Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 24.06.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 24.06.1933, Blaðsíða 2
 alÞýðumaðurinn i B. S. A. — Sími 9. Sund. Síðastliðið Mánudagskvöld hélt hr, Ben. Waage, forseti í. S. í., fyrir- lestur 1 Nýja Bíó um sund og sund- björgun. Var fyrirlesturinn mjög ítarlegur og vel fluttur. Fyrirlesar- inn skýrði þar frá nauðsyn þess, að allir íslendingar kynnu að synda og gætu ennfremur bjargað öðrUnr. frá druknun. Nefndi hann dæmi, þar sem lítil börn höfðu bjargast frá drukknun á svo undursamlegan hátt, vegna þess að þau höfðu lært sund og ennfremur dæmi um sorgleg slys, þar sem fullorðið fólk hafði drukknað í sjó, örskamt frá land- steinum, einungis vegna vöntunar á sundkunnáttu. Á eftir fyrirlestrinum var svo sýnd kvikmynd, sem mjög greinilega sýndi allskyns aðferðir við björgun drukknandi fólks og Kfgun- artilraunir i slíkum tilfellum. Ágóði af fyrirlestrinum gekk óskiftur til hitavatnsveitu í sundlaug bæjarins. Aðgangseyrir var ein króna. Áheyrendur voru fáir. Nokkrir fé- lagáf úr K. A. og Þór og einstaka manneskja þar fyrir utan. Ykkur viiðist vera einkennilega farið, Akureyringar. Kvikmyndahús- in eru vel sótt af gömlum og ung- um. Dansskemtanir eru venjulega fjölsóttar. Kaífihús bæjarins eru oft þéttsetin á kvöldin. Göturnar oft fullar af ungu fólki, sem á kvöldiri ranglar hugsunarlaust aftur á bak og áfram um þær, sýnilega til þess eins að reyna að drepa tímann á þann hátt. En þegar hægt er að styðja jafn mikið þjóðþrifafyrirtæki og laugaveitan hér er, og um leið nema fróðleik um »fþrótt íþróftanna<, sem allir éiga að -kunna, og jafn sjálfsagðan hlut eins og það, aö geta bjargað náunganum frá dauða, þá eru áheyrendabekkir því nær auðir,. Bvar var meiri hlutinn af íþrótta- fólki bæjárins þetta kvöld ? Hvar voru æskulýðsleiðtogar bæjarips? Hvar var allur sá sægur af fólki, sem séð hefir kostina við heita vatn- ið á Laugalandi og þyrpst þangað fram eftir þegar það hefir getaö ? Hvar voru sjómennirnir og aðrir þeir, sem oft þurfa yfir vota vegi að sækja, og vita það, eins og aðr- ir, að oft hafa slys orðið, bæði í sjó, ám og vötnum, sem hægt hefði ver- ið að afstýra, ef sundkunnátta hefði verið fyrir hendi? Margir bæjarbúar virðast, í fljótu bragði séð, standa í þeirri meiningu, að framgangur laugaveitumálsins sé eigi með öllu fyrir almenning ger, heldur sé það að miklu leyti fyrir áhugamenn málsins unnið. — En vonandi opnast augu þeirra, sem þannig hugsa, fyrir því, að þetta er hin mesta fjarstæða. Laugaveitu- málið varðar alla Akureyringa, jafnt gamla sem unga. Þegar fólk er ó- vant við vatn og er að læra að synda, er eðlilegt að það veigri sér við að fara í mjög kalt vatn, enda þolir þaö þá eigi að vera lengi í vatninu í senn og af þeim sökum gengur sundnámið ver og stirðlegar. Sé vatnið volgt, getur sundfólk ver- ið í því lengi í hvert skifti, lærir betur og verður þolnara. Heita vatn- ið hefir einnig þann ómetanlega kost, að á veturna, þegar sjómenn hafa lítið að gera, geta þeir notað frítíma sinn til sundnáms. Þá er enn ónefnt heilbrigði, hreysti og hrein- leiki líkama þeirra, er oft fara í vatn. Ekkert er eins hressandi eins og bað og engir fimleikar fara bet- ur með líkamann heldur en sundið. Ég er viss um, að færri upphæð- ir þyrfti að leggja í byggingu sjúkra- húsa og heilsuhæla, ef meira væri lagt til styrktar góðum og velútbún- um sundstæðum. £n það er ekki nóg að geta bjarg- að fólki, sem hálfdrukknað er, á þurt land, Mörg eru dæmin til þess, að menn hafa dáið, þótt þeim væii bjargað í land, einungis af því eng- inn var nærstaddur, sem kunni lífg- unáraðferðir. í*ær aðferðir sáust mjög skýrt og greinilega á kvik- mynd þeirri, er hr, Waage lét sýna. Skátunum eru kendar þessar að- ferðir og sem betur fer eru margir, sem nú á síðari tímum hafa numið þær, en það eiga allir að kunna þær. — Einnig sýndi myndin greini- lega aðferðir til að losa sig úr hel- tökum drukknandi fólks, en van- kunnátta í því efni getur oröið til þess, að bæði hinn drukknandi og björgunarmaður farist. Éjóð, sem lifir jafnmikið á sjó- sókn og íslendingar gera, verður að kunna sund, sundbjörgun og lífgun. Éjóð, sem er jafn umsetin af berkl- um og öðrum illum sjúkdómum, eins og okkar þjóð, verður að sjá um að börnin temji sér sund og aðrar hollar íþróttir frá barnæsku, — íþróttir, sem herða líkamann og gera börnin að hraustum og sterk- bygðum þegnum, er séu færir um að taka við þegar hinir gömlu hníga að velli, Það þarf að gera sundið að skyldunámsgrein í skólunum. — Éá. fyrst færumst við að því marki, að allir íslendingar kunni að synda. Og eitt af aðalskilyrðunnm fyrir því að slíkt verði, er það, að sem víð- ast sé volgt vatn í sundstæöum bæja og sveita. Sem betur fer eru einnig margir hér í bænum, sem styðja vilja lauga- veitumálið og hafa lofað dagsverk- um og fé til framgangs þess. — En betur má ef duga skal. — Allir bæj-- arbúar verða vinna að framgangi þess, og það verður létt, ef allir eru samhentir. Akureyringar! Hugsið um öll slys- in, sem fyrir hafa komið, einungis vegna vöntnnar á sundkunnáttu og vanþekkingar á björgunaraðferðum. Éeim’þarf að fækka, þar til þau hverfa með öllu. Sýnið nú, eins og þið hafið svo oft áður gert, t. d. í Heilsuhælismálinu, að þið viljið vinna fyrir ykkar mál — sundlaug- ármálið — og leggið fram samhent- an kraft, er hrindi því í framkvæmd nú þegar. Jón Norðf/örð. Auk frambjóðenda Alþýðuflokks- ins, sem taldir voru í síðasfa blaði, eru þessir: í Mýrasýslu Hallbjörn Halldórsson prentmeistari,. og í Rangárvallasýslu Jón OuðlaugSson og Jeris Pálsson. Skakt var föður- nafn frambj. Alþ.fl. í Austur-Skafta- fellssýslu í síðasta blaði. Paf býður sig fram síra Eiríkur Helgason í Bjarnarnesi,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.