Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 27.06.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 27.06.1933, Blaðsíða 3
▲iJhtowiiA&URHaf 3 1. Algerða bannmenn, sem ekkert vín vilja í landinu. 2. Fólk, sem lætur sig þessi raál engu skifta. 3. Andbanningar, sem vilja enn meiri drykkjuskap en er undir núverandi ástandi. Væri málið lagt rétt fyrir þjóðina, ætii þjóðaratkvæðið að sýna hver þessara flokka væri sterkastur í landinu, en það er víst öðru nær en hið háa Alþingi og ríkisstjórn hugsi um nokk- uð annað en að fá bannið afnumið á einhvern hátt. Ekkert atkvæði ™ Blhaw Alþýðuflokknum fyrir það að al- þýðufólk trassi að kjósa hjá bæjarfógeta, ef það fer burt úr bænum fyrir kosningar, eða vegna fjærveru úr bænum. Leitið upplýs- inga og aðstoðar á skrifstofu Al- þýðuflokksins, Strandgötu 9, kl. 4-7,30 e. h.-----Sími 214. Skæðadrífa. Sjálfstæð/. Það er ekki ein báran stök fyrir Sjálfstæðisflokknum. Undanfarið hefir hann verið að reyna að skreyta sig með því, að hann væri sá flokkurinn í landinu, sem ynni mest að því að vernda sjálfstæði landsins út á við. — Á öðrum stað hér i blaðinu eru færð- ar mjög ríkar sönnur á það, að »Þjóð- ernishreyfingin* sé hreinn og beinn landráðaflokkur. Við þennan flokk daðrar »Sjálfstæðið« og lyftir undir starfsemi hans á allan hátt. , Þetta er að vísu ekki í fyrsta sinn, er almenn- ingur þreifar á því, að sjálfstæðis- fjöðrin íhaldsins á enga fasta rót í auðvaldshrafnskrokki þess, en allt af er gaman að því þegar hún fýkur jafn greinilega af krummanum og núna. — Guðmann vill fá meiri verslun. Að undirlagi Jóns Guðmanns hafa verkakvennafél, »Eining» og Verkam.- fél. Akureyrar öðru hvoru s.l. vetur verið að reyna að fá félaga sína til að hætta viðskiftum við aðrar verslan- ir í bænum en þær, sem kommúnist- ar hafa. Þetta hefir víst borið frem- ur lítinn árangur, eins og flest annað, sem þessi félög hafa verið að burðast með upp á síðkastið, því í síðasta »Verkam.« hefur Guðmann upp raust sfna, og ber sér á brjóst yfir skiln- ingsleysi verkalýðsins í þessum máb um. Og til að sýna, hve herfilega sé farið með almenning, sem glæpist á að versla við þá kaupmenn, sem aðallega selja óþarfa-vörur, sýnir hann með tölum þá hræðilegu féflettingu, sem þessir menn fremja á »einföldum« viðskiftavinum sínum. Ekki getur hjá því farið, að mörgum blöskri það að láta fara svona með sig. En hitt er fullvíst, að þegar talað er ura »óþarfa«- vörur og háa álagningu, þá hvarflar hugur margra að sleikipinna- og grammafónaversluninni undir brekk- unni, þar sem »Verkam.« er ritaður, og kommúnistar sitja á ráðstefnum daga og nætur. En vel er það gert af Guðmanni, að vara almennig við slíkLrtn verslunum. Fylgisleysi jónasar, Síðasti »íslendingur« segir að fyig- isleysi Jónasar frá Hriflu hafi verið mjög áberandi á aðalfundi S. í S., er haldinn var hér í bænum nýskeð. — En, eftir því sem blaðið skýrir frá, kom þetta fylgisleysi aðallega fram í því, að tillögur Jónasar og fylgismanna hans höfðu allar meiri hlutann á fundinum. Margur myndi nú vilja hafa af svoleiðis fylgisleysi að segja. Sami margtaldari. Margt er líkt með þeim tvíburum stjórnmálavitleysunnar, kommúnisman- um og fasismanum, eða aðdáendum þeírra, réttara sagt. Kommúnistar hafa margfaldað fylgi sitt, starf og störf með 10, frá því þeir fóru að starfa hér á landi, þegar þeir segja frá, Nú hafa fasistarnir tekið upp sömu vinnubrögð, og gefa vonir um að margfaldarinn verði máske síðar hækkaður upp í 100. — Hafa þeir heitið því að yfirstíga kommúnistana i öllu, og þar sém ekki er neitt gott eða gagnlegt að fara fram úr — enda fasistunum Iítt eiginlegt — verða þeir £? O (~) -biiar bestir. sími 260 að yfirstíga þá rauðu í falsi og lygum. Og það vilja fasistarnir gera myndar- lega, eins og annað setn þeir gera fyrir fósturjörðina. 91A er símanúmer skrifstofu AI- þýðuflokksins á Akureyri. Miðsumars-symfón. Lít eg Alföður sjálfs ljóma, lífgandi, geislandi sól. Heyri ég vindana hljóma himnanna eilífu jól. Finn ég mér' ólga í æðum ástvakið lífgandi fjör, leiftrað frá háloga hæðum hingað í mannlífsins vör. Ort á Akureyri 21. Júní 1933. Frímann B Arngrimsson. Dr bæ og bygð. Á Sunnudaginn gengu nokkrir skátar upp á Súlur. Veður var gott og skygni ágætt. Með í förinni var ein kona og 10 ára drengur, sonur Hallgríms Kristjánssonar málara. Bognaði hann hvergi á göngunni. Er hann yngstur innlendra og út- lerfdra manna er upp á Súlur hefir komið. Flokkur úr Knattspyrnufélaginu »Fram« í Reykjavík kom hingað í síðustu viku og þreytti knattspyrnu viö félögin hér, Á Föstudagskvöld- ið vann hann »í*ór« með 5:1 en tapaði fyrir K. A. á Laugardags- kvöldið. Haföi K. A. 6 vinninga en »Fram« 3. Heyrst hefir að von sé á fleiri íþróttafélögum hingað á næstunni til að keppa við félögin hér. — Trúlofun sína hafa birt, ungfrú Kristín Konráðsdóttir, Vilhjálmsson- ar kennara, og Aðalsteinn Tryggvfc- son, starfsmaður á Klæðaverksmiðj- unni Gefjun.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.