Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 15.07.1933, Side 1

Alþýðumaðurinn - 15.07.1933, Side 1
ALÞÝÐUMAÐURINN III. árg. Akureyri, Laugardaginn 15. Júlí 1933. 40. tbl. »Kommúnistar taka að sér að vinna skítverk^ in, sem íhaldsmenn þykjast vera of fínir til að standa í.« (Ingimar Tónsson, útvarps- ræða 12. Júlí 1933). Pað þarf ekki að lýsa í löngu máli róginum og níðinu, sem kom- múnistar halda uppi um Alþýðu- flokkinn og foringja hans. — Öll þjóðin hefir veitt þessu athygli. — Verkaskiftingin, sem átt hefir sér stað milli íhalds og kommúnista í nýafstöðnum útvarpsræðum hefir einnig, og ekki síður, vakið athygli þjóðarinnar. Þar hafa íhaldsmenn- irnir haft það hlutverk með hönd- um, að skamma Framsókn, en kom- múnistarnir hafa tekið að sér að níða Alþýðuflokkinn. — íhaldsmenn og kommúnistar hafa varla minnst hvorir á aðra, hvað þá hallmœlt hvorir öðrum. Pessi verkaskifting er harla eðli- leg, þegar að er gáð. Kjarnj íhalds- flokksins eru atvinnurekendur, sem gjarnan vilja halda persónulegum friði við verkalýðinn, sem aðallega myndar Alþýðuflokkinn. — Þessir menn og flokkslegir fulltrúar þeirra vilja því vera Iausir við illindi við verkalýðinn. Kommúnistar, sem hér á landi eru pó .tfskir flórmokarar íhaldsins, hafa því það verk með höndúm að níða verkalýðinn, sam- tök hans og foringja. — Peir eru hreiknir af þessum störfum og ganga allt af lengra í þessum efn- um en fhaldið fær sig til að gera. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins Skrif Sveins Benediktssonar um Guðmund Skarphéðinsson í fyrra, voru af alþjóð dæmd einhver svart- asti bletturinn á íhaldinu, og var þó ekki allt körugt fyrir. — Petta fann íhaldið sjálft og hætti að minnast á þessa hluti. Vildi ekki tefla sóma sínum í hættu meir en búið var. En það var annar flokkur íland- inu, sem ekki þurfti að hugsa um »sóma* sinn eða drengskap. Pað var Kommúnistaflokkur íslands. — Foringjar hans tóku við, þar sem íhaldið hætti, og héldu róginum og svívirðingunum á hinn látna verk* lýðsforingja áfram, bæði leynt og Ijóst. — Pað er því engin tilviljun, að nú — á sama tíma og harmsagan Iandskunna var að gerast á Siglu- firði í fyrra, og ekkja Guðm. heit- ins Skarphéðinssonar situr yfir barni þeirra á líkbörunum, hefir helsti maður Kommúnistaflokksins, Einar Olgeirsson, upp raust sína hér og tekur að níða Guðmund heitinn í gröfinni. Pótt E. O. sé að reyna að draga úr þessum óþokkahætti sfnum f síðasta Verkam, með þvf að segja að hann hafi aðeins spurt, tekst honum þetta ekki. Á framboðs- fundinum sagði hann frá því, að hann hefði ekki vikið úr Síldar- einkasölunni fyr en hann var rek- inn, meðal annars vegna þess að hann hefði vitað að Guðm. Skarp- héðinsson hefði átt að taka sæti hans, »maður, sem* — og svo tók verður á skrifstofu bæjar- stjóra meðan á kosning- unni stendur á morgun. Peir alþýðumenn og kon- ur, sem vilja hjálpa til við kosningarnar, mæti þar kl. I e. h. — á skrifstofu bæjarstjóra. — Sími 153. hann að þylja upp skattsvikalýgi Sveins Ben,, en varð að hætta í miðju kafi, af ástæðum, sem frá hefir verið sagt hér í blaðinu. — Engum mar.ni, sem var á fundin- um duldist það, að Einar œtlaði að kitla svartasta íhaldið til fylgis við sig með róginum um G. Sk., og að hann stóð þar sem fram- herji samviskulausasta auðvaldsins í landinu, sem vill alla heilbrigða og heiðarlega verklýðsforingja feiga og svífst engra klækja, ef fyrir hendi eru þau ómenni, sem láta nota sig til hermdarverkanna. Einar Olgeirsson nýtur þess, að hann er hvorki í framboði á Siglu- firði, né staddur þar. — Væri svo, myndi hann sæta ekki betri með- ferð en Svéinn Ben. í fyrra. Sigl- firskur verkalýður man foringja sinn og velgjörðamann Iengur en árið. Það sýnir grein St. J. St. hér í blaðinu í dag.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.