þeim ráðum, er almenningur hefir yfir að ráða, til að draga úr þessum ófagnaði, eða afnema hann með öllu, en vegna árásar kommúnista á Alþýðufl. í sambandi við þetta mál, verður fyrst getið gangs þess á þingi. Ríkisstjórnin lagði frumvarpið fyrir

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.