Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 24.06.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 24.06.1933, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUMAOMNN III. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 24. Júní 1933. 34. tbl. YFIRLIT. » Vei yður, þér hræsn- arar og nöðrukyn.* Það fer ekki hjá því að komm- únistar hér á Akureyri ætli sér að iljóta á montinu og ósannindunum um fylgi sitt við kosningarnar-16. Júlí n. k. — Þeir bera það út um bæinn, að þeir séu að slást um þingmannssætið við íhaldið, og á að skilja þetta svo, að þeir séu alt að því jafningjar þess að atkvæða- magni. Nú vita það allir, að fylgi komm- únistanna fer þverrandi, eins og von er til, en það er venja þeirra að láta því meira yfir sér, sem þeir geta minna og eru vesælli. Pað hefir ekki farið fram hjá ak menningi, grobbið í blöðum K. í. yfir »kraftinum« og »samtakamætt- inum«, sem V.S.N. hefir yfir að ráða. Öll verklýðsmáí á Norður- landi áttu aö vera í gapandi þættu, stórkostleg kauplækkun fyrir dyrum. Eina vonin og vissan um sigur sú að Verklýðssamband Norðurlands var til og starfaði undir stjórn K-í. Hvílík stærð V.S.N. er sést dável á eftirfarandí. Ping V.S.N. var haldið miklu seinna en átti að gera samkvæmt lögum. Stjórnin veigraði sér við að sýna almenningi íylgistapið. Samt heimtaði Einar Olgeirsson að þing- nefnan yrði haldin. Ætlaði sér að blása Iífi í þetta skorpnandi lík. — Þingið var haldið. Það sóttu engir, nema kommúnistar á Akureyri. — Einn aðal þátturinn í dagskránni var sá, að lesa upp úrsagnir gömlu félapanna, sem einu sinni höfðu verið f sambandinu. Einar barðist um á hæli og hnakka, en fékk engu áorkað. Síðan kastaði hann þess- um sambandsriflingi í Steingrím Aðalsteinsson til endanlegs dráps. Petta var hin raunverulega saga þingsins, en ekki vantaði munn- söfnuðinn og mannalætin hjá hræð- unum sem sátu það. •Samfylkja* átti öllum verkalýð á Norðurlandi undir stjórn V.S.V. — Senda átti menn »um alt land<, til að samræma störf allra verklýðs- félaga í anda V.S.N. »Baráttulið« og »samfylkingar« átti að stofna alstaðar þar sem 3—5 menn ynnu saman. Og V.SN. átti að taka að sér yfirstjórn (að því er skilið varð) allra veiklýðsmála í landinu, og »leiða þau í sigursælli baráttu*, þar til yfir lyki!!! Og »Verkamaðurinn« sagöi eftir þingið, að almenningur gæti naumast gert sér í hugarlund hve »mikilvægar« samþykktir þingið hefði gert, og hvílíkum »feikna krafti* sambandið hefði yfir að ráða!!! En stærst af öllum samþykktum þingsins var þó sú um »samfylk- ingarráðstefnuna«, sem lengi var í ráði að halda bæði á Siglufirði og Akureyri, eins og tíðkast um al- þjóðaráðstefnur nú á dögum, sem byrjaðar eru hjá þessari stórþjóð- inni og endaðar hjá hinni. Ráð- stefnan var boðuð í sl. mánuði, en þegar til kom, kom það upp úr kafinu að þau fáu félög, sem í V.S.N. eru lifandi, höfðu öll gleymt að kjósa fulltrúa á þetta mikilvæga þing. Nú hefir »ráðstefnunni« verið frestað um »óákveðinn tíma«, en það þýðir að hún er úr sögunni, og allt það, sem þar áttí að gera. En það var að »samfylkja« öllum verkalýð til >stéttvfsrar< baráttu gegn ofurmagni atvinnurekenda og kaupkúgun. »lierskarar hinna þjök- uðu öreiga« áttu að ganga fram »undir stjórn Kommúnistaflokks íslands< og annara »frelsara« verka- lýðsins, án tillits til pólitískra skoð- ana eða strekkings um dægurmál. Stjórn V S.N. má sannarlega taka undir með skáldinu: »á daginn er tregandi dapurt mitt ráð, en draum- urinn var svo fagur«, því örlögin hafa hagað því svo, að á þessu vori hefir verkalýðurinn bjargað málum sínum sjálfur, og hvergi látið skósveina V.S.N. eða K. t koma þar nærri. Á Húsavík (verka-. kvennafélagið), á Sauðárkróki, á Hvammstanga; — á öllum þessum stöðum hefir verkalýðurinn unnið á í kaupmálum, allt fyrir atbeina og lægni gætnari manna vérklýðs- hreyfingarinnar. Hér á Akureyri bjargaði Verklýðsfélag Akureyrar verkalýðnum frá að fá yfir sig stór- felda kauplækkun, og vann þegar nokkuð á frá því í fyrra. Á Siglu- firði hafa ráðin verið tekin af stjórn Verkamannafélagsins, er ekki var sýnilegt annað en að hún ætlaði að stofna til algerðs taps í deilu við atvinnurekendur. Er ekki annað sýnilegt en til fullkominnar upp- lausnar félagsins dragi á næstunni. Stóru orðin og mannálætin hafa hér orðið reykur eins og alstaðar annarsstaðar. Verkalýðurínn er far- inn að þekkja gasprið og glamrið, sem ekkert annað en svik og hrœsni stendur á bak við. Og hvað sem þessir menn láta nú.mikið yfir sér, og reyna mikið til að blekkja kjósendur, munu kosningarnar 16. Júlí n. k. sýna sama niðurlagið og alstaðar ann- arsstaðar hjá kommúnistum. Verkalýðurinn mun ekki ata sig út á þeim lengur, sem betur fer.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.