Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 15.07.1933, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 15.07.1933, Blaðsíða 6
ALPÝÐUMAÐIjKlNN verið á lofti haldið af flokknum. Á síðasta Alþingi flutti Jón Baldvins- son frumvarp í sömu átt. En vegna andstöðu hinna flokkanna, er með völdin fara, tókst ekki að lögfesta þetta skipulag. Hinsvegar tók AI- þýðuflokkurinn vitanlega þann kost- inn, að styðja að breytingum til bóta á stjórnarskránni, þó ekki feng- ist sú lausn þá þegar, sem flokkur- inn stefnir að. Kommúnistar ættu sem fæst að segja um lýðræði í verklýðsfélög- unum. Par hafa þeir sjálfir beitt hinu argasta ofbeldi, málþófi, ólát- um, stappi, gengdarlausum og van- hugsuðum tillagnaaustri, og þannig flæmt flesta hugsandi verkamenn burt af fundum, og úr félögunum, þar sem kommúnista hefir gætt eitthvað verulega. Peir hafa innan verklýðsfélaganna stofnað sérstaka hópa og flokka (sellur), sem haldið hafa uppi gengdarlausum óróa ' á fundum og breitt níð og róg út á meðal félagsmanna. En það er annars kátbroslegt að lesa lýðræðiskjökur kommúnistanna, þeirra manna, er berjast gegn öllu lýðræði, hæða það og fyrirlíta; þeirra manna, er fyrst og fremst hafa of- beldið á stefnuskrá sinni og keppa að algerðu einræðL Sjálfir segja þessir menn í »baráttuskrá« sinni, að þeir vilji brjóta ríkisvaldið á bak aftur og koma á »alræði öreiganna*, og að »rússneska byltingin sé þar til fyrirmyndar*. Og svo eru þessir kumpánar að tala um lýðræði! Pér ferst, Flekkur, að gelta. Fölsuðu víxlarnir hans Einars Olg. Á framboðsfundinum fór Einar Olg. að blaðra um einhverja »fals- aða víxla« í Útvegsbankanum. Enga grein gat hann samt gert fyrir orð- um sínum, er honum var bent á, að hann væri hér aö fara með arg- asta bull. Og það er með öllu rangt og fullkomin ósannindi, að Útvegsbankinn hafi fengið Lands- ban'kanum víxla »að veði eftir að þeir voru orðnir verðlausir*, eins og E, O. tönglast á í síðasta »Verkam.« En það er auðséð á öllum'þessum þvættingi E. O, að hann botnarekkert í bankastarfsemi, víxlum né verslunarmálefnum, þótt hann um skeið hafi verið hátt laun- aður forstjóri Síldareinkasölunnar og stundi nú heildsöluverslun. — Virðist hann skorta jafn átakan- lega hæfileika til þeirra starfa eins og stjómrrrálastaífsemi. Tvö saurblöð ,í Rvík, »Stormur« og »Verklýðsblaðið«, fluttu um skeið sama þvættinginn um »föls- uðu víxlana.« Var þar eins og oft áður, samfylking íhalds og komm- únista. En þessi rógur var rekinn ofan í blöðin og þá birt yfirlýsing frá Lándsbankanum, sem sannaði að ekkert var hæft í áburði íhalds- og kommúnistablaðanna, Hið sama er að segja um seðla- útgáfuna. Par er um beina blekk- ingu að ræða. Útvegsbankinn hef- ir ekki haft neina seðla í umferð aðra en þá, er honum var heirrsilað af þingi og stjórn. Skálaræður fyrir fasistum. Sfðasti »Verkam.« segir frá því, með mikilli vandlætingu, að ráð- herrarnir í Rvík skáli í »dýrindis- 'veislum fyrir morðingjanum Musso- lini.« Pað má vel vera að brodd- arnir í Rvík haldi skálaræður fyrir Mussolini. En það hafa fleiri haldið skálaræður fyrir æðstu mönnum fasistanna á ítalíu. Á Genua þinginu, er haldið var fyrir nokkrum árum, hélt utanrík- isráðherra Sovét-Rússlands, sem þá var þar staddur, skálaræðu fyrir ítalska konginum. Meðal ann- ars komst sendiherrann svo að orði: »Ég heilsa yðar hátign, æðsta þegni ríkisins, verndara hamingju landsins. Pjóð vor hefir — máske vegna hins skæra sólskins í ítalíu ¦-— haft sérstakt dálæti á þessu landi. Ég vona að Iiið skæra ítalska sól skin, hinn ljúfi hugur ítalanna, styðji að því að þetta þing nái hinu mikilvæga marki sínu. Vér vonum, að einmití hér á ítalíu verði unnt að tengja bróðurbönd á milli þjóðanna, hér þar sem hið bláa haf vaggar oss á bylgjum sínum — hafið, sem er tákn um sameiningu landanna.* — Þannig var skálaræða kommúnist- ans fyrir ítalska konginum. Forsæt- isráðherrann okkar hefir vafalaust ekki verið fjálgari né talað með meiri samúð og lotningu fyrir fas- istastjórninni ítölsku, heldur en sendiherra Sovét Rússlands. Fylgi Einars. Við síðustu kosningar, véluðu fylgismenn E, O. nokkuð af alþýðu- fólki yfir á hann með þeím ósann- indum, að hann ætti vísa kosningu. Nú eru þeir byrjaðir á sama leik, þótt þeir viti að fylgi E. O fer þverrandi með hverjum deginum, og að hann stendur fjœrst allra frambjóðendanna að komast að. — Þá er þeirri lygi haldið fram af sömu mönnum, að menn úr Verk- lýðsfélagi Akureyrar séu að vinna fyrir Einar, og jafnvel því líka, að Vilhjálmur Þór og fleiri kaupfélags- menn styðji kosningu hans!! Þeir sem ekkert annað hafa til að fljóta á en lýgina, finna upp á ýmsu, og mun almenningur ekki láta flekast af þessu. Kveldúlfur og Mjólkur- félagið buðu hœst Einar Olgeirsson sagði frá því á framboðsfundinum, að Jónas frá Hriflu hefði boðið honum skóla- stjórastöðuna við Gagnfræðaskól- ann hér, þegar hann fór frá Síldar- einkasölunni, »ef hann hœtti að kljúfa verkalýðinn*. Og gat hann þess, að honum hefði verið boðið eiHhvað fleira, sem hann nefndi ekki, en fyllilega mátti heyra á hon- um, að ekki hefði verið neitt lítils- virði fyrir sig. Mátti fyllilega á pilti þessum heyra, að honum fannst ekki lítið til um sig þegar önnur eins boð og þessi voru í hann gerð, En Kveldúlfur og Mjólkur- félagið urðu þó hæstbjóðendur í Einar, þegar hann slapp úr Einka- sölunni, því eins og Kunnugt er, fór hann beint í faðm þessara stærstu auðfélaga landsins ogstjóm- ar þaðan af mikilli trúmennsku klofningsstarfsemi kommúnistanna, KveldúHi og Mjólkurfélaginu til hagsældar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.