Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 25.07.1933, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 25.07.1933, Blaðsíða 3
Loforð og svik. Pað eru fleiri en Bólu Hjálmar heitinn, sem hafa bikkjuna í togi, með dra'psklyfjunum af loforðum og svikum sitt í hvorrí hiið. Sá er aðeins munurinn að klyfjarnar á bikkju Hjálmars voru frá kaup- manninum, en þessir truntutogarar nútímans leggja til klyfjarnar sjálfir. Pað var ekkert smáræði, sem Einar Olgeirsson lofaði að gera fyrir verkalýðinn — fyrir kosning- arnar. Loforðaklyfin á bikkjunni hans, var bæði umfangsmikil og flölskrúðug. Á hverjum »almennum verklýðs- fundi<; á hverjum »sellufundi<; í hverju húsi, þar sem E. Ó. sjálfur og smalar hans hétu á vatnsgraut- armiskunsemi kjósenda, var hlaðið álitlegri viðbót í loforðaklyfina, og gjafirnar urðu því fleiri og glæsi- legri sem við heimskara fólk var átt. En stærstur allra loforðapinkl- anna var 20 þús. króna sjóðurinn, sem E. O. sagði að Erlingur Frið- jónsson ætlaði að hafa af síldar- stúlkunum, en hann skyldi nú færa þeim, ef þær kysu sig. Einar hélt fund með síldarstúlk- unum og talaði sig heitan yfir þeirri »kúgun«, »áþján« og >arð- ráni«. sem E. F. leiddi yfir síldar- stúlkurnar með því að hækka kaup- ið við síldarvinnuna frá því, sem hin »sléttvísa« »Eining« hafði samið um í fyrra. En nú sagði hann að bikarinn væri barma fullur, og meir en það. Nú væri frelsarinn kominn í sinni eigin mynd. Nú skyldi hann ganga fram fyrir skjöldu, og hvergi hika né hopa, þó gummí- kylfur Jóns Kristjánssonar skyllu á sér, og vatnssprautur auðvaldsins fossuðu um sig eins og Áskel um árið. Nú skyldi hann hjálpa síldar- stúlkunum til að stöðva vinnu við fyrsta síldarskipið, sem kæmi inn og fá taxta Einingar viðurkendan — í fyrsta sinn í mörg ár. — Og hrifningin var afskapleg meðal lýðs- _ns- Barkárkerlingarnar klöppuðu '»frelsaranum« aftan og framan, og voru aiveg hissa af því hvað hann ALÞÝÐUMAÐURINN væri góður við verkalýðinn. Víga- móður greip þá stéttvísu. Björn Grímsson stakk höndunum niður úr buxnavösunum, Áskell hnepti að sér lafafrakkann, eins og hann fyndi ískulda vatnsins leggja um sig. Magnús fletti ermunum upp fyrir olnboga, og Kristfinnur skjögr- aði aftur og fram, og barði um sig með Verkamanninum. Peíta var fyrir kosning- arnar. Pað kemur sér vel þegar rás viðburðanna er sú, að þeir, sem lofa með það fyrir augum að svíkja verða ekki klemdir til að efna lof- orðin. Einar Olgeirsson lenti í þessari hundaheppnl. Hefði komið síld á einhverja síldarstöðina fyrir kosningarnar, hefði hann verið neyddur til að efna til uppþots, sem sjálfsagt hefði mishepnast. En af því síldin kom nú ekki fyr en dag- inn eftir kosningarnar var aðstaðan orðin breytt, og óhætt að skjóta sér undir svikin. Kosningarnar voru um garð gengnar. Það var hægt að síma það til Moskva, að 522 atkvæði hefðu fallið á kommúnista á Akur- eyri. Umhyggjan fyrir verkalýðn- um var þar með öll á bak og burt. — Síldarskip kom til Jóns Krist- jánssonar; mannsins, sem kommún- istarnir leggja sig alla fram til að ljúga æru og mannorði af; mannsins sem þeir, að undirlagi Einars, kalla kaupkúgara, og öðrum Ijótari nöfnum. Söltun byrjaði. Einar svaf, með loforðin við höfðagaflinn og svikin tilfætis. — Björn Grímsson, Elísabet, Sigþór, Áskell, Kristfinnur, Magnús og Jói með gleraugun — öll sváfu þau vitandi um engan kúgaðan og arðrændan verkalýð. Og mannvinirnir Guðmann og Stein- grímur sváfu líka, dreymandi um rússneskar rúblur í vösunum og himinháa stafla af sleikipinnum, sem draga aura úr höndum barna fá- tæklinganna, í sjóði okraranna. Og síldarskipin komu hvert af öðru. Einar sté upp í bíl og hélt heim á leið; heim til 12—15 þúsund króna ársteknanna. Bikkjan hans stundi undir klyfjunum, loforðunum öðru megin, og svikunum hinu megin. 3 Ódýrt! Karlm. buxur frá kr. 5,50 Khakiskyrtur — — 4,90 Karlm. sokkar — — 0,65 — nærskyrtur— — 1,85 — nærbuxur — — 1,85 Enskar húfur — — 2,25 Leðurbelti — — 1,75 Gummíbelti — — 0,85 Vinnuvetlingar — — 0,75 Handklæði — — 0,65 Tvisttau — — 0,65 Léreft, hvít — — 0,70 Flónel, röndótt — — 0,85 Rúmteppi, hvít — — 4,90 o, m. m. fl. BraunS'Verslun. Páll Sigurgeirsson. Nýtísku kvensokkar í stóru úrvali — nýkomnir. Brauns-Verslun. Páll Sigurueirsson. D C f) -bílar bestir. u.u.ks. Símj 26Q Forystulýðurinn dreifði sér á at- vinnustöðvarnar. Sumir fóru til Siglufjarðar, til að njóta hlunnind- anna af síldarvinnutaxta Verka- kvennafélags Siglufjarðar, sem gerð- ur var gildandi með atbeina Alþýðu- sambandsins. Aðrir k'omu konum sínum á síldarstöðvarnar, þar sem unnið er eftir >Erlingstaxtanum«, eins og »Verkam.« kallar það. Hagsmunum verklýðsforingjanna var borgið■ Tuttugu þúsundirnar, sem Einar ætlaði að gefa síldar- stúlkunum, hurfu í heiðbláma fjar- lægðarinnar eins og aðrir fagrir draumar hinna undirokuðu. Pegar Einar Olgeirsson hefir burgeisalaun, og hinir minni spá-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.