Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 04.07.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 04.07.1933, Blaðsíða 1
ÝBUM MJU RINN III. árg. Akurcyri, Þrið.judaginn 4. Júlí 1933. 37. tbl. 1011 » tl (Niðurl). Pegar »Novu«-uppþotsmennirnir gátu ekki svift verkamenn bæjar- ins vetraratvinnunni, sem tunnu- smíðið veitti, snérist áhugi þeirra að því að leggja drög fyrír að vinnan í verksmiðjunni yrði fram- kvæmd svo, að sem verst útkoma yrði á rekstri hennar. Fyrst ætlaði stjórn Verkamannafélagsins að troða að tunnusmíðinu allskonar lýð, sem hún hafði keypt til fylgis við sig í uppþotinu með því að lofa honum vinnu við tunnusmíðið, þegan hún væri búin að »sigra< í deilunni!! Hafði Steingrímur Aðalsteinsson langan nafnalista loforðamanna upp á vasann, þegar mönnum var rað- að niður í vinnuna- Næsti leikur var sá, að uppþotsmennirnir ætl- uðust til að í verksmiðjunni yrðu viðhöfð »rauðaplans<vinnubrögð Einars Olgeirssonar, svo bærinn tapaði stórkostlega á smíðinu. — Þetta tókst ekki, frekar en að koma uppþotskaupamönnum Ste/ngríms að smíðinu, þessvegna varð útkom- an sæmileg, en ekki varð þess vart, að hið nánasta lið verka- mannafélagsstjórnarinnar hefði hinn minnsta áhuga fyrir að verkið gengi vel. og bar jafnvel á ánægju hjá því ef eitthvað gekk Iakar einn daginn en annan. Því hefir löngum verið haldið réttilega fram, að hér þurfi að rísa upp iðnaður að vetrinum, til hag- nýtingar fyrir verkalýðinn, sem ann- aro verður að ganga iðjulaus lang- an tíma úr árinu. Það sýnist því svo að allir hefðu átt að taka því vel, að bæjarstjórnin efndi til iðn- aðar, sem gæfi um 24 þús. króna tekjur í bæinn yfir þann tíma sem ekkert var að gera. En kommún- istarnir og fólk, sem þeir höfðu æst upp í uppþotinu, virtist annarar skoðunar. Pað var alltítt að heyra það frá þessu fólki, að það óskaði þess að bærinn »stórskaðaðisU á tunnusmíðinu. Sumir þeirra »stétt- vísu< kölluðu verksmiðjuna »þræl- dómsgreni<. Einn óskaði eftir að verksmiðjan »brynni upp með öllu heila, helvítis draslinu*, og þessu líkur var hugur »verklýðsvinanna< til þessa fyrirtækis. — Pegar svo að- sýnt var að smíðið gekk svo vel að fyllilega svaraði til áætlunar bæjarstjórnar, fór uppþotsliðið að spá því og óska þess, að útlendar tunnur féllu svo í verði, að bæjar- tunnurnar seldust ekki fyrir kostn- aðarverð. Hér hefir verið farið nokkuð inn á þennan þátt tunnusmfðamálsins, því hann sýnir þann hugsunarhátt sem kommúnistar eru að troða inn í fólkið, og hefir þegar tekist meðal þeirra >stéttvísustu<, og hann er sá að svíkjast um við vinnu og vinna illa, svo fyrirtæki þau, sem rekin eru, fari í hundana. Pessi verklýðs- málapólitík var rekin út í æsar á »rauða planinu< hjá Einari Olgeirs- syni. Útkoman er líka fræg orðin. En stefna hans og Iærisveina hans er sú, að gera allar vinnustöðvar í landinu að stöðum, þar sem »sellu<- fundir, »baráttuliðs<-samkomur og »samfylkingar<-ráðstefnur eru haldn- ar í vinnuiímanum, en ekkert unnið. Þetta tókst ekki í tunnuyerksmiðj- unni, og tekst ekki á vinnustöðv- NYJA BIO Þríöiudagskvöld kl. 9; -fímlei Þögul kvikmynd í 9 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Þaul Richter og Claríe Rommer. Mjög skemmtileg mynd úr heimi fjölleikara, meö ákaflega spennandi fimleikasyningum og fallegu ástaræfintyri. Miðvikudagskvöld kl. 9: FUNDTIR verður haldinn í Verklýðsfélagi Akureyrar Miðvikudaginn 5. Júlí 1933, kl. 8,30 e. h. í bæjarstjórnar- salnum. DAOSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Erindi frá Alþýðusambandinu. 3. Stefán Jóh. Stefánsson segir frá framkvæmdum jafnaðar- manna í bæjum erlendis- Fastlega skorað á félagsmenn að mæta vel og stundvíslega. Akureyri 4. Júlí 1933. Stjórnin. um yfirleitt, því íslenskt verkafólk er yfirleitt vinnugefiö og samvisku- samt. En ekki má Ioka augunum fyrir þeirri spiilingu, sem kommún-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.