Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 15.07.1933, Síða 5

Alþýðumaðurinn - 15.07.1933, Síða 5
Aukablað 15. Júli 1933. ALÍ’ÝÐUMAÐURÍNN 5 Hvers þarfnast þjóðin? Þetta er spurning, sem hver athug- ull kjósandi hlýtur að bera upp fyrir sér nú fyrir kosningarnar og haga meðferð atkvæðis síns eftir því hvern- ig hann svarar henni. Parfnast þjóðin þingmanns, eins og Guðbrandar ísbergs, sem bæði er al- gerlega áhrifalaus á þingi, og i flokki, sem stendur á móti öllum hagsmuna- málum alþýðu í landinu? Nei, vissulega ekki. Parfnast þjóðin manns eins og Ein- ars Olgeirssonar, sem segist ætla að fara á þing til að skamma, svíviröa, kljúfa og rœgja eítir því sem hann geti? Nei, og aftur nei. Pjóðin þarfnast engra slíkra manna. Pjóðin þarfnast starfhæfra, velviljaðra og víðsýnna manna inn á þing. Manna, sem fara þangað með það fyrir aug- um að hjálpa til í störfum fyrir velferð þjóðarinnar. Manna sem hafa sýnt starfsáhuga og ósvikið fylgi við velf.rðarmál alþýðu, og erj gæddir starf.shæfni meira en í meðallagi. Slíkur maður er frambjóðaridi Al- þýðuflokksins i Akureyri, Stefán Jóh. Stefánsson. Væri hvert sæti á Alþingi fslendinga eins vel skipað og sæti hans, hvar sem er í sveit, myridi þessi æðsta stofnun þjóðarinnar líia öðruvísi út en nú er. Akureyringar hata ekki ráð á nema eipu sæti á Alþingi. Kjósendur! Skip;ð það manninum, sem stendur í fiokki þeirra manna. sem þjóðin þarfnast á þessum tímum — og alla tíma. — Starfsmauni, sem með hyggindum, festu og prúð- mensku vinnur að heill alþýðunnar í landinu; Forseti Bandaríkjanna hefir ný- lega undirritað lög um 40 stunda vinnuviku.í baðmullariðnaðinum og lágmarkslaun við þá vinnu. í byrjun þessa mánaðar voru skráðir í Reykjavík- hátt á fjórða hundrað atvinnuleysingjar, sem höfðu fyrir á ellefta hundrað manns að sjá. V i n u r öreiganna. Einar Olgeirsson skýtur sér undan, á svívirðilegastahátt, að greiða lögboð- inn skatt af hátekj- um sínum síðasta árið, sem hann var hjá Síldareinkasöl- unni. Kjósendur í Akureyrarkaupstað hafa bæði fyr og síðar heyrt Einar Olgeirsson hrópa á háar skatta- álögur á háar tekjur, og nú síðast ætlar bæði hann og samherjar hans að rifna af vandlætingasemi yfir því að Jón Baldvinsson skyldi ekki hjálpa samsteypustjórninni til að svifta bæina möguleikum til að leggja eitthvað fram til atvinnubóta á þessu ári, með því að samþykkja háan tekjuskatt, sem eingöngu hefði komið niður á bæjum og kaup- stöðum. Einar Olgeirsson þykist allt vilja fyrir öreigana gera, og er til með að seilast ofan í vasa náungans eftir fé handa þeim — svona í orði. En þegar hann sjálfur er hátekju- maður, er hann annarar meiningar, eins og eftirfarandi sýnir. Einar hafði 12 þús. kr. á ári hjá Síldareinkasölunni í fasta kaup. — Einnig hafði hann ótakmarkað fé til fetðalaga. Og þar sem hann var um þriöja hluta ársins á ferðalög- um, stundum með konuna með sér, urðu hásetarnir á síldveiðiskipunum að greiða honum dijúgan skerf fyr- ir utan föstu launin. Bera reikn- ingar Síldareinkasölunnar þessa Ijósan vott. Eiriari var gert að greiða skatt af kaupi hans síðasta árið, er hann var hjá Síldareinkasölunni, eins og iög ákveða, og Einar telur allt of lágan. En er átti að innkalla skattinn hjá honum, neitaði hann að greiða. Og þegar átti að ganga að honum, átti kona hans allt, sem þau hafa undir höndum, svo ekkert var af honum að taka. Er skattur- inn ógreiddur eins og skattabæk- urnar sýna. Hér er rétt spegilmynd af öreiga- vininum og »heiðurs«-manninum, Einari Olgeirssyni. Hann hrópar á háa skatta af háum tekjum hjáöðr um, en ver sína eigin pyngju með athæfi stórbraskara nútímans’, og tímir ekki að sjá af eyris virði handa öreigunum. Pað er alveg sama myndin af verklýðsvinunum og stríðshetjunum, sem blöstu við augum Reykvíkinga 9. Nóv. s. I., þegar Einar og samherjar hans sig- uðu verkamönnunum undir kylfur lögreglunnar, — stóðu sjálfir fjarri hættunni og hrópuðu gleðióp, þeg- ar þeir sáu blóð verkamanna drjúpa í sandinn. — Það er mynd hræsn- arans, sem blaðrar flárri tungu framan í fjöldann, en bregður fyrir sig fjármálaklækjum, ef hann á að ynna af hendi sömu skyldur og aðrir menn. Það er myndin af ó- menninu, sem heimtar allt af öðr- um, en ekkert af sér, — þykist vera vinur öreiganna, en er ekki- Veltir sér sjálfur í peningum, en heimtar skort og neyð yfir verkalýðinn. — Það er myndin af kommúnistunum á íslandi. — * Skæðadrífa. Lýðræðisk/ökur komm- únistanna. Einar Olg. og félagar hans bera sig illa í síðasta »Verkam « yfir því, að þeir hafa enga von hvorki í bráð né lengd, til þess að koma manni á þing. Og allar sínar ófarir kenna þeir Alþýðuflokknum. En út af vonleysishjali kommún- istanna í sambandi við stjórnar- skrárbreytinguna, og afskifti AI- þýðuflokksins af henni, er rétt að taka þetta fram: Stefna Alþýðuflokksins í kjör- dæmamálinu er sú, að landið verði alt eitt kjördæmi, og þingmenn kosnir hlutfallskosningu. — í sam- bandi við það flutti Héðinn Valdi- marsson frumvarp til breytinga á stjórnarskránni á Alþingi 1927. Og síðan heifr þeirri kröfu ætíð

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.