Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 11.07.1933, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 11.07.1933, Blaðsíða 4
4 alÞýðumaðurinn Utvarpið. Fastir liðir dagskrárinnar eru: Veðurfregnií á virkum dögum kl. 10, 16 og 19.30, og á helgum dögum kl. 11,15 og 19,30. — Hádegisútvarp kl. 12,15. — Wjómleikar og tilkynningar kl. 19,40 — Fréttir kl. 21, - Danslög frá kl. 22-24 4 Laugardags- og Sunnudagskvöldum. Breytingar tilkyntar sérstaklega. Miðvikudaginn 12. Júlí: Kl. 20 Einsöngur, Einar Markan, — 20,30 Frá útlöndum, V. G. — 21,30 Hljómleikar. Fimtudaginn 13. Júlí: Kl, 20 Grammófónhljómleikar. — 20,30 Erindi. Sig Sívertsen, — 21,30 Hljómleikar. Föstudaginn 14. Júlí. Kl, 19,15 Dagskrá næstu viku. — 20 Grammófónhljómleikar. — 20,30 Uppl. Fr. Hallgrímsson. — 21,30 Grammofónhljómleikar. Laugardaginn 15. Júlí: Kl. 20 Hljómleikar. — 20,30 Uppl., Friðf. Guðjónsson. — 21,30 Grammófónhljómleikar Auk jaess kýs hann fjöldi miðstétt- armanna, sem hiklaust sjá fram á það, að það sé eina vonin til þess að fella íhaldið. Orustan hlýtur því óhjákvæmilega að standa á milli frambjóðanda íhaldsins annarsvegar oj; frambjóðanda Alþýðuflokksins h nsvegar. Frambjóðandi kommún- i-,ta er dauðadæmdur og er langt fiá því að hafa nokkra von til að ná kosningu, enda er frambjóðand- anum sjálfum og flokksmönnum hans nú orðið það alveg ljóst, er þeir segja innsta hug sinn, þótt þeir tali digurbarkalega öðru hvoru við andstæðingana. Gera má ráð fyrir að kjörsókn verði svipuð og síðast, og ætti frambjóðandi Alþýðuflokksins að gefa fengið 600—700 atkvæði og náö kosningu. Með ötulli og góðri vinnu og kjörsókn Alþýðuflokksmanna og allra frjálslyndra íhaldsandstæðinga, aetti því að vera hægt að feila í- haldið frá kosningu á Akureyri og koma frambjóöarida Alþýöuflokksins inn á þing. ÁbyrgðarmF EríF rur Frið ón son, Kpsninoaskrilsipfa Alþýðuflokksins verður hér eftír opin kl. 7-10 síðdegls. Alþýðuflokksfólk! Komið á skrifstofuna. Leitið upp- lýsinga. Gefið upplýsingar. W 011 til starfa! *9f Kaupakonu vantar á gott heimili í Skagafirði. Ingimundur Árnason. Sækjast sér um líktr. Það hefir verið ber.t á það áður hér í blaðinu að kommúnistar skoða nasistana baráttufélaga sfna í orust- unni gegn jafnúðarmönnum. For- ingi þýskra kommúnista Thalemann, lýsti yfir því að hann vildi heldur stjórn Hitlers en jafnaðarmanna. Er það í samræmi við þau orð Ólafs Thors, að kommúnistar hefðu verið bestu stuðningsmenn hans við að koma á ríkislögreglunni. Fyrir skömmu skeðu þeir við- burðir erlendis, er varpa skæru ljósi yfir samhug og samheldni of- beldisflokkanna tveggja, kommúnista og fasista. Fyrir rúmum mánuði síðan voru í Moskva undirritaðir vináttusamningar milli Sovét-Rúss- lands og Hitlers-Þýskalands. Af hálfu Rússlands undirritaði utanrík- isráðherra þess, Litvinof en frá Þýskalandi v. Dirksen, sendiherra. I samningi þessum segir, að lagt skuli stund á að efla vináttusam- bandið á milli Sovétstjórnarinnar og þýsku nasistastjórnarinnar og að auka beri samvinnu milli ríkjanna. Og samtímis því, sem flestar aðrar þjóðir hafa dregið úr vörukaupum sfnum frá Þýskalandi, í mótmæla- skyni við óstjórnina, hafa Rússar keypt þá vöru fyrir miljónir rúblna, Nýverið héldu kommúnistar á Norðurlundum svokalíað »þing gegn fasisma« (Antifacist-kongress). Á þessu »þingi« mætti norskur Synd- ka’ 'ti, Tryggve Aakervik, og flutti tillögu um það, að lagt yrði við- skiftabann á þýskar vörur. En þá risu kommúnistar upp, hver af öðrum, og mótmæltu þessari tillögu af öll- um mætti, og átti hún ekkert fylgi á »þinginu«. Og væntanlega hafa hinir tveir íslensku stúdentar, sem mættu á þessu »þingi« sem fulltrú- ar Kommúnistaflokks íslands. ekki látið sitt eftir liggja að rísa upp gegn öllum virkum ráðstöfunum, er beindust að ógnarstjórninni þýsku.— Var »þing« þetta eingöngu til að sýnast, og því í fullu samræmi við aðrar starfsaðferðir og baráttu kom- múnista. Annað ágætt dæmi má nefna, er sýnir vilja kommúnistanna til versl- unarviðskifta og vináttu við Þýska- land. í Hollandi hefir um skeið ver- ið lítill vinstri jafnaðarmanuaflokkur, sem haft hefir samstarf við komm- únistaflokkinn þar í landi. En nú er því samstarfi slitið vegna þess að kommúnistar máttu ekki heyrra það nefnt, að hafið væri viðskifta- stríð við fýskaland. Foringi hins litla vinstri-jafnaðarmannaflokks, Schmidt, hefir af tilefni þessu bFt ávarp, þar sem hann flettir ofan af blekkingum kommúnista í þessum efnum. Og hið róttæka jafnaðar- mannablaö í Wien, » Arbeiterzeitung« (Verkamannablaðið), béndir á það með ljósum rökum, hvað ólík sé þessi aðferð kommúnistanna, saman- borið við öfluga baráttu ja'fnaðar- mannsstjórnanna í Danmörku og Svíþjóð gegn ógnarstjórninni í Þýska- landi Ög það er einmitt talaudi tákn þess, að aðalblöð jafnaðar- manna í Danmörku og Svíþjóð mega alls ekki, samkvæmt valds- boði Hitlers, sjást í Þýskalandi. — En engin slík ráðstöfun hefir verið gerð út af blöðum kommúnista í Danmörku eða Sviþjóð. Þannig sækjast sér um líkir — kommúnistar og nazistar. Baráttu- aðferðir beggja þessara flokka eru hinar sömu. Og báðir sameinast í hatrinu gegn jafnaðarmönnum. — Það væri því engin undur, þótt Ein- ar Olgeirsson og Gísli Bjarnason rugluðu saman reitum sínum og mynduðu samfylkingu hinna baráttu- fúsu gegn Alþýðuflokknum. L. S. Prentsmiðja Björns Tónssonar

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.