Alþýðumaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðumaðurinn - 08.07.1933, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 08.07.1933, Qupperneq 1
ALÞÝÐUMAÐURINN III. árg. Akureyri, Laugardaginn 8. Júlí 1933. 38. tbl. Á Mða bóp. Pað er ekki úr vegi að renna augunum til þeirra tveggja and- stöðuflokka Alþýðuflokksins, er nú leita kjörfylgis hér í bænum, og at- huga hversu fulltrúar þeirra munu . líklegir til þess að gæta hagsmuna og vinna fyrir áhugamál bæjarbúa. Meginhluti bæjarins er verkafólk og miðstéttamenn (launþegar), sem sameiginlega hagsmuni eiga með verkalýðnum. Mikill meiri hluti allra bæjarmanna hlýiur því að athuga, hvaða flokkur og fulltrúi muni frekast stuðla að heill og hagsbót- um alþýðunnar í landinu. Ef að fyrst er litið til íhaldsins, sem nefnir sig Sjálfstæðisflokk, þá hljóta menn að spyrja: Hvað hefir sá flokkur gert fyrir alþýðuna í iandinu? Svarið er ekki lang sótt né vand- fundið. íhaldið hefir ekkert gert — alls ekkert fyrir alþýðuna■ Pað væri vel þess vert að veita þeim verðlaun, sem sýnt gætu fram á það, að íhaldsmenn hefðu fyrir einhverju því máli barist á Alþingi, sem væri verulegl hagsmunamál alþýðunnar. En íhaldið hefir gert annað. Pað hefir barist gegti öllum velferðar- málum alþýðu á Alþingi. Pessum orðum er hægt að finna stað, með því að benda á þessi mál, sem íhaldið hefir hamast á móti á Al- þingi: Réttlátri skatta- ng tollalögg/óf■ Verkamannabústöbum, Endurbótum á slysatrygginguni, Endurb. á úreltri fárækralög^jöf, Alþýðiitryggingum, Fjnrframlögum til atvinnubóia. En íhaldið hefir einnig og ekki síður barist fyrir mörgum óþurftar- tnálum alþýðu, svo sem: Ríkislögreglu, Norsku samningunum, Auknum tollum á líjsnauðsynjum. Pannig er reynslan af íhalds- flokknum á Alþingi. Hún ætti ekki að hvetja neinn alþýðmann né frjálslyndan bæjarbúa til stuðnings þessum flokki á kjördegi- Frambjóðandi íhaljjsflokksins hér í bænum er sómasamlegur embætt- ismaður en áhugalítill um stjórn- mál og með öllu áhrifalaus á Al- þingi. Hann er því einungis peð á taflborði íhaldsins, sem teflt er fram gegn framsókn íslenskrar al- þýðu. Hann er því hæfilegt þing- mannsefni fyrir áhugalausa kyr- stöðumenn. En þá eru kommúnistarnir. Sá flokkur er bæjarbúum vel kunnur, en að fáu góðu. Sá flokkur trúir á ofbeldið og einræðið, ofstopann og og ófyrirleitnina. Hann hatar lýð- ræðið, frjálsa hugsun og allar um- bætur. Hann trúir á vald hins steitta hnefa, hávaðann og ærslaganginn. Og sérstaklega berst hann gegn öllu þingræði og þinglegri starf- semi. Hann telur þingræðið ekki aðeins vonlaust vopn, heldur skað- lega stofnun, sem eigi að »brjóta á bak aftur* og varpa »með öilu um koll«- Eftir því, sem kommúnistar sjálfir segja, þá fara þeir »ekki á þing til þess að gerast löggjafar*. Peir fara því ekki á þing til þess að kóma á alþýðutryggingum, rétt- lá ri skatta- og tollalöggjöf, endur- bótum a úreltri fátækralöggjöf, né ti’ þe?r aö berjast fyrir fjárfram- lc 'um atvinnubóta. Slíkar um- Aljiýðufólk ”u: “" kosningar, er áminnt um að kjósa hjá bæjarfógeta áður en það fer. — Leiðbeiningar gefnar á skrifstofu Alþýðuflokksins, Strandgötu 9, kl. 4—7,30 e. h. hvern dag. Sírtli 214. bætur telja þeir einskis virði. Peir fara ekki á þing að létta áhrifum kreppunnar af íslenskri alþýðu. — Peir byggja vonir sínar á auknum sulti og vaxandi kreppu, á vonleysi og eymd alþýðunnar. Þeir trúa á áhiif eymdarinnar. Peir þrá byltingu og uppþot, hrun og hörmungar. Þeir vilja velta í rústir, án þess að gera sér nokkra skynsamlega grein fyrir, á hvern hátt þeir geti byggt á ný. Þeir vilja fara inn á þing til þess að hrópa og hafa hátt, auka glundroðann, efla sundrungina. Kommúnistar hafa haft það öm- urlega og óheillavænlega hlutverk að sundra samtökum íslenskrar al- þýðu. Peir hafa að því leyti verið flugumenn íhaldsins í herbúðum verkalýðsins. Þeir hafa gert sitt til þess að draga úr samtakamætti al- þýðunnar og viðnámsþróíti hennar. Þeir hafa dreift og tvístrað. Pess- vegna eru þeir vel séðir af mörg- um íhaldsmönnum, sem gleðjast yfir sundrungu alþýðunnar, sem gefur íhaldinu betra færi til kúgun- ar og yfirdrottnunar. Frambjóðandi kommúnista er tal- andi tákn flokks síns: hávær, fram- hleypinn, ofstækisfullur. Hann hefir sogið í sig útlenda múgmenningu, ómeltar kennisetningar, þýsk slagorð

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.