Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 24.06.1933, Side 3

Alþýðumaðurinn - 24.06.1933, Side 3
AJ>ÝЫfclA£n»»W 3 Frá Siglufirði. Undanfarið hefir staðið í þófi milli sljórnar ríkisverksmiðjunnar á Siglufirði og Verkamannafélagsins þar um kaup- gjald og vinnutilhögun við verksmið- juna í sumar. Var vinnu hætt á verk- smiðjunni um tíma vegna þessa. Ekki bar þó eiginlega á milli um kauphæð- ina yfirieitt því verkamennirnir fá eins mikið, þó þeir gangi að tilboði ríkis- verksmiðjunnar, og þó farið sé eftir taxta verkamannafélagsins. Aðalslagur- inn hefir staðið uiu það hvað Sunnu- dagshelgin á að teljast löng. Verka- mannafélagið ákvað hana 36 stundir, en verksmiðjustjórnin vildi fá hana ofan í 24 stundir. Bar því fyrir að með þvi væri hægt að bræða 11 —12 hundruð málum meira af síld á viku, en það þýddi aukna sölu sjómanna til verksmiðjunnar og meiri umsetn- ingu verksmiðjunnar en ella, Á fundi Verkamfél. í síðustu viku var samþykt að ganga að tilboði verk- smiðjunnar, en ekki með nægilegum . meirihl. til þess að það væri löglegt. Á Sunnudaginn gengu 48 menn úr verkamannafélaginu (39 algengir verka- menn og 9, sem stunda aðra atvinnu). Upp úr helginni sömdu svo verka- mennirnir við verksmiðjustjórnina og byrjaði undirbúningsvinna með 25 manns nú í vikunni. Stjórn verkam,- félagsins lýsti verksmiðjuna í bann og alla sem þar ynnu, en ekki var gerð tilraun til að stöðva vinnuna. — Á þriðjudagskvöldið boðaði stjórnin til fundar í verkam.fél., en svo fáir komU' að ekki varð fundarfært. í gærkvöld. var svo haldinn fundur (fámennur þój •þar sem samþykkt var með 50 atkv_ að veita stjórninni heimild til að stöðva vinnu í verksmiðjunni eftir 27. þ.m., ef hún sæi ástæðu til þess og sæ,- sér fært. Út af því sem »Verkam.« skýrir frá í dag, að í samningum verksmiðju- stjórnarinnar við verkamenn sé fram tekið, að tryggingin um tveggja mán- aða vinnu falli niður, ef verkamenn- irnir leggi niður vinnu, skal það tekið fram, að þetta skolast í blaðinu. — Tryggingin fellur niður ef vinna er stöövuð með valdi. Einhver umleitun hefir verið í sum- um síldarsaltendum vestur þar um að Tilkynning. Vegna vinnu við rafveitukerfið verður lokað fyrir rafmagn frá kl. 12 míðnætt/s til kl. 6 f.h. dagana 25. Júní til 2. Júlí. Akureyri, 23. Júlí 1933. Rafveita Akureyrar. fá kaup við síldarverkun lækkað í sumar, en talið er að það mál sé fallið niður. Olgan í Þýskalandi. Þótt útvarpið flytji daglega mjög svo friðsamlegar fréttir frá Þýskalandi, er langt frá að þar sé alt með kyrr- um kjörum. Atvinnuleysi, neyð og hungur, fer vaxandi meðal almennings. Ofsóknaræðí stjórnarinnar gerir og sitt, til að blása að byltingarbálinu, sem óumflýjanlega hlýtur að brjótast út í íandinu innan skamms. Nýskeð hefir stjórnin bannað skátaregluna og tekið undir sig eignir hennar. Líka hefir alþjóðasamband katólskra manna verið bannað og foringjar þess ofsóttir. Nýlega hélt þetta samband þing í Munchen, og þóttist örugt um frið, því von Papen, einn af stórlöxum stjórnarinnar var einn af fundarboð- endum og viðstaddur þingið. En Nasistarnir hleyptu upp þinginu, börðu þingmenn og hrjáðu, svo hætta varð við fundahöld, Óeirðir og smá bar- dagar eru daglegir viðburðir í flestum borgum, og lögreglan ræður víða ekki við neitt. Megn óánægja er upp komin meðal verkamanna í Nasista- flokknum, yfir svikum stjórnarinnar og böðulshætti. Magnast sú óánægja með degi hverjum og breiðist út. Jafnaðarmannablað er farið að koma út í þýsku fylki, sem stendur undir yfirráðum og vernd Frakka. Er því dreift út um alt Pýskaland, þrátt fyrir bann stjórnarinnar. Standa jafnaðar- mannaflokkurinn þýski og hollenski að þessu blaði. Hvert stefnir í raun og veru . í þýskalandi, sést á eftirfar- andí atburði, er erlend blöð segja frái Laugardaginn 27. Maí kl. 10 um morguninn lagði mikill hópur storm- sveitarmanna í fylgd með mörgum C f) -bilar besiir. ° Sími 260 öðrúm intt í verslunarmiðbik Hannov- er, og þar réðust þeir á öll stærstu vöruhúsin og rændu þau. Lögreglan var þegar kvödd á vettvang, en nas- istafjö'dinn réðist á lögregluna og barði 'nana á flótta. I.ögreglan kallaði þá á liðstyrk, en hann var einnig rek- inn á flótta af fyrverandi liðsmönnum Hitlers. En nú var en aukið við lögreglu- liðið, og lögreglustjórinn, sem er nas- isti, átti langt samtal við Hitler. — Eftir klukkustundar bardaga voru hinir huugruðu og sviknu óbreyttu nasistar kúgaðir. Nú hafa stormsveitirnar þýsku verið bannaðar og fjöldi uppreistarnasista hneptir t fangelsi Sitja nú saman í fangaherbúðunum jafnaðarmenn, kommúnistar og nasistar, og bíða eftir þeirri stund að alþýðan í Þýskalandi steypi Hitler og blóðhundum hans af stóli og opni fangaherbúðirnar, svo þeir geti tekið þátt í baráttuuni fyrir frelsi þjóðarinnar; frelsi sem hún glat- aði í stundaræsingu, en alþýðati sér nú að verið hefir hið mesta óheilla- spor er þjóðin hefir stigið. Hljómlistarkvöld Sigfúsar Einars- sonar fjölskyldunnar á Fimtudaginn var vel sótt, og •hrifni áheyrenda mikil. Skemtunin verður endurtekin á morgun. Frambjóðendurnir í Eyjafjarðarsýálu hafa ákveðið tvo fyrstu fundina. í þinghúsi Hrafnagilshrepps Mánudaginn 3. Júlí, og í þinghúsi Glæsibæjar- hrepps Priðjudaginn 4. Júlí. — Báðir byrja fundirnir kl. 12 á hád. Mjög sækir fólk til bæjarin9 land- leiðina þessa dagana, bæði að austan og vestan, þó einkum úr Reykjavík. Ganga margir bilar daglega milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur, auk föstu bíl- anna.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.