Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 11.07.1933, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 11.07.1933, Blaðsíða 1
III. árg. Akureyri, í^riöjudagiim 11. Júlí 1933. 39. tbl. Framboðs- fundurinn. Hræðsla íhaldsins og kom- múnista við Alþýðuflokks- manninn. Ðónaháttur EinarsOlgeirs- sonar. Eins og til stóð héldu frambjóð- endurnir fund á Sunnudaginn. — Stóð hann frá kl. 4 til 11 síðdegis, með matarhléi frá kl. 7—8. Hús- fyllir áheyrenda var mestan tímann, og fór fundurinn vel fram. Fyrstur talaði frambjóðandi AI þýðuflokksins Stefán Jóh. Stefáns son. Ræddi hann aðallega um stefnumál Alþýðuflokksins, barátt una fyrir þeim á Alþingi, og að stöðu andstöðuflokkanna til þeirra — Einnig lýsti hann skilmerkilega framtíðarstefnu Alþýðuflokksins þióðmálum, einkum þó í mannrétt inda- og mannúðarmálum alþýðu, og sýndi með óhrekjandi dæmum fálæti og andstöðu hinna ráðandi flokka á Alþingi í þeim málum. — Var ræða hans tvent í sehn, kröft- ug en prúð ádeila á hina stjórn- málaflokkana í landinu, og skýr og sönn túlkun á stefnu- og áhuga- málum Alþýðuflokksins. — Mun nokkuð síðan akureyrskir kjósend- ur hafa hlýtt á jafn ágæta, alhliða Jjósa ræðu um þessi mál. Næstur talaði frambjóðandi kom- múnista, Einar Olgeirsson. — Var tfæða hans, eins og vant er, upp- tugga gamalla stóiyrða úr Verklýðs- blaðinu og annað álíka póðgætí, sem fólk mun ekki sérlega spennt fyrir. Endaði hann ræðu sína með því að biöja kjósendur að gefa sér ekki færri atkvæði á kjördegi en þeir gerðu síðast. Var auðheyrt, að hann vissi að þau yiðú færri, og mun það hafa verið það rétt- asta, sem kom fram í ræðu hans. Síðastur talaði frambjóðandi íhaldsins, Guðbrandur ísberg. Var ræða hans aðallega vörn fyrir flokk hans, en sérstaklega dauf og veiga- lítil, Gengu margir af fundi meðan hann talaði. — ísberg er manna prúðastur í ræðustól, en sorglega atkvæðalítill. Getur varla hjá því farið að allir hafi fundið það, að. þar var lítill stríðsmaður á ferð. Eftir matarhléið hófust svarræður. Fyrst 20 mínútna, svo 10 mínútna langar. Notaði Einar aðallega þann tíma til að hrúga upp nýjum stór- yrðum og álygum um Alþýðuflokk- inn og einstaka menn hans, Stefán til að raða þessu góðgæti ofan í hann-aftur, og ísberg til að malda í móinn, þó af veikum mætti væri. Kom margt skemtilegt fram í þeim viðskiftum, eins og vant er, en fá- ir munu þeir hafa verið, sem ekki fundu og viðurkendu, hve fram- bjóðandi Alþýðuflokksins bar þar af hinum. — Tvent var það, sem var sérstak- lega athyglisvert þarna áfundinum. Fyrst það, að frambjóðendur íhalds- ins og kommúnista notuðu fyllilega þrjá fjórðu af sínum ræðutíma til að veitast að Alþýðuflokknum og frambjóðanda hans, en kákuðu lít- ilsháttar hver við annan, svona til mí'iamynda. Sýnir þetta hina sam- eiginlegu hræðslu þeirra beggja við hið auðsæja fylgi Stefáns Jóh. NYJA BIO Miðvikudagskvöld kl. 9. Heldri manna börn. Gamanleikur og talmynd í 8 þáttum, samkvæmt samnefndu leikriti eftir Avery Hoopwood. Aðalhlutverkin leika: Miriam Hopkins og Charles Starrett. Kvikmynd þessi var sýnd í Kaupmannahöfn og hlaut þar ágætis viðtökur og hrós mikið, enda er hún ágætlega leikin. Stefánssonar í bænum, og samtaka baráttu íhalds og kommúnista gegn alþýðunni. Leyndi það sér ekki, að Einar og ísberg voru báðir þess msðvitandi, að Alþýðuflokksmaður- inn var sá sterki í kosningunum, og því beindu þeir svo að segja öll- um skeytum sínum að honum. í öðru lagi kom pólitísk vesal- menska og dónaháttur Einars Ol- geirssonar svo greinilega fram á fundinum, að aldrei hefir betur ver- ið. Pað er vitað, að út um bæinn gengur Einar fyrir hvers manns dyr og biður að kjósa sig. Hitt er furðulegra að hann skyldi ekki kom- ast yfir þennan stutta fund án þess að endurtaka þetta vesalmannlega bónorð sitt til kjósenda. Eins og áður er getið, endaði hann fram- söguræðu sfna með því að biðja

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.