Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 08.07.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 08.07.1933, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn B. S. A. — Sími 9. og hatur til jafnaðarmanna. Hann hefir tileinkað sér baráttuaðferðir þess flokks, sem telur að tilgang- urinn helgi meðalið. Hann er læri- sveinn þeirra manna, sem leiddi ógnartímann yfir Pýskaland, sem steypti menningarríki í glötun. — Hann er hæfilegt þingmannsefni þeirra, sem aðeins vilja velta í rústir. Gegn •báðum þessum flokkum, íhaldinu og kommúnistum, ganga jafnaðarmenn fram til kosninga. — Peir trúá á sigur síns málstaðar og berjast fyrir alhliða umbótum á kjörum íslenskrar alþýðu, fyrir auk- inni hagsæld hennar og meiri menningu. Allir þeir, sem unna iýðræði og umbótum, og forðast vilja holta- þoku íhaldsins og mýrarljós kom- múnismans, kjósa frambjóðanda AI- þýðutlokksins a Akur- eyri. — Deilan á Siglufirði er nú á enda kljáð, og hófst vinna í ríkisverksmiðjunni í gær. Situr allt við það sama og áður var um kaupgjald í verksmiðjunni, og hefir þar engu verið haggað. Sú eina uppreisn, sem kommúnistarnir fengu í deilunni, var að mega setja stimpil ráðningastofu Verkamannafélagsins á samninga, sem verkstniðjustjórnin gerir við verkamennina!!! Á síð- ustu stundu lá þó við að alt strandaði á næsta kátlegu atriði. Ráðningarskrifstofan tekur þrjár krónur fyrir ráðningu hvers manns, er hún gerir. Pegar samningarnir voru gerðir milli verksmiðjunnar og stjórnar Verkam.félagsins, gleymdist að tala um þetta gjald. Fór svo Gunnar Jóhannsson að rukka um það eftir á, en meiri hluti verksm.- stjórnarinnar vildi ekki greiða þetta. Samdi Þormóður Eyjólfsson þá »privat« við Gunnar um að ráðn- ingastofan skyldi fá 1 krónu fyrir að stimpla hvern samning!!! Gekk Gunnar inn á þetta. Einar Olgeirs- son var að segja mönnum hér í bænum það í gærkvöldi, að komm- únistarnir hefðu unnið »g!æsilegan sigur* í þessari deilu. Hver sá sig- ur er, er öllum öðrum en Einari hulið, nema það skyldi þá vera sigur, að krefjast hins og annars, og fá það ekki. — Hóta hinu og öðru, og standa ekki við það. — Svívirða og ljúga, rægja og lofa, og éta svo allt ofan í sig — fyrir eina krónu. Skæðadrífa. AHstaðar samvinna. íhaldið og kommúnistar þykist vera móðgað yfir því, að sá sann- leikur er um þessa flokka sagður, að þeir hafi samvinnu um að reyna að ríða Alþýðuílokkinn niður. En þessi samvinna er allstaðar söm og jöfn. Á fundinum á Hrafnagili spann Garðar Porsteinsson, fram- bjóðandi íhaldsins, langa lygasögu um Jón Baldvinsson, sem Felix Guðmundsson rak' ofan í hann aftur. En daginn eftir kom fram- bjóðandi kommúnistanna, Steingr, Aðalsteinsson, með sömu söguna. Var sýnilegt á öllu að Garðar og Steingrímur skiftu þarna með sér verkum eins og góðum samherj- um sæmir. Lýgin í þjónustu kom- múnista. Undanfarnar vikur hafa kommún- istar hér í bænum látið kosriinga- smala sína þeytast um bæinn til þess að reyna að hressa við hrörn- andi kjörfylgi Einars Olgeirssonar. Um skeið var þeirri lygasögu hald- ið á lofti, að Jón Baldvinsson hefði greitt atkvæði með því á Alþingi, að kaffi- og sykurtollurinn væri hækkaður. En þau ósannindi voru of auðsén og áberandi og jafnóðum rekin ofan í slefberana. Pá var gripið til þeirra úrræða að halda því á lofti, að örlítið vantaði á það að Einar Olgeirsson næði kosningu og því þyrfti að herða sóknina. — En nú vita allir, sem til þekkja, að OIA er símanúmer skrifstofu AI- LV± þýðuflokksins á Akureyri. fylgi Einars hefir farið stórlega minkandi frá síðustu kosningum og liggja til þess mörg og eðlileg rök, sem bæjarbúum eru kunn. — Eins og til hagar nú hér í bænum, er það öllum skynsömum mönnum Ijóst, að orustan um þingsætið stendur á milli þeirra Stefáns Jó- hanns og ísbergs. Flestir íhaids- andstæðingar hér í bænum vita þetta nú, og herða því róðurinn fyrir kosningu Stefáns. Blekking- arbull kommúnistanna fær því eng- an byr. En það er annars athygl- isvert hvað kommúnistar nota lyg- ina ákaft í þjónustu sinni, ekki ein- ungis hér á landi, heldur um heim allan. Og þýskir kommúnistar hafa • verið svo opinskáir að játa þetta. — í aðalblaði þeirra í Þýskalandi, »Rauða fánanum* (Die Rote Fahne) stóð fyrir tæpum 10 árum (19. Ág. 1923), þessi eftirtektarverða klausa: » . . . að nota lygina af ásettu ráði í orustunni, á þann hátt, sem kom- múnistar gera í dagblöðunum, það er ekki lygi helclur bláber og raun- hæf nauðsyn.« —- Einar Olgeirsson hefir ekki til einskis stundað nám í Þýskaiandi. Ætla að fljóta á Einari. íhaldið hér er orðíð dauðhrætt við hið hraðvaxandi fylgi frambjóð- anda Alþýðuflokksins, Stefáns Jóh- Stefánssonar. Er það því farið að ieika það herbragð að telja kjós- endum trú um, að Einar Olgeirs- son sé svo hættulegur keppinautur, að »allir góðir menn og konur« verði að fylkja sér um ísberg til að »drepa Einar«. í öðru lagi láta smalar Einars svo, að hann sé að berjast um sætið við ísberg, og eru að reyna að veiða alþýðufólk til sín á þeim grundvelli. Samvinna þessara göfugu flokka er svo sem i fullum gangi núna eins og endrar- nær. íhaldið safnar ungunum und- ir vængi sér, en skipar Einari og hans liði að naga eftir mætti utan af fylgi Alþýðuflokksfulltrúans, sem báðir samherjarnir eru jafn hræddir við. —

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.