Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 01.07.1933, Side 1

Alþýðumaðurinn - 01.07.1933, Side 1
 III. árg. Akureyri, Laugardaginn 1. Júlí 1933. 36. tbl. Pví var lofað í síðasta blaði, að fara nokkru nánar inn á »Novu«- deiluna í sambandi við útkomuna á tunnusmíði bæjarins s. 1. vetur og vor. — Er því réttara að gera þetta nú, þar sem síðasti »Verkam.« er enn að reyna að verja asnastrik kommúnista í kaupgjaldsmálum hér í bæ- — Á síðasta bæjarstjórnarfundi gaf atvinnubótanefnd skýrslu um út- komuna á tunnusmíðinu, svo hinn endanlegi dómur er um það fallinn hverjír hafa haft réttara fyrir sér í deilunni í vetur, bæjarstjórnin eða æsingafífl kommúnista. Sýnir út' koman það, að Novu deilan var al- gerlega óþörf, og til einskis gagns fyrir verkamennina, því það er ekki einungis svo, að smíðið gefi verka- mönnum þessa krónu á tímann, sem þekn var greidd út, heldur er von um dálitla viðbót handa þeim, þegar tunnurnar eru seldar. Kommúnistarnir hófu »Novu«- deiluna undir því yfirskini að verið væri að verjast almennri kauplækk- un og tryggja hag verkamannanna í verksmiðjunni. Hræðslan við al- menna kauplækkun var algerlega ástæðulaus. Búið var oft að vinna að tunnusmíði hér fyrir lægra kaup en taxti ákvað. Petta leiddi ekki til neinnar kauplækkunar við aðra vinnu- Um bæinn var ekki að fala. Hann var bundinn við samn- inga um þessa hluti, enda auðvelt að ganga frá þessu atriði að nýju með einfaldari samþykkt í bæjar- stjórn. Um aðra vinnu en hjá bæn- um var ekki að gera á þessum tíma. í Tunnuverksmiðjunni á Siglu- firði unnu menn fyrir 80 aura um tímann í vetur, og voru hvergi smeikir, enda kom ekki að sök. — Þessi ástæða fyrir deilunni var því tilbúningur og ekkert annað. Hvað »Novu« deilan bætti hag verkamannanna sést á því sem hér fer á eftir: í fyrstu átti að greiða verkamönn- um 70 aura fyrir hverja tunnu, sem verksmiðjan skilaði. Erlingur Frið- jónsson fékk þetta hækkað í bæjar- stjórn upp í 75 aura — deilulaust. Það sem tunnusmíðið gæfi fram yfir þetta, áttu svo verkamennirnir að fá þegar tunnurnar væru seldar. — Nú hefir útkoman orðið sú, að smíðið hefir kostað 8o aura á hverja tunnu, eða sama sem og mönnunum hafi verið greiddir 80 aurar út á hverja tunnu í stað 75 aura, sem bæjarstjórn samþykkti í fyrstu. Það eitt sem því »Novu«deilu- mennirnir geta fært sér til inntekta er það, að mönnum hafi verið borgað út strax 5 aurum meira á tunnuna en bæjarstjórn ætlaði, í stað þess að fá þessa aura í haust. Þetta nemur kr. 26,25 á mann, en þeir höfðu að meðaltali 418 krónur fyrir vinnuna í verksmiðjunni. Þetta er þá aliur gróðinn af »Novu«deilunni! Það er ekki ófróðlegt í sambandi við þetta mál, að gera samanburð á vinnubrögðum þeirra, sem vinna af viti og stillingu að hag verka- lýðsins, og hinna, sem stofna til óláta í tíma og ótíma- — Erlingur Friðjónsson fékk greiðslu til mann- sem fer burt úr bænum f y r i r kosningar, er áminnt um að kjósa hjá bæjarfógeta áður en það fer. — Leiðbeiningar gefnar á skrifstofu Alþýðuflokksins, Strandgötu 9, kf. 4—7,30 e. h. hvern dag. Sími 214, anna hækkaða um 5 aura á tunnu með því að flytja tillögu um það í bæjarstjórn, sem kostaði engin ólæti. Samninganefnd verkamann- anna fékk þau hlunnindi fyrir þá, að þeir fengju affall til eldiviðar, sem óhætt er að reikna um krónu virði á dag, eða sama sem 10 aura hækkun á tímann á kaupi mann- anna. Þetta fékst fram þegjandi og hljóðalaust — sama sem 15 aura hækkun á tímann, eða vel það. En hvað kostaði hækkunin, sem fékst með »Novu«-uppþotinu? (ca 6 aurar á klst.). Það er ekki vegna Akureyrarbúa sem »Novu«-deilusvívirðingin verð- ur hér dregin frain í réttu Ijósi. — Bæjarbúar þekkja hana. En það er vegna verkafólks sem býr víðs- vegar á landinu, og til þess að varpa Ijósi yfir stefnu og vinnu- brögð þeirra »baráttusveita«, sem Kommúnistaflokkur íslands er að mynda hér og þar á landinu, að það er gert. í stað þess að taka það auð- fengna, en þó óþarfa, loforð af bæjarstjórn, ð hún lækkaði ekki kaup í alnenr i vinnu, þótt félagið gengi inn á lægra kaup í tunnu- verksmiðjunni, er verkbanni dembt á »Novu« og bai, rað að /inH*

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.