Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 15.07.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 15.07.1933, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUMAÐiniMN \ En E. O. þarf ekki að ætla, að á Akureyri sé ekki líka fólk, sern. fyriríítur svívirðingastarfsemi hans* Fólk, sem snýr baki við og for- dæmir óþokkapilta eins og hann- Verkalýður, sem kann að gera skil- á heiðarlegu og óheiðarlegu athæfi. Hann E. O. þarf ekki að ætla, að þó að honurri hafi tekist að deyfa tilfinningu nokkurs hluta alþýðu- fólks hér í bænum fyrir almennu velsæmi og drengskap í dáðum, þá haldist honum uppi, án þess að hefndir komi fyrir, að gera sig sekan að meiri fúlmensku en svart- asta ihaldið treystist til að rísa undir. — Alt heiðarlegt fðlk hlýtur að snúa við honutn baki. Akureyrarbúarf Sýnið við kjörborð- ið. á morgun, að þið k/ósið ekki manninn, setn lagst hefir lœgst allra frambjóðenda við þessar kosningar, — manninn, sem veður með, saur- uga fœtur inn I sali sorgar og helgra minninga. Manninn, sem níðist á mannorði fallins foringja og velgerðamanns verkalýðsins. Sýnið í verki hug ykkar og heiður. Kjósið fullttúa flokksins, sem mannorðsníðingurinn Einar Olgeirs- $on ofsœkir í orði og verki- Það er einasta, réttlátasta og kröitugasta svarið við iðju hans allri og athœfi. KJÖSIÐ Stefán Jóh. Síefánsson., Samvinna fram í rauöan daubann. íhaldið er orðið svo hrætt yið fylgi Stefáns Jóhanns, að það er farið aö styðja E. O með því að segja að hann hafi mikið fylgi- — Það v£it sem er, að Einar þarf ekki; að óttast, og er því að reyna að íokka kjósendur, sem það ekki fær til að slá sér á ísberg, yfir 4 Einar, til að diaga frá fulltrúa A.I- þýðuflokksins. Samvinnan gegn ÁI- þýðuflokknum er altaf söm og jöfn hjá íhaldinu og kommúnistum. Pð að ég sé ýmsu vanur um. ó- drengilegar baráttuaðferðir af hálfu kommúnista, þá vakti það samt undrun mína, er ég heyrði E. Olg. koma með upptugnar skattsvika- getsakir um Guðm. sál. Skarphéð- insson á framboðsfundinum. Nú hefir E. O. beint þeirri áskorun til mín í blaði sínu, að svara þeirri spurningu >hvort það væri rétt að Quðm. Skarph. hefði í fyrra gefið upp 51,000 kr. sem eign, en dánar- búið gæfi í ár 81,000 kr. upp sem eign.< Þessi spurning er augsýni- lega fram komin í því einu skyni, að gefa í skyn og dylgja um skatt- svik hjá hinum látna verklýðsfor- ing/'a. Pó að þessar dylgjur séu í raun og veru þess eðlis, að eina rétta svarið við þeim væri þögnin og fyrirlitningin, tel ég þó rétt, þar sem spumingunni er beint að mér, og dylgjunum að látnum, ágætum flokksbróður mínum og kunningja, að svara henni og reka róginn ofan í þann, er hefir látið sér sæma að hafa hann uppi sem vopn í kosningabaráttu. Ég hefi snúið mér til Alf. Jóns- sonar lögfr. á Siglufírði, sem er eindreginn andstœðingur Ouðm, Skarph. í stjórnmáium, en aðstoðar ekkju hans við fjármál dánarbúsins. — Ég hefi spurt Alf. Jónsson um skattaframtölin og fengrð hjá hon- um; svohljóðandi símskeyti: »Út af fyrirspurn þinni um skatta- framtal dánarbús Guðmundar Skarp- héðinssonar, get ég upplýst, að eignaaukning síðasta árs nam sam- kvæmt framtalinu kr. 28,745,79. — Eignaaukning þessi er aðallega reikn- ingsleg, þar sem hún að meira en háífu stafar af breytingum á fast- eignamati á eignum búsins, en að öðru mestmegnis vegna þess, að á árinu greiddust búinu afskrifaðar, óvissar skuldir, að rnínu áliti aðal Jegaí yegna atvikanna við fráfalf Guðmundar heitins.< Petía skeyti þarfnast ekki langra? skýringa. Skattaverð fasteigna er- bundið við fasteignajmat. Það hafði mikið hækkað á Siglufirði, eins og víðar, af því stafar aðallega aukn- ingin, og einnig af innkomu ó- tryggra skulda. Aukningin er því, eins og í skeytinu segir, reiknings- leg, og eru bæði skattaframtölin því jafn rétt, enda mun skattanefnd ekkert hafa haft að athuga við hvor- ugt framtalið. Til enn frekari skýringar þiessu máli vil ég taka það fram, að Guð- mundur Skarph- var sérstaklega greiðvikinn og hjálpsamur, og gat eugum alþýðumanni, er örðugar fjárhagsástæður hafði, um greiða neitað, H.ann sást því lítt fyrir í lánveitingum og lanaði verkamönn- um sérstaklega byggingarvörur, þó veð væri lélegt og lítil írygging, og gekk lítt eftir skuldum sínum. — Voru því margar útistandandi skuld- ir hans óvissar, enda vildi hann ekki ganga eftir þeim. — Við hið hörmulega lát Guðm. Skarph. brá svo við, að allir þeir, sem nokkra greiðslugetu höfðu, greiddu skuldir sínar til hinnar ungu ekkju, sem barðist fyrir 4 ungum börnum sín- um, en eitt þeirra hefir hún nú mist fyrir viku síðan. Svo vinsæll var Guðm. Skarph. meðal allrar alþýðu á Siglufirði, að fátækir menn lögðu hart að sér með greiðslu skulda við dánarbiiið, og er það alveg vís+, að Guðm Skarph. hefði aldrei innheimt allar þessar skuldir, ef hann hefði verið á lífi. Og sem dæmi um hug verkamanna til Guðm. Skarph. og eftirlátinna ættingja hans, má geta þess, að ýmsir menn, sem hann var í ábyrgð fyrir í Sparisjóðr Siglufjarðar, en þær ábxrgðir námu um 100 þús. kr., leystu búið úr á- byrgðinni og fengu sér nýja á- byrgðarmenn. En ef eitthvað veru- legt af ábyrgðum þessum hefðr skollið á dánarbúinu, og skuldir yfirleitt innheimst eins og efni stóðu til, var dánarbú Ouðm. Skarph. al- gert þrotabú. Pannig var hinn raunverulegi fjár-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.