Alþýðumaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðumaðurinn - 27.06.1933, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 27.06.1933, Qupperneq 1
ALÞYÐUM AflORINN III. árg. Akureyri, þriðjudaginn 27. Júní 1933. 35 tbl. K o sningaskríf stof a Alþýðuflokksins Strandgötu 9 (miðhæðinni). Sítlli 214. — Opin fyrst um sinn kl. 4—7,30 síðdegis. — Kjörskrá liggurjrammi. — Allar kosninga- leiðbeiningar veittar. Alþýðufólk! Komið á skrifstofuna og rannsakið hvort þið eruð á kjörskrá. Mjög athyglisverð grein með þessari yfirskrift bjrt'.st í Alþýðu- blaðinu 20. þ. m. Par eru færð mjög sterk rök að þyí, sem reynd- ar flestir hugsandi menn vissu áður, að Nasistaflokkurinn íslenski er landráðaflokkur — hliðstæður kommúnistaflokknum — og þjóð- ernisskraf hans allt er hin argasta hræsni og svikavaðail. Blaðið viínar í greínar eftir merka rithöfunda í ýmsum stórblöðum heimsins, þar sem skýrt er frá því — eftir góðum heimildum — að draumur Hitlers og fyigifiska hans sé sá, að vinna öil lönd »frá Alpa- fjöllum til Jshafs, frá Qrænlandshafi til Rússlands* undir yfirráð Pýska- lands. Til þéss að koma þessum draum í framkvæmd, hefir Hitler látið stpfna nasistaflokka og »cellur« í ;öilum germönskum löndum, Hol- landi, belgiska og franska Flandern Sviss, Tjekkoslovakiu, Eystrasalts- löndunum, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og íslandi. 'Flokkar þessir hafa allir tekið upp þýska nasista- merkið og eru styrktir með fé frá þýska nasistaflokknum. Til að villa á sér heimildir, eru þessir flokkar Iátnir taka upp ýms þjóðleg nöfn og ala á þjóðarrembingi, þótt stefn- an sé engin önnur en að svíkja þjóðirnar undir þýsk yfirráð. Islenski nasistaflokkurinn er skipu- lagður á sama hátt og slíkir flokk- ar í öðrum löndum. Foringjar hans vaða í peningum, og mælt er að formaðurinn, Gísii í Ási, gangi með erindisbréf frá Hitler upp á vasann. Flokkurinn hefir tekið upp þýska nasistamerkið og hagar starfsháttum sínum á sama hátt og þýski nas- istaflokkurinn gerði áður en hann byrjaði fyrir alvöru á sláturstörfum þeim, sem hann hefir rekið í seinni tíð. Að endingu krefst Alþbl. þess af ríkisstjórninni, að hún láti rann- saka skjöl þau og pappíra sem foringjar nasistanna hér hafa fengið frá Þýskalandi, og hagi sér gagn- vart flokknum sem landráðaflokki. í Þýskalandi er alþýðan, sem á sínum tíma lét blekkjast af nasista- flokknum og lyfti honum til valda, NYJA BIO Miðvikudagskvöld kl. 9. Drenprinn minn. Tékknesk ta! og hljóm- mynd í 10 þáttum. Aðal- hlufverkin leika: Magda Son/a, undra- barnið Hans Feher, og fið/usnillingurinn Jar Kocian. Efni myndarinnar er áhrifa- rík saga um móður, sem fórnar öllu fyrir litla dreng- inn sinn- Börn iá ekki aðg&ng. farin að ranka við sér, og síðustu atburðir þar í landi benda ótvírætt í þá átt, að hún sé farin að sjá í gegn um svikavefinn, sem hún er fjötruð í. Hér á landi hafa nokkrir alþýðumenn gengið í nasistaflokk- inn, í þeirri trú að hann væri þjóð- nýtur og heiðvirður stjórnmála- flokkur, en ekki landráðaflokkur, eins og hann er. Líklega sjá þessir menn að sér í tíma og yfirgefa flokkinn áður en meira er að gert en komið er. Ef menn halda að nasistaflokkurinn sé áhrifameira baráttutæki gegn kommúnistunum en aðrir flokkar í landinu, skjátlast þeim hraparlega. Óskift samtök ró- lyndrar alþýðu, innan Alþýðuflokks- ins, sem studd eru af festu og víð- sýni í störfum, mun standa yfir höfuðsvörðum allra ólátaflokka — hvaða nöfn sem þeir bera.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.